Er neyðarfundur hjá ríkistjórn Íslands.

Það berast alvarlegar fréttir að staða WOW sé miklu verri enn var talinn. Hluti af stjórnaliðum var kallaður heim snögglega til að fjalla um málið. Fregnir erlendis segja að farþegar krefjist tryggingar sem er í raun ekkert athugavert við það. Hinsvegar er það alvarlegar fréttir að allt sé að fara andskotans til vegna verkfalla verkalýðsfélaga á hendur Hótel eigendum. Ég spyr mig er væntanlegt hér einn mesti skaði í íslensku samfélagi? Ef WOW verður gjaldþrota vegna skulda sem þeir ráða ekki við. Sjálfsagt nú í kjölfars þessara frétta, þá tel ég allar lánaralínum munu lokast og eigendum WOW verði gert að staðgreiða allt, þá er átt við olíu,neysluvörur,lendingargjöld, og laun starfsmanna sem dæmi. Enn hverjir eru hugsanlega stærstu lánadrottnar WOW á Íslandi" Getur það verið Arion banki, fjárfestingar félög, lífeyrissjóðir í eigu sjóðsfélaga, hluthafa sem keyptu hlutabréf og miklu fleiri sem eiga stórar kröfur inni hjá WOW. Nú skulum við skoða hvernig þetta allt fer. Enn verði WOW gjaldþrota, þá mun það verða einn stóri skellurinn eina ferðina enn sem þjóðinni mun fá beint í andlitið, og ég tala ekki um ef lífeyrissjóðir okkar eiga í þessu félagi. Þá tel ég verulega hættu á því að til skerðingar á lífeyri muni vera að veruleika því líkar fréttir, enn vonum að WOW muni standast áfallið.


mbl.is WOW air fær mánaðarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband