Þyrlusveit landhelgisgæslunar og björgunarmenn. Menn ársins árið 2018.

Undanfarið hafa verið skoðunar kannanir á útvarpstöðvum landsmanna á Manni ársins. Landinn er svo klikkaður í sínum skoðunum og niðurstöðum varðandi hver eigi að vera í raun Maður ársins?. Upp í huga mínum hlýtur það að vera snarklikkaða fólks sem telur Báru á Klausturbar hafa unnið þrekvirki á hinum blauta Klausturbars, þar sem þingmenn gerðu sér glaðan dag,og mat þeirra að Bára á Klaustur hafi unnið þrekvirki að þeirra mati. Ég spyr fyrir hvað hefur þessi Bára á Klausturbar unnið fyrir, ekki neitt að mínu mati?, nema að vera hugsanlegur lögbrjótur við lög landsins? eigum við sem þjóð að verðlauna slíka lögbrjóta? Nei við skulum líta fyrst í okkar barm áður enn við dæmum aðra.

Það sem skiptir máli er þau þrekvirki að bjarga mannslífum og fólki í bráðri hættu um líf og limi. Hugsið ykkur nú ef þið sem spólið til baka. Hvað skyldi þessir aðilar sannkallað björgunarfólk sem bjargaði illa slasaðu fólki við Núpsvötn fyrir stuttu og kom þeim til hjálpar og þeim sem lifðu þetta hörmulega slys af. Þar voru 3 þyrlur notaðar við verkið, 2 að flytja fólk af slys stað og önnur í að leiðbeina.

Annað tilvik þegar m/s Fjordvík strandaði á leið inn til Helguvíkur í vondu veðri og leiðinda sjólagi þegar 15 mönnum var bjargað úr sjávarháska og sigmaður þyrlunar og þyrluflugmenn unnu þrekvirki að bjarga mannslífum. Ekki nóg með það sigmaður þyrlunar Guðmundur Ragnar Magnússon rifbeinsbrotnaði þegar nær öll rifbein brotnuðu þegar hann skal með síðuna á stálkassa í rokinu þegar hann seig niður til að bjarga mannslífum og stjórnaði aðgerðum á meðan hann var með brotin rifbeins, þrátt fyrir mikinn sársauka og kvalir innvortis.

Jú hann lét sig hafa það sama hvað það kostaði líf hans sjálfs. öllum sjómönnum og hafnarlóðs var bjargað í þyrluna samtals 15 mönnum sem áttu sitt líf undir þessum frábæru þyrluflugmönnum og sigmanni sem stofnaði lífi sínu í hættu ásamt þyrluflugmönnum sem sýndu það í verki eina ferðina enn að þeir eru frábærir og allt það björgunar fólk sem kemur að þessum málum. Ef það er ekki afrek ársins að bjarga fólki úr sjávarháska, slysum, veikindum, eða öðru. Þá er illa farið fyrir þá sem vita ekki eða hafa þurft að leita eftir slíkri hjálp. Kjósum þyrluflugmenn, Sigmenn og björgunarfólk menn ársins 2018.


mbl.is Bjargaði öllum með brotin rifbein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband