Þökk sé Gylfa Sigfússyni fyrir frábært starf á vegum Eimskipafélags Íslands.

Það er ekki á hverjum degi þegar starfsmenn Eimskipafélag Íslands kveðja forstjóra sinn og slíkan persónuleika að guð náð. Síðasti starfsdagur, Gylfa Sigfússonar er í dag 31 desember 2018 eftir rúm 10 ár í mjög erfiðu starfi sem forstjóri og allri þeirri vinnu sem hann hefur lagt á sig dag og nótt að styrkja og efla Eimskipafélagið að nýju eftir hrun. Eftir að góðu, gömlu og traustu fyrirtæki óskabarn þjóðarinnar var rænt að nóttu til í skjóli útveggja sem ekki neinn máti vita af, þeim vítaverðum gjörðum sem voru framkvæmdar af vanstilltum félögum sem gerðu ekkert annað enn að taka yfir ýmiss fyrirtæki yfir eins og Eimskip sem lítið dæmi um óheiðarleika. Búta það síðan niður í parta. Yfirtóku áður Landsbankann sem síðan fór á höfuðið og, tugi miljarða fluttir frá Landsbanka Íslands yfir í Straums Burðarás fjárfestingarbanka , sá banki var líka gerður upp og allir sem áttu fé hjá þessum félögum töpuðu því. Þvílíkir glæfraspilarar sem ég hef orðið vitni af og aldrei kynnst þvílíkum ömurlegum fjár glæframönnum, á sama tíma á hann tugi miljarða í sjóðum hugsanlega í skattaskjólum og segist vera búinn að greiða allar sínar skuldir. Slíkur er málflutningur hans sjálfs.

Gylfi Sigfússon tók við Eimskipafélaginu sem forstjóri árið 2008 þegar félagið var komið í gjörgæslu Landsbanka Íslands og átti ekki fyrir daglegum rekstri. Það var nefnilega Gylfi Sigfússon sem hafði fundi með starfsmönnum í hverri viku og lét starfsmenn vita um stöðu mála. Mikil drengur þar á ferð, enda þegar Gylfi bað starfsmenn að spara þá var það gert af frjálsum og fúsum vilja, meira að segja engu var hent heldur margnotaður pappír, slíkur var samtaka máttur allra starfsmanna. Það vill gleymast hjá fólki þegar maður eins og Gylfi sem hefur víðtæka reynslu og þekkingu á viðskiptum erlendis og hér heima, það var hann sem þekkti góða menn í USA sem hann fékk þá til samtarfs með mikið fé og kom Eimskipafélaginu á réttu brautina á ný.

Í tíð Gylfa Sigfússonar hefur félagið stækkað og stækkað búið að kaupa til baka þær eignir sem voru seldar fyrir skuldir og keyptar til baka fyrir tugi miljóna, ef ekki miljarða króna, endurnýjun á nýjum tækjum fyrir miljarða 3 ný skip í smíðum og þau munu verða þau stærstu í sögu Eimskipafélagsins. Nýir kranar og einn sá stærsti á leiðinni og verður settur upp eftir áramót í Sundahöfn. Slíkur er krafturinn hjá Eimskipafélaginu undir stjórn Gylfa Sigfússonar. Samt er þessi árangur ekki nægur fyrir hluthafa, þeir vilja meira og meira fé til sín slík er græðgi hluthafa og þeim til vansa. Enn svona er lífið á markaði og spurning hjá Eimskip hvort ekki væri betra að gera upp við hluthafa og hætta með að setja félagið á markað á meðan fyrirtækið er að stækka. 

Nú líður af starfslokum hjá frábærum einstakling sem hefur sýnt það og sannað að hann hefur verið stoð og stytta okkar Eimskipafélags manna og hluthafa. Staðið sig með glæsibrag sem eftir er tekið. Hann á heiðarskilið fyrir sín störf á rúmlega 10 ára ferli í ólgu sjó. Topp forstjóri sem margir eigendur fyrirtækja vilja fá sem næsta forstjóra.

Við kveðjum þig með tár í vöngum. Njóttu nú þess að vera þú sjálfur á næstu árum með þinni elskulegu og glæsilegri konu og börnum ykkar. Eitt er víst slíkur forstjóri eins og Gylfi Sigfússon er vanfundinn persónuleiki. Gleðilegt ár og við þökkum þér samveruna á liðnum árum.

Jóhann Páll Símonarson. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband