Sálarlausir stjórnendur sjómannadagsráðs.

Ein ljótasta saga af samskiptum við stjórnarmenn sjómannadagsráðs var skrifuð laugadaginn 8 júlí 2017 í mbl á bls 25 undir fyrirsögninni,,Eru Hrafnistumenn búnir að gleyma einkunnarorði sínu? Slík er saga af samskiptum við kappa er slíkur að maður er orðlaus eftir að hafa lesið frásögn Sessulilju Bjarnadóttur um móður sína sem er á tíræðisaldri þegar framkvæmdarstjóri Naustavarar Sigurður Garðarsson ætlaði að beita aldraðri konu valdbeitingu með því að skrifa undir samkomulag að falla frá dómsmáli að upphæð 500,000 kr á íbúð sem íbúar höfðu unnið. Slík var harkan að önnur kona var send að Boðarþingi daginn sem Naustavör var búinn að lofa að greiða umrædda kröfu, og ítrekaði hvort hún hefði ekki skrifað undir að samkomulag að falla frá dómi. Gamla konan svaraði,,Ég samþykki ekki að það sé stolið sé af eldri borgurum" hún var meira að segja til að reisa sér tjald á lóð þeirra yrði hún borin út. Þess skal getið þetta er ekki í fyrsta skiptið sem öldruðum íbúum er hótaða að bera út ef þeir vilja ekki samþykkja að falla frá dómskröfu og bótum sem fólkið átti. Eldri konan var ekki að gefast upp þótt hún stæði ein gegn þessum ömurlegum köppum sem beita fólki hótunum slík er framkoman. Enda var hún í uppnámi vegna fráfalls síns elskulega eiginmanns sem ný var látin.

Sjómenn eigum við ekki að taka okkur taki og losa okkur við alla þessa stjórnarmenn frá félögum sem eiga aðild að sjómannasamtökum og eiga fulltrúa í sjómannadagsráði og hreinsa vel til í þessum samtökum. Ég bið ykkur að hugsa þetta vel og láta hendur standa fram úr ermum að siðspiltum forystufélögum okkar. Ég hvet alla að lesa þessa frásögn Sessulilju Bjarnadóttur um aldraða móður sína sem stjórn sjómannadagsráð ætlaði með hörku að stela 500 þúsund krónum sem hún átti rétt á. Ömulegir fulltrúar sjómanna í stjórn sjómannadagsráð lítið ykkur nær áður enn ráðist er gegn fólki sem ekki getur varið sínar hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Ágætta fólk. Fór á skrifstofu Sjómannafélags íslands í morgun út af þessum skrifum, þar sem ég lýsti skoðunum mínum á þessum máli. Stjórnarmaður sagði við mig að þessi skrif væri ekki rétt, enn viðurkenndi að mistök höfðu verið gerð í gamla samningi. Nú væri búið að gera nýjan samning, þeir sem vildu ekki ganga að nýja samninginum gætu þá farið. Þá spurði ég hvað kostar leigan á mánuði svarið væri 250 þúsund krónur á mánuði. Ég spurði hver getur borgað 250,000 á mánuði, jú hann viðurkenndi það enn rekstur væri á O sem sagt góðgerða samtök sem sjómanndagsráð er að reka þessi heimili á. Ekki ég sem sjómaður gæti tekið umrædda 3 herbergja íbúð á leigu þegar ég hætti, því ellilaun myndu ekki duga fyrir leigunni þá ætti ég eftir að framfleyta mér. Ég spyr hvað er í gangi kallar þetta ekki á sterka umræðu um þessi mál.

Jóhann Páll Símonarson, 10.7.2017 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband