29.10.2007 | 10:10
Nú tíma þrælahald.
Það var undarleg frétt í dagblöðunum um daginn að það væru 17,000 útlendingar í atvinnu á Íslandi Hvers vegna skildi þeim fjölga þessum útlendingum? Atvinnurekendur segja það vegna vöntunar á fólki. Sumir atvinnurekendur hafa verið teknir fyrir að borga ekki mannsæmandi laun þetta fólk hefur verið boðið upp á húsaskjól sem er ekki manni bjóðandi sem dæmi 10 menn í litlu herbergi. Og enginn veit hvað þetta fólk hefur í laun verkalíðfélöginn eru sofandi fyrir þessu það heyrist ekkert í þeim. Margir af þessum útlendingum sem hafa komið inn í landið með Norrænu í gegnum Seyðisfjörð og ekki snúið til baka eins og á að gera. Þeim fjölgar og þeim á eftir að fjölga meira. aðrar þjóðir fá aðgang að vinnumarkaði okkar sem dæmi Tyrkir þar er gríðarlegt atvinnuleysi.
Vandamálið er tungumálið útlendingar sem hingað koma kunna ekki að tjá sig á íslensku. Ég tel að þetta fólk muni lækka laun hjá þeim sem eru ómenntaðir. Þetta mun valda því að ómenntaðir Íslendingar munu búa við sömu kjör og erlendu starfsmennirnir ef ekkert verður gert í þessum málum. Fyrir utan öll þau vandamál sem munu koma upp. Fólkið mun ekki sætta sig við að aðrir taka atvinnuna af sér þetta er neyðarréttur hvers og eins. Þess vegna hvet ég fólk að hugsa málið til enda áður enn það verður of seint.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta heldur laununum niðri,þetta er bara nútíma þrælkun.
María Anna P Kristjánsdóttir, 29.10.2007 kl. 14:13
Heil og sæl María.
Þetta er hárrétt hjá þér og mun koma meira fram síðar þegar atvinna dregst saman. Þá er ég hræddur um að það fari um fólk.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 29.10.2007 kl. 22:22
Jóhann Páll, mér finnst gaman að sjá að það er til fólk sem þorir að hreyfa við þessu máli sem er löngu orðið vandamál og á leiðinni að verða monster sem enginn fær við ráðið ef ekkert verður gert.
Ísland hafði til skamms tíma þá sérstöðu að þar gátu allir fengið vinnu sem vildu vinna á annað borð. Íslendingar voru þar sjálfum sér nógir og atvinnugreinar sem fengu ekki fólk einfaldlega neyddust til að hækka laun, og gerðu það. Ófúsir og með hundshaus auðvitað, því enginn vill borga meira en hann þarf.. en ef þeir vildu menn í vinnu þá þurftu þeir ekki annað en að seilast aðeins neðar í djúpa vasana. Þetta var ekkert ofsalega flókin hagfræði, svona á mannamáli, og hún gekk upp.
Nú er svo komið á landinu bláa að voðinn blasir við, því þangað eru boðnir velkomnir útlendir þrælar í þúsundatali sem glaðir þyggja vinnu sem matvinnungar því í heimalöndum þeirra er ekkert að fá. En um leið og atvinnurekendur fá nú þennann ótrúlega vinningsmiða í hendur og "happi í lappir klappa", þá fá ófaglærðir Íslendingar ekki vinnu sem greiðir þeim þau lágmarkslaun sem þeir þurfa til að framfæra sér og brauðfæða börnin. Enda því skyldu vinnuveitendur ráða vinnufúsa landa sína til starfa meðan nóg framboð er af útlendingum sem eru til í að vinna verkið fyrir lúsarlaun og húsaskjól?
Þetta er orðið stórmál sem allir ræða sín á milli en enginn þorir að segja upphátt opinberlega vegna hættunnar á að einhver spili rasistatrompinu eða öskri fordómar og útlendingahatur! Menn ættu að staldra við, hugsa og líta sér nær. Þetta stefnir í fullkomið óefni - og fer þangað vissulega nema fólk standi upp og segi stopp! Hingað og ekki lengra!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.10.2007 kl. 23:06
Heil og sæl Helga Guðrún.
Það sem þú segir er einmitt kjarni málsins. Íslendingar mun ekki láta þetta vandamál til sín taka fyrr enn það kemur yfir okkar þjóð. Hvað þá heldur þegar Tyrkir koma hingað í stríðum straumum og hingað munu flykkjast þúsundir Tyrkja ef innflutningur á fólki verður gefið laust. Hvernig fór fyrir Þjóðverjum Tyrkir eru þar í þúsunda viss ef ekki miljónum og fara ekki þrátt fyrir gylliboð þjóðverja.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 29.10.2007 kl. 23:50
En það skrítna er, að þetta virðist þessi kisukór vilja, sem öllum vilja klappa og strjúka. Það má auðvitað ekki tala um þetta, því þá er maður hengdur sem rasisti og skrímsli. Ég er flutt af landinu og sé ógnvænleg vandamál allt í kringum mig, en ég er mikill Íslendingur í mér og ber hag landsins míns fyrir brjósti eins og eigin barna.. en það vill enginn hlusta á vitleysing sem geltir um velferð þeirra. Það er eitt af því sorglega. Mig óar fyrir því að ræða þessi sömu mál við sama fólk eftir örfá ár.. 5 kannski, varla fleiri. Þá verður öllum orðið ljóst að þeir átu óefnið hrátt og hlustuðu ekki á þá sem vildu vara þá við. En ég er SAMT ekki hætt að reyna. Mér finnst það skylda mín vegna þess að ég veit betur. En ég er ekkert fyrsti boðberi válegra tíðinda sem fær að hanga í snörunni, og örugglega ekki sá síðasti.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.10.2007 kl. 00:06
Heil og sæl Helga.
Þetta er rétt hjá þér það sama sem gildir um mig ef ég er ekki sammála því fólki sem ég hef skrifað við athugasemdir. Þá hefur verið hreytt í mig skít kasti og sagt að ég sé rasisti eins og þú bendir réttilega á.
Enn ég virði skoðun þeirra ég veit líka hvernig hefur farið fyrir Þjóðverjum varðandi tyrkneska fólkið sem var notað til að vinna óþrifalegustu verkinn. Þegar það var búið reyndu Þjóverjar að koma þeim úr landi með peningagreiðslum. Viti menn þeir vildu ekki fara og sögðust vera þjóðverjar. Nú er þetta orðinn minni hlutahópur í þýskalandi með kosningarrétt.
Það sama er að gerast á íslandi með þessum innflutningi lálaunafólks sem mun setjast hér að og mun fjölga stórlega á næstu árum. Helga láttu þínar skoðanir í ljós fólk hefur gott af því að hlusta á aðrar skoðanir fólk sem gætu verið réttar. Heldur enn að vera að berast á móti vindinum og ekkert gengur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 30.10.2007 kl. 08:11
Hér er góð umræða þar sem að ég get verið ósammála
Vissulega hefur verið vandi víða um lönd hvað það hefur margt fólk ef erlendu bergi brotið flutt inn og af því þurfum við að læra EN nú er það svo hér á landi að við þurfum að þessu starfsafli að halda. Það eru mörg störf í dag sem engir íslendingar fást til starfans og ekkert að gera en að flytja inn fólk.
Hins vegar verðum við að passa okkur á því að það fólk sem flyst til landsins fái mannsæmandi kjör og búi við mannsæmandi aðstæður. Það er lágmarkskröfur.
Ef við færu leið Helgu Guðrúnar og myndum ekki hleypa meira starfsfólki til landsins (ef ég hef skilið þig rétt Helga
) til þess að hækka laun við íslendinga enn frekar þá verður það til þess að allt verður margfalt dýrara en það er í dag. Það myndi hinsvegar leiða til þess að engir ferðamenn fengjust til landsins, fyrirtæki myndu flytja frá landinu, atvinnuleysi yrði algjört og við stæðum margfalt verr en við gerum í dag. Það vill enginn.
Spennan á atvinnumarkaði í dag er sennilega helsta orsök fyrir háu matvælaverði á Íslandi sem allir eru að kvarta yfir t.d. og það væri mikið hærra ef við hefðum ekki það erlenda fólk sem hér á landi er til að hjálpa okkur við þau störf sem ekki var hægt að fá íslendinga til að vinna við.
Ágúst Dalkvist, 30.10.2007 kl. 11:46
Heill og sæll Ágúst.
Varandi vandmál sem önnur lönd búa við í dag er atvinnuleysi á háu stigi, Ef við tókum dæmi með stjórnmálaflokka tökum dæmi England sem eru að sligast undan stórauknum innflutningi útlendinga og jafnvell flóttamönnum sem hafa komist ólöglega inn í landið.
Þetta ástand er að ríða kerfinu að fullu, ennfremur vita þeir ekki hvað eru margir útlendingar í landinu. Sem er svipað og á íslandi þetta er komið svo langt að stjórnmálaflokkar í Englandi vilja takmarka innflutning frá fátækum löndum eins og Búlgaríu og Rúmeníu.
Ég tel að við verðum að halda vel utan um þessi mál með skráningu og takmörkun á fólki sem mun sækja hingað til landsins að útlendingar fái sömu laun og við. Ekki smánar laun fyrir sömu vinnu, og jafnvel laun sem eru ekki sæmandi neinum. Það vil svo vel til að innfluttir útlendingar í Englandi hafa lækkað launin fyrir Englendingum sjálfum og orðið þess valdandi að fátæktin hefur aukist þar.
Ég er ekki sammála þér að allt sé dýrara ef íslendingar myndu vinna hlutina eða farþegum myndi fækka sem kæmu til okkar frekar held ég að farþegum muni fjölga á næstu árum, fyrir utan við eru með of mikið af milliliðum sem hækka vöruverið í landinu, því verður ekkert breyt nema að taka á milliliðum í landbúnaði.
Við getum mannað flestar stöður í landinu ef við hækkum launin. Stór innflutningur af fólki frá þriðja heiminum er að koma okkur í vandamála pakka sem verður erfitt að stiga upp úr nema með lækkun launa og ýmissa vandamála og þeim kostnaði sem af þeim verður.
Skilyrðið að enginn fái landvistarleyfi nema að tala sama tungumál og við íslendingar ekki mál sem við skiljum ekki hvar sem við förum. Tungumála erfileikar geta ekki gengið til lengdar það er helvíti hart að séum að missa móður málið sem börnunum okkar er kennt í skóla.
Hver mann ekki eftir kanasjónvarpinu á Keflavíkurvelli þá ætlaði allt að ganga á göflunum vegna þess að börnin voru að tapa móðurmálinu. Vigdís Finnbogadóttir barðist sem mest á móti þessu og því var lokað.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 30.10.2007 kl. 13:27
Gott Jóhann að við getum verið ósammála, þá er nóg um að tala.
Hvernig fór með, eða er að fara með, virðisaukaskattslækkunina í vor? Vöruverð fylgir því hvað flestir eru tilbúnir til að borga. Hvað flestir eru tilbúnir að borga fer eftir launum. Ef laun eru hækkuð, þá hækkar allt annað líka. Ef þú trúir því ekki þá er bara hægt að skoða söguna í því dæmi, þegar verkalýðsfélögin kröfðust bara hærri og hærri launa en gerðu sér ekki eins mikla grein fyrir samhengi vöruverðs og launa eins og fólk gerir í dag.
Það er akkúrat það sem myndi gerast ef við myndum hækka laun í láglaunastörfunum til að íslendingar myndu vinna þau. Laun myndu líka hækka í hálaunastörfunum til að fá fólk í þau. Vöruverð myndi hækka vegna hækkunar launa hjá fyrirtækjum og líka vegna þess að fólk gætti eytt meiri pening. Útflutningsfyrirtæki gætu ekki keppt á markaði og myndi útflutningur snar lækka. Viðskiptahalli við útlönd myndi stóraukast.
Þetta myndi síðan allt saman valda hruni í efnahagi íslendinga og þá atvinnuleysi.
Enginn myndi græða á því.
Hins vegar verðum við að passa okkur á því að útlendingar sem hingað koma hafi það slæmt. Við megum ekki bjóða fleirum vinnu heldur en svo að við getur boðið þeim mannsæmandi líf. Við erum ekki komin að þeim mörkum enn þó að margir brjóti lögin og svíki útlendingana um sín réttindi.
Ágúst Dalkvist, 30.10.2007 kl. 14:54
Ég fagna þátttöku Ágústs í þessum umræðum, hann er einn af fáum sem geta rökrætt við andstæðinga sína á kurteislegum og málefnalegum nótum. Því miður er það ekki öllum gefið. Vissulega er ég þó ósammála honum með ýmislegt hér. Ég vil byrja á að varpa fram spurningunni: -Þurfum við á þessu starfsafli að halda? -Eða er kannski búið að skrúfa launin það neðarlega að þegar hinn íslenski verkamaður getur ekki lengur framfleytt sér af þeim, þá réttlæti það "augljóslega" að fá innflutt vinnuafl á staðinn? -Myndu ekki Íslendingar fást til verksins ef betur væri borgað? -Er mögulegt að hagsmunaaðilar (vinnuveitendur) séu að búa til þörf sem í raun sé ekki fyrir hendi? "Ef þú vilt ekki þúsundkallinn vinur, þá eru fullt af Pólverjum og Lettum sem bíða í röðum eftir djobbinu. Tækju 500kall ef því væri að skipta. Það er ekki vanþakklætið þar. Ákveddu þig!"
Ísland hefur alltaf verið í hópi dýrustu landa í heimi. Ég sé ekki alveg samhengið í því hjá Ágúst að án þessara láglaunaþega sem nú fylla landið þá myndi allt verðlag hækka enn frekar og ferðamönnum fækka. Myndi þyggja fræðslu í þeirri skammtímahagfræði, ef hann vildi vera svo vænn að skýra hana út fyrir mér.
"...þá verður það til þess að allt verður margfalt dýrara en það er í dag. Það myndi hinsvegar leiða til þess að engir ferðamenn fengjust til landsins, fyrirtæki myndu flytja frá landinu, atvinnuleysi yrði algjört og við stæðum margfalt verr en við gerum í dag. Það vill enginn", segir Ágúst. Þessa röksemdarfærslu einfaldlega skil ég ekki, en ég skal leggja mig alla fram, ef hann vill útskýra málið.
Ef atvinnurekendur myndu bjóða Íslendingum mannsæmandi laun þá væri ekki þörf á öllu þessu erlenda vinnuafli. Það er alveg á hreinu að atvinnugreinarnar bera það, það hafa aldrei fyrr verið jafnmiklir peningar í umferð. Í stað landsins sem til skamms tíma var tiltölulega stéttlaust, þá er nú risin upp peningaelíta sem stjórnar hagkerfinu á sinn klóka hátt. Auðvitað hentar þetta stórköllunum; því minna sem þeir þurfa að greiða verkafólki sínu, því meira fá þeir í vasann. Það er ekkert flókið. Og á meðan þeir fátæku verða fátækari, fjölgar einkaþotunum á Reykjavíkurflugvelli.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.10.2007 kl. 15:42
Og þá er alveg eftir að skoða hvað fylgir í kjölfarið, og það er ekki minna áhyggjuefni. Vandamálin munu hlaðast upp, hversu vel sem menn reyna að vanda sig og ég spyr hvort mönnum myndi t.d. finnast stóraukin glæpatíðni ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir Íslendinga?
Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og loka augunum fyrir afleiðingunum. Þær láta heldur ekkert á sér standa. Ég er smeyk um að annað hljóð komi þá í strokkinn hjá gestrisnum og umburðarlyndum löndum mínum.
Mitt umburðarlyndi endar þar sem öryggi barna minna byrjar.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.10.2007 kl. 19:44
Stór hluti þjóðarinnar varð viðskila dómgreindina og öskraði: rasistar! rasistar! þegar tveir af talsmönnum Frjálslynda flokksins sýndu af sér þá djörfung fyrir um það bil ári síðan að vara við afleiðingum óhefts flæðis innflytjenda á skömmum tíma.
Nú er þessi umræða komin í nokkuð eðlilegan farveg skoðanaskipta. En auðvitað heyrast öðru hvoru hræsni-eða heimskugól. Þeim fer fækkandi og verða með hverjum degi meira hjáróma.
Hún er sterk síðasta málsgreinin hjá þér Helga mín.
Margir þyrftu að lesa hana yfir í rólegheitum .
Árni Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 05:50
Sæll Jói
þetta var góð grein hjá þér og ég þér algjörlega samála .
Hvað er annars að frétta hjá þér ?
Guðjón Ólafsson, 2.11.2007 kl. 21:52
Ágúst.
það er ekkert að því að vera ósammála á meðan menn geta rætt málin sín á milli.
Það sem þú bendir á varðandi virðisaukalækkunina þetta atriði er mjög gott hjá þér að taka það upp. Vöruverð hefur nefnilega ekkert lækkað heldur frekar hækkað eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu. Vegna samráðs fyrirtækja Bónus og Krónuna ef satt reynist og skildi engum undra það.
Fyrirtæki á við Bónus í matvörugeiranum og fleiri fyrirtæki hafa grafið undan kaupmanninum á horninu með að lækka verið til neytandans tímabundið á meðan þessir kaupmenn geta ekki staðið lengur á móti þeim. Um leið og þeir lokuðu búðum sínum hækkaði bónus verðið til neytenda síðar svona hefur þetta gengið.
Bónus ræður mikið af erlendu fólki í vinnu sem varla getur talað móðurmálið ekki lækkar verðið hjá Bónus með því að borga lægri laun frekar hækkar þeir verðið til neytandans.
Varðandi launaþróun? Síðan sú stefna var tekinn upp hér á landi hjá atvinnurekendum að flytja hér inn fólk á þrælalaunum þá hafa laun ekkert hækkað heldur stórlega lækkað enda svo komið að forystumenn verkalýðsfélaga stefna á tugi prósenta í hækkun launa. Gróði er því tekin í eigin vasa.
Varðandi innflutninga á útlendingum á smánarlaunum mun ekki ganga til lengdar vonandi mun fólkið sjá að sér fyrr enn síðar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.11.2007 kl. 11:22
Helga.
Það er rétt hjá þér það er búið að skrúfa laun niður vegna innflutnings fólki sem eru boðinn bág kjör sem er ekki manni bjóðandi. Þessi umræða er mjög Þörf.
Mjög góð rök hjá þér í þínu bloggi og öðrum og mjög gott að fólk geti haft skoðanir á málum sem tengjast innflutningi á fólki sem ráðið er á smánar kjörum. Ég tel brýna þörf fyrir því sem hér hefur komið fram.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.11.2007 kl. 11:35
Heill og sæll Árni.
Varðandi stefnuskrá Frjálslyndarflokksins varandi útlendingana og það mótlæddi sem flokkurinn fékk, er rétt hjá þér Árni og þau ljótu orð sem voru notuð var ekki sæmandi neinum þegar menn eru að reyna að koma ábendingum á framfærri. Mér fannst þetta snúast í höndunum á ykkur vegna þess að þetta var ekki hugsað til enda. það er mín skoðun.
Þegar ég var í prófkjöri fyrir Alþingiskosningar hjá Sjálfstæðisflokknum þá var ég sá eini sem var með það á stefnu skrá að skilda alla sem fengu hér dvalarleyfi að tala móðurmálið til að geta öðlaðast réttinda til að geta samlagast okkur.
Það voru nefnilega mínir menn sem tóku þetta upp milduðu málið í sínum málflutningi. Ég er hræddur Árni að þessi umræða sem þú bendir réttilega á muni magnast í okkar þjóðfélagi þegar atvinna minkar og atvinna mun dragast saman þá mun þetta sem þú bendir á koma í ljós.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.11.2007 kl. 11:54
Guðjón.
Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.11.2007 kl. 11:57
Mér er nú yfirleitt nokk sama hvaðan gott kemur, og þeim mönnum og flokkum sem núna tala fyrir alvarlegum hömlum á innflutningi útlendinga, verður þakkað síðar. Ekki veldur sá er varar.
Bretar eru hreinlega að missa allt niðrum sig vegna þessa og hafa ekki hugmynd um hverjir eru hér eða hversu margir. Velferðarkerfið er að sligast, heilbrigðiskerfið í molum, skólakerfið löngu sprungið utanaf sér, húsnæðismálin í fullkomnum ólestri og öll fangelsi yfirfull.
Þeim sem halda að ég sé að hrópa úlfur úlfur og gera úlvalda úr mýflugu, bendi ég á að rölta sér niðrí Eymundson og lesa bresku pressuna í rólegheitum yfir kaffibolla, eða skoða hana á netinu ef fólk býr á landsbyggðinni. Þetta er svo margfalt alvarlegra mál en menn virðast almennt gera sér grein fyrir í "góðærinu" á Íslandi.
Þið góðu menn, sem látið þetta ykkur varða; hafið þökk fyrir hugrekkið!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 15:32
Heil og sæl Helga.
Mjög góð rök hjá þér í skrifum þínu. Það er rétt hjá þér að Bretar séu að missa allt niður um sig í þessum innflytjanda málum og ekki má gleyma flótta fólkinu sem hefur komið ólöglega inn í Bretland með ótrúlegum hætti.
þú er ekkert að að hrópa úlfur úlfur mitt mat er að þú eigir að halda áfram að blogga láttu engan hafa áhrif á þig því. Þetta eru þínar skoðanir á þessum málefnum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.11.2007 kl. 17:43
Jæja hér er mikið fjör og sannarlega þörf umræða,,,,ég get tekið undir flest sem hún Helga skrifar en það eru ekki bara Bretar...Danir ...Svíar ,,,Norðmenn,,,,
En eitt vil ég að komi fram ...menn hafa talað um þetta eins og þetta sé eitthvað nýtt....þetta er löngu byrjað hér, nægir þar að nefna Fragtskipin sem sigla flest öll undir hentifána í dag og er áhöfnin (sem að einu sinni var Íslensk) frá öllum þjóðum heims....hef oft tollað í þessum skipum og þar er kannski einn Íslendingur og rest samsuða frá Austurevrópu eða Asíu, þessir menn geta ekki einu sinni talað saman.
ég oft spáð í hvað gerist ef eitthvað kæmi upp í þessum skipum
Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 00:29
Heyr! Heyr!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 00:31
Heill og sæll Einar.
Ég tek undir þín orð þau er öll rétt. Þetta er ekkert að byrja, enn vinnuaflið hefur tröllriðið öll þjóðfélaginu að undanförnu. Nú er líka stór spurning hvenær stofna erlendir ríkisborgarar stjórnmálaflokk til stuðning sínum málstað.
Varandi kaupskipin þá hefur það vandamál verið mjög lengi og Sjómannafélag Íslands barist og bent á þessi mál áratugi áður enn þetta vandamál skaut upp kollinum með allskonar aðferðum. Enn þjóðin var ekki tilbúinn að taka því.
Það er líka rétt hjá þér Helga Guðrún er mjög málefnaleg í sínum málflutningi. Það eru líka fleiri sem hafa hér verið með sínar skoðanir. Mjög málefnalegar umræður tek undir það.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 5.11.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.