Varðandi verðtryggingu.

Þetta var stærsta kosningarmál Framsóknarflokksins um afnám verðtryggingar. Enn Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist á móti þeim breytingum sem Framsóknarflokkurinn lofaði og kæmist til skilað. Skoðun Frosta Sigurjónssonar á þessu máli eru með ýmsum hætti. Hann bendir á að hún leiðir til hærri vaxta sem er rétt, leiðir til meiri verbólgu sem er rétt. Verðbólga hækki höfuðstól verðtryggða útlána, og um leið hækkun höfuðstóls. Sé færð til tekna hjá bönkunum og lífeyrissjóðum og um leið hækki eigið fé og svigrúm þeirra til peningamyndunar aukist þannig sjálfkarfa, eftir sem árin líða magnist þessar hringrásir. Nú birtist sú skelfilega frétt að Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur tekið ákvörðun um hækkun á vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána Gildis. Breytilegir vextir grunnlána verða 3,35% (voru 3,20%) og breytilegir vextir viðbótarlána verða 4,10% (voru 3,95%). Fastir vextir á grunnlánum verða 3,60% (voru 3,55%) og fastir vextir viðbótarlána verða 4,35% (voru 4,30%). Vextir á óverðtryggðum lánum haldast óbreyttir en þeir eru breytilegir, 6,75% á grunnlánum og 7,50% á viðbótarlánum. Þegar verðbólga er nánast ekki til og hefur verið að undanförnu. Kjör sjóðfélagalána hjá Gildi-lífeyrissjóði eru áfram með þeim hagstæðustu sem bjóðast á íbúðalánamarkaði. Þetta voru skilaboðinn sem ég fékk í pósti frá þeim. Það vill svo vel til að ég er með slík lán hjá þeim uppá 5 miljónir króna sem var tekið 21.10.2003. Nú hef ég greitt af þessu láni alla tíð síðan á gjalddaga afborgun uppá rúmar 40 þúsund krónur á mánuði. Í 12,75 ár. Takið eftir! Sama lán stendur í dag í rúmum 5,3 miljónum króna og uppreiknað í tæpum 10 miljónum króna. Samt eru þessi okurlánastarfsemi enn í gildi, enda gengur fólki illa að greiða slík okurlán upp þar sem allar vísitölur og verbætur séu enn í gangi. Það hefur lengi verið færð rök fyrir því að vertrygging og framkvæmd hennar kunni hugsanlega að vera ólöglög vegna breytna forsenda og mikill óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggingar samt tryggja stjórnvöld bönkum og lífeyrissjóðum vald að bjóða uppá verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára eins og ekkert sé. Álitamál í mælingu og útreikningum eru margvísleg eins og fram kemur í mínu láni sem ég tók fyrir nær 13 árum síðan. Tókum dæmi að sama láni Eftirstöðvar fyrir greiðslu eru rúmar 2,8 miljónir króna. Eftirstöðvar nafnverðs eftir greiðslu rúmar 2,5 miljónir króna. Síðan kemur algjör viðbjóður sem er í raun ráyrkja að versta tagi Sama lán eftirstöðvar með verbótum eftir greiðslu rúmar 5,3 miljónir króna Nú legg ég til að þeir sem hafa kosningarrétt þegar kosið verður næst að hugsa vel áður enn það leggur atkvæðið á þann sem það telur vera þann besta til að tryggja afnám verðtryggingar. Lántakendur geta ekki og munu ekki sætta sig við slíka fjármálastefnu þar sem okurvöktum og Trixum er beitt til að hafa fé út úr fólki í landinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband