Björn Bjarnason vann þrekkvirki í öryggismálum sjómanna.

Uppi eru hugmyndir ríkistjórnar að minnka umsvif Landhelgisgæslunnar með því að segja upp þyrlustarfs mönnum og áhöfnum skipa, með því að skila til baka þyrlu sem er í leigu, búið er að leggja varskipinu Ægir sem var þjóðarstolt okkar Íslendinga í þorskastríðinu og liggur nú í Sundahöfn í Reykjavík án haffæris og um leið liggur undir skemmdum. Þór nýja skipið er búið að leggja því við bryggju í Reykjavík með jólaljós, eina skipið sem er á hafinu er Týr. Við sjómenn lifum ekki á jóla ljósum ef til sjávarháska kæmi og jafnframt er það ekki boðlegt ef frystitogari með 24- 30 manna áhöfn þyrfti hjálp á að halda.? Það er ábyrðar hlutur þegar enn er ráðist á Landhelgisgæsluna Það er sama hvaða stjórnmálaflokkar sem hafa verið við stjórn landsins undafarinn ár, nema þegar Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra var við völd, þegar hann vann þrekvirki í öryggismálum sjómanna og landsmanna,samdi um byggingu varskipsins Þórs og byggði upp þyrluflota Landhelgisgæslunnar. Það verður ekki sagt að Björn Bjarnason hafi ekki hlúð að öllum þáttum Landhelgisgæslunnar til að bregðast við þeim hættum sem eru til staðar. Þyrlur og varskip eru sjúkrabifreiðar landsmanna á því liggur ekki nokkur vafi, í erfiðum verkefnum að bjarga og hjálpa fólki í vanda. Störf þeirra eru krefjandi og um leið hættuleg sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru að sinna björgun mannslífa. Er það virkilega satt að Bjarni Benediktsson og stjórnmálamenn ætli sér að skera fjármagn niður til Landhelgisgæslunnar svo hún verið óvirk?. Hvað með björgun mannslífa þegar lífsbjörg sjómanna er ekki til staðar? Verður svarið við höfum þyrlu til staðar fyrir 24-30 manna áhöfn sjómana? Hverskonar framkoma er þetta við okkur sjómenn, þegar hætta er til staðar hvenær sem er? Hvernig væri að selja allan bílaflota ráðherra og láta andvirðið renna til reksturs Landhelgisgæslunnar þó það væri ekki nema fyrir launum og útgjöldum. Ég skora á alla Alþingismenn að breyta sínu hugafari og láta málefni Landhelgisgæslunnar sig varða, það gengur ekki upp að stjórnmálaflokkar skulu ætíð láta Landhelgisgæsluna sitja á hakanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það vantar stöðugleika í stjórnmálin og sá stöðugleiki fæst ekki með fjölgun flokka.  Margi flokkar minka skilvirkni alþingis því of mikill tími fer í bull og púka þvaður. 

Hvað sem vinstri menn eru að meina með því að skipta sér og fjölga flokkum, þá styrkja margir flokkar ekki lýðræðið. 

Það þarf að takmarka fjölda flokka sem sitja á alþingi.  Í raun væri nóg að þeir væru tveir, en algert hámark að þeir séu fimm.  

Hrólfur Þ Hraundal, 12.12.2016 kl. 07:36

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hrólfur Þ Hraundal.

Ég er að tala um stöðu og hvernig stjórnmálamenn koma endurtekið illa fram við Landhelgisgæsluna með því að skerða fé til rekstur og viðhalds þyrlusveitar og skipa sem eru aðeins 2 sem eiga að stunda eftirlit víða um land. Við sjómenn þurfum að hafa skip og þyrlusveit til staðar ef til kæmi atburðir af verstu tegund sem við sjómenn búum við.

Jóhann Páll Símonarson, 14.12.2016 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband