Veiðum tíu sinnum meira af hval.

Nú er ljóst að loðnuveiðar hafi brugðist, og ekkert skrýtið að svo sé, samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og umsagnar Guðmundar Þórðarsonar sem er sviðstjóri botnsjávarlífríkis, þar talar hann um að veiða tíu sinnum meira af hval til að byggja upp fiskistofna,hann telur að hvalur éti sjöfalt það sem fiskveiðiflotinn veiðir hugsið ykkur magnið sem hann étur. Enda var það í byrjun ársins sem fiskiskip voru að fá stóra hvali í nótina og við það rifnaði nótin og í land var stímt til að laga rifna nót með tugi þúsunda kostnaði.

Húfubakur hefur verið friðaður hér við land síðan 1955. Íslendingar voru fyrstir þjóða til að friða hann. Síðan hefur hnúfubakur aukist stórlega og meira segja er hann kominn inn á firði í kringum landið og er þar í miklu æti.Hnúfubakur lifir á loðnu og át hans á fiski hefur aukist um rúm 500 þúsund tonn á síðustu tuttugu árum. Langreyði étur aðallega átu. Megnið af þessu stóru dýrum eru í átu og smærri fiskitegundum og eru í samkeppni við aðra fiskistofna.

Það er viðurkennd staðreynd að hvalategundum eru að stóraukast í hafinu sama hvert litið er. Allar þessar tegundir þurfa æti til að lifa af, það er staðreynd, enn ekki vísindi. Við höfum séð fræðslu myndir í sjónvarpi, þegar hvalur er í nánd við þúsundir tonna af loðnu, hann leggur sporðinn í torfuna sem nær ekki að flýja og slær honum niður, með því nær að drepa hana og opnar síðan kjaftinn sem virkar eins og ryksuga.

Útgerðamenn Væla.

Nú í kvöld var eitt vælið enn, loðnu brestur og tugi miljóna tjón vegna minnkandi tekna fyrirtækja í sjávarútvegi og fólkið notað til að segja við getum ekki farið í sumarfrí. Hugsið ykkur bullið, árið 2003 fór mest af allri loðnu í bræðslu, þá sögðu útgerðamenn ekki neitt og héldu munninum aftur. Þá greip upp græðgi þeirra á þeim tíma, þar sem flotinn gat ekki afkastað öllu. Jú trollið var sett út með þokkalegum árangri að þeirra sögn. Enn trollveiðar eyðilögðu botnríkið sem loðnan hafði sem skjól. Vandamálið er hvölum er að fjölga sér gífurlega um kringum Ísland og étur tugi þúsunda af fæðu og fisktegundum og síðan eru það Trollveiðar sem hafa eyðilagt botnríkið. Veiðum tíu sinnum meira af hval til þess að fiskistofnar stækki og dafni. Jú þorskurinn þarf líka æti,hann lifir á loðnunni til þess að geta lifað af. Þess vegna verður að grisja stofnana. 


Bloggfærslur 21. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband