Varúð hætta á ferðum ökutækja til Keflavíkurflugvallar.

Það er von að fólk taki eftir, þegar bent er á varfærni ökutækja á leið til Keflavíkurflugvallar. Nú vill svo vel til að margir ljósastaurar hafa fallið niður á þessari leið, sem boðar alvarleika við umferð faratækja á Keflavíkurveginum. Ljósa staurarnir liggja niðri með öllu tilheyrandi þar með ljósakúplum sem hafa splundrast við fallið. Ljósastaurinn situr í tilgerðu sæti sem hann situr á,er boltaður niður með hugsanlega 3 boltum með skinnum á milli í raufum sem halda honum föstum. Tveir af þessum boltum eru enn eftir,einn boltafesting er farinn eins og fram kemur á mynd hjá mér. uppi eru getgátur að ljósastaurinn hafi fallið við titring, sem er ekkert óeðlilegt, og um leið losnar herslan á þessum boltafestingum og staurinn fellur til jarðar.

Eftirlit.

Það vekur óhug ökumanna ef eftirlit með þessum ljósastaurum er ábótavant. Þessir ljósastaurar voru settir upp á sínum tíma til að koma í veg fyrir slys. Það var nefnilega rétt ákvörðun að setja upp lýsingu á þessum fjölfarna vegi og hefur það sannað sig. Nú legg ég það til að Vegagerðin kanni tafarlaust alla ljósastaura og festingar séu ábótavant og jafnvel lausar á leið til Keflavíkurflugvallar,til þess eins að fyrirbyggja slys á þessum vegi. Þess vegna bið ég alla sem eiga leið að gæta varúðar á leið til Keflavíkurflugvallar á meðan beðið er eftir eftirliti að ljósastaurar séu í lagi og tryggar festingar.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Jóhann Páll, hættan liggur ekki í boltum, hún liggur í að þessir staurar voru settir upp ólöglega og einungis "frændsemi" kom að öryggismálum á þessum staurum. Þeir eru engan veginn innan staðla, boltar gefa ekki eftir, staurarnir gefa ekki eftir við árekstur og eru í alla staði stórhættulegir. Það væri miklu "öruggara" að rífa þessa staura upp og ekki hafa neina þangað til faglærðir menn koma til starfa í Vegagerðinni og koma upp þeim staurum sem útboðsgögnin fóru fram á. Bara drasl allt saman eins og annað hér á landi.

Eyjólfur Jónsson, 16.3.2015 kl. 18:52

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Eyjólfur Jónsson. Okkur greinir á varðandi þessa bolta, fyrir það fyrsta þá halda fáir boltar þessum staurum. Enn vegna yfir álags og titrings þá geta þessir boltar losnað, þótt það séu skinnur á þeim boltum. Það eitt þarf að kanna betur. Ég er búinn að meta aðstæður, og þær eru ekki góðar að mínu mati. Undirstöður sem halda ljósastaurum hafa gefið sig sem er mjö slæmt. Enn til happs þá féllu þeir inná við í stað þess að falla jafnvel á bílaumferð með skelfilegum afleiðingum. Það er rétt hjá þér það þarf að bregðast við þessu strax. Varandi drasl í þessum staurum veit ég ekkert um. Jú ljósálfur Sjálfstæðismanna barist fyrir lýsingu, það var glæsilegt. Varðandi rétt útboð langar mig að vita betur, þú veist betur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 20.3.2015 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband