Valdbeiting gegn öldruðu fólki.

Eitt af alvarlegustu málum samtímans er málefni Hjúkrunarheimilisins Eir í Grafvarvogi. Málið er enn til rannsóknar eftir rúm 2 ár síðan málið var kært og er enn til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara, og hann mun brátt ljúka störfum og embættið fært undir annað skipurit sem heitir embætti héraðssaksóknara sem átti að taka við þann 1. Júlí 2015 þrátt fyrir það er niðurstaða málsins enn óljós. Málið hefur farið ofurhljótt, ekki neinn vill hjálpa gamla fólkinu vegna fjárhags tjóns og erfiðleika sem það hefur orðið fyrir.Þetta er sama fólkið sem ekki getur og á ekki aur til málaferla, gegn þeim sem sátu í stjórn Eirar á sínum tíma. Um er að ræða aleigu fólks sem það greiddi til tryggingar á íbúðarrétti til frambúðar. Nú vill svo vel til að lofað var í fyrstu að innborgun skildi verða færð til bókar hjá Sýslumanninum í Reykjavík, enn var svikið af fyrrverandi framkvæmdarstjóra Eirar. Nauðasamningar Eirar sem gerðir voru við íbúa eru á annað hundrað í öryggisíbúðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Það er ljóst að eldra fólk á að taka á sig skellinn vegna slóðaháttar þeirra sem sáttu í stjórn á sínum tíma og báru ábyrgð, enn vilja komast undan þeim skell,og því tjóni sem þeir hafa valdið íbúum. Rannsókn var víkkuð út árið 2013 þegar farið var betur ofan í skjöl Eirar þá kom í ljós margt sem þurfti að fara betur ofaní. Aðrir aðilar voru fengnir til að endurskoða reikningsskjöl Eirar og fengu til þess aðeins 50 tíma til að endurskoða gögn.Þegar stjórn Eirar varð ljóst sukkið í bókhaldinu var það viðarmikið.Endurskoðendur óskuðu eftir meiri tíma, enn svar stjórnar Eirar var Nei.Það vítaverðasta í þessu máli eru þeir íbúðareigendur sem lögðu fram ævisparnaðar sinn,sú upphæð skildi greiðast í einu lagi við brottflutning eða við andlát svona hljóðaði fyrri samningur. Við gerð nauðasamnings þá var fyrra samkomulag fellt úr gildi.Um leið var tekin upp ný stefna með samþykki stjórnar. Samkomulagið gengur út á það að afhenta verðlaust skuldabréf til 30 ára og endurgreiðist ekki að fullu fyrr enn árið 2043- 2044, enn vextir eru greiddir með lágum vöxtum ekki vísitölubundnir. Hér er um að ræða eignarupptöku og brot á eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Nýir samningar sem gerðir voru fela í sér leiguform í stað íbúðarréttar sem verður þess valdandi að ellilífeyrir nægir ekki til framfærslu. Nú er spurt hvar eru þetta lýðræðiskjaftæði sem lýðskrumarar hafa beitt sér fyrir að undanförnu? Hafi þið orðið vör við fréttamenn útvarpstöðva, sjónavarps, Kastljós, alþingismanna og ráðherra hafi beitt sér af fullum þunga í þessa svikamillu. Ekki hef ég orðið var við það eða að þessir aðilar hafi borið hag fólks sem ekki getur varið sínar hendur?. Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sem fólk batt miklar vonir við að hún myndi taka á þessu umrædda máli? Í dag,þegar þetta er skrifað eru enn. 2 greinar sem bíða svara í opnum bréfum sem ég stílaði til þín..Það sama á við Morgunblaðið sem tefur að birta greinar og hef ég orðið var við það í mínum skrifum. Allt er þetta þöggun og þátttakendur í að birta og segja ekki frá staðreyndum, því málið tengist vinum og vandamönnum. Enn það er í lagi að brjóta eignarréttaákvæði stjórnarskrárinnar á gömlu fólki án þess að fjallað sé um það sérstaklega. Það væri eins fróðlegt að vita um fleiri hjúkrunarheimili sem eru í vanda þar sem þögn og samþjappað vald ræður. Skuldir Sunnuhlíðar í Kópavogi voru 467 miljónir þann 28 mars 2014 og jukust um 137 miljónir frá árinu áður ekki enn hefur heyrst af því máli? Það er sama hvert litið er svínaríið og sukkið viðgegnst enn í skjóli fréttamanna og stjórnvalda og tengdra einstaklinga sem svínbeygja eldra fólk sem ekki getur varið sig með réttum hætti. Þið fréttamenn og aðrir hljótið allir að sjá þetta svínarí sem hefur verið við lýði í nokkur ár. það er ekki gamla fólkið sem keypti sér íbúðarréttinn er ekki ábyrgðar aðili á greiðsluþrotinu, það er ekki gamla fólkið sem skrifaði undir samþykki sitt að veðsett yrði eign þeirra, það var ekki einu sinni látið vita um stöðu mála eða spurt um leyfi þegar veðsett var. Það eru hinsvegar Reykjavíkurborg, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Mosfellsbær, Seltjarnanesbær, Efling stéttafélag, og Sjómannadagsráð sem bera siðferðilega ábyrgð á greiðsluþrotinu. Eitt er víst svör þeirra sem hér umræðir eru fátækleg og öll á á sama veg. Við berum ekki ábyrgð? Þetta er sjálfseignarstofnun segja fulltrúar þeirra í svörum við erindi sem þeim var send. Enn samt eru fulltrúar skipaðir af þessum félögum. Þið eigið mína skömm.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband