Hvaða þöggun er í gangi?

Ágættu Íslendinga. Málefni Hjúkrunarheimilisins Eirar er búið að vera til rannsóknar síðan 5 desember 2013.Rannsókn er lokið enn bíður endanlegrar yfirferðar hjá settum saksóknara og óvíst hvenær því líkur. Á meðan bíða eigendur sem lögðu allt fé undir eftir að heyra hvort ákært verður í þessu máli og auðvita til að hefja málsókn gegn þeim aðilum sem áttu hlut að máli. Ég hafði samband nýlega við settan saksóknara í Eirarmálinu sem svaraði mér að það væri ekkert að frétta og mörg önnur mál væru á undan. Ég tjáði honum að ég sætti mig ekki lengur við slíka niðurstöðu og myndi jafnframt skrifa Innanríkisráðherra bréf í framhaldinu, hvort það muni skila árangri verður að koma í ljós? Hinsvegar hef ég ritað 2 sinnum opið bréf til Innanríkisráðara í mbl og þeim bréfum hefur ekki verið svarað enn. Eins hef ég ritað nær öllum ábyrgðaraðilum bréf um hvort þeir beri ábyrgð á sínum gjörðum. þeir aðilar sem um ræðir eru, Reykjavíkurborg,Seltjarnanesbær,Efling stéttafélag, Verslunarmannafélag Reykjavíkur,Sjómannadagsráð, sem dæmi að þeim aðilum sem eru og hafa verið í stjórn Eirar. Enn svarbréf komu eftir marga mánuði frá þeim eftir ítrekun. Svarbréf frá þeim eru öll að svipuðum toga,, Sjálfseignarstofnungunin Eir hjúkrunarheimili er sjálfstæður lögaðili og starfar ekki á ábyrgð Reykjavíkurborgar. Samt fer Reykjavíkurborg með meirihlutavald í stjórn Eirar og gera enn í dag. Svarbréf frá þeim mun ég birta síðar öðrum til fróðleiks.

Hvar er hjálp Alþingismanna?.

Ekki neinn sem ég veit um sem vill hjálpa eldra fólki sem býr á Eir. Hef sjálfur í mínu nafni ritað nokkrum alþingismönnum erindi og beðið þá að taka málið upp á Alþingi, enn þeir þora ekki að taka málið fyrir. Fyrir Framsóknarflokk er það Karl Garðarsson, Frá Bjartri Framtíð er það formaður flokksins Óttarr Proppé og þingflokksformaður Brynhildur Pétursdóttir sem hugsar meira um getnaðarvarnir enn um aldrað fólk sem ekki getur varið sínar hendur í eignarupptöku á sinni aleigu.

Fjölmiðamenn

Af hverju takið þið ekki upp Eirarmálið fyrir og krefjið skýringa á þessum mikla drætti sem hefur orðið á þessu máli. Ég spyr hvaða Þöggun er í gangi? Á að svæfa málið? Getur það verið að hið samþjappaða vald komið í veg fyrir endanlega niðurstöðu?

Jóhann Páll Símonarson.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jóhann Páll, eins og þú veist búum við í mafíulandi sem eru með næstum ótakmarkaðan stuðning frá dómstólum landsins. Ekki er erfitt að geta sér um árang í að grafa í Eirarmálinu þessa dagana sem endranær. Þegar tekin verður "einn franskur" á klíkunni verður auðvelt að byggja upp landið aftur með Þjóðstjórn og skiptingu landsins í 4-5 tiltölulega sjálfstæðar sýslur. En þessir sem tala vilja eða þora  ekki að takast á við klíkuna og er það þekkt merkispjald á landanum. Svo mæla Strákarnir ins og venjulega.

50 cal.TPK°°

Eyjólfur Jónsson, 19.5.2016 kl. 22:37

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Eyjólfur ég kalla þetta samtryggingarvaldið sem sér um sína, við því þarf að bregðast. Eirarmálið er ljót mál sem verður að komast uppá borð landsmanna. Þarna er um að ræða aleigu fólks sem það á,enn hefur verið tekið eignarnámi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 22.5.2016 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband