Arnar Þór Jónsson lætur ekki blaðamann á mbl og Ríkisútvarpsins slá sig.

Það er eins og blaðamaðurinn með bláabindið sé þunnur í dag, þegar hann kemur til starfa. Það segi ég vegna umfjöllunar hans á frambjóðendum til forseta kjörs sem birtist vel með bláum stöfum á mög áberandi stað í blaðinu í dag.

Þarna er ljóst að útsendari Sjálfstæðisflokksins reynir með öllum tiltækum ráðum að koma högg á frambjóðandann Arnar Þór Jónsson sem hefur gert það ítrekað. Slík aðför hans og Sjálfstæðisflokksins sem hann er meðlimur í því kosningarbandalagi, er til vansa fyrir hann, mbl og eigendur.
Þeir sem hafa skoðanir sjá allir að bláustafirnir virka vel.

Af hverju var ekki blár stafur við fylgi Arnar Þórs Jónssonar? Hvers vegna ekki? Er hann ekki í framboði? Jú hann er í framboði. Mbl ber að hafa hann uppi svo allir getið fengið að skoða sinn hug þannig eru löginn í landinu að gæta meðalhófreglu gagnvart einstaklingum, jú við höfum sem einstaklingar sama rétt að bjóða okkur fram, þannig á kerfið að virka.

Loksins eftir miklar athugasemdir þá hafði blaðamaður á mbl samband við Arnar Þór Jónsson þar sem hann fékk loksins að tjá sig með sínum hætti. Þar segir Arnar í stuttu máli með skýrum orðum. ,, Ég ætla að reima á mig skóna og mun spila leikinn,, Leikurinn er ekki hafinn,, það er ekki búið að flauta til leiks,, Enn tekur fram að fjölmiðar sem segja að fólkið sé mikilvægur þáttur,, fjölmiðlar hafa látið í það skína að sumir séu ekki inn á vellinum:

Þá spyr ég á hvaða leið eru fjölmiðill eins og Morgunblaðið sem telur sig vera blað allra landsmanna.? Er Morgunblaðið komið á þá leið að upphefja þá sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, það ætla ég ekki að vona. Enn samt er þessi blaðamaður í vinnu fyrir fjármálaöflin í landinu sem eru að reyna að koma í veg fyrir kjör hans.

Arnar Þór Jónsson telur fjölmiðla hafa fallið á prófinu. Versta í þessu öllu er að þeir hampa öðrum án gjalds, frí umfjöllun í útvarpi og sjónvarpi á meðan aðrir frambjóðendur sitja á hakanum eins og Óli verkamaður sem hætti í vinnunni vegna þess að hann var látinn sitja á hakanum, svo einfalt er það.
Jóhann Páll Símonarson.


Bloggfærslur 22. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband