Þjóðinni ofbíður frekju þeirra sem stjórna launaþróun fyrirtækja.

Nú berast þær fréttir að bankastjóra Íslandsbanka og Landsbanka sem eru í eigu þjóðarinnar lækki í launum, eftir mikið umtal og þrýsting verkalýðsfélaga og launþega á ofurlauna stefnu ríkistjórna Íslands. Enn fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson greip til þess örþrifa ráðs, eftir viðtals þátt í Silfri Egils þar sem fv bankastjóri Ragnar Önundarson sat fyrir svörum í þessum þætti þegar hann svaraði spurningu hvað væri til ráða varðandi ofurlaun. Hann sagði það væri leið úr úr þessum ógöngum, sem var á þessa leið. Skýring hans var þessi,, segja þessum bankastjórum upp, og bankaráði,skipa síðan nýtt bankaráð og laga reglukerfið með því að búa til starfskjara stefnu með kjörum sem eðlileg væru. Umsóknafrestur væri öllum opinn sem hefðu þekkingu á fjármálum með fullmótaðar launakröfur sem ekki væri hægt að bæta við, nema með samþykki hluthafa og bankasýslu ríkisins. Með þessu væri hægt að lækka laun þessara bankastjóra. Það er ekki eðlilegt að bankastjóri með rúmar 3 miljónir á mánuði fyrir utan hlunnindi? Hugsið ykkur viðbjóðinn hlunnindin sem við vitum ekkert um? Fyrir utan vístölutryggð laun á tímabilinu frá 2017-2019 uppá 7,84%.

Vísitölutryggð laun bankastjóra ríkisbanka.

Ég hélt í sakleysi mínu að þetta fyrirbrigði væri ekki við lýði og hélt að það væri búið að leggja slík niður, síðan eftirlaunalöginn voru sett á árið 2003 í ráðherratíð Davíð Oddssonar, þar sem starfsmenn á vegum ríkisins gætu farið á eftirlaun 55 ára. Í þessum hópi voru forseti Íslands, Hæstaréttar dómarar, ráðherrar, og þingmenn þar sem þessir hópar fengu tugi miljóna í laun fyrir þessa yfirstétt landsins, á sama tíma var láglaunafólkið skilið eftir og lifðu á smánarlaunum, það var í lagi að þeirra sögn, slík var vanvirðing þeirra. Þetta minnir mig líka Ólafslöginn sem kváðu ekki á um upplýsingar skyldu banka og bankaleyndinni.

Vísitölutryggð laun láglaunafólks.

Eftir allar þessar hamfarir, og valdníðslu auðvaldsmanna, sé ég ekki annað fyrir mér enn að vísitölu tryggð launa stefna verði tekinn upp að nýju eftir að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Framsóknarmanna tók hana úr gildi með reglugerð og gerði það án laga með einu pennastriki sem var þess valdandi að kjör lálaunamanna hefur farið þverrandi ár frá ári síðan. Ef þetta færi saman myndi laun haldast í skefjum, og tryggja atvinnurekendum skýrari stefnu að reka sín fyrirtæki með sóma. Það gengur ekki upp að hér starfi fólk á þrælasamningum og það sé samþykkt á hinu háa Alþingi. Setjum lög á ofurlaun, þeir sem sætta sig ekki við það, fari þá burtu og leyfi öðrum að taka við. Enginn er ómissandi ef hann heldur það þá er hann ekki með rétta hugsun. Það er nefnilega barist um ofurlaun hvert sem við förum á Íslandi.

 

 

 


mbl.is Laun bankastjóranna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband