Fisveiði auðlindir eru í dag í eigu útgerðamanna.

Enn er logið af okkur Íslendingum að allar fiskveiðiheimildir séu og eru í eigu þjóðarinnar. þannig hélt ég að það væri og ætti að vera. Samkvæmt fréttum nýlega bárust þær hörmulegu fréttir frá Grímsey að búið sé að selja eina af öflugustu útgerð í Grímsey sem fyrirtækið Borgarhöfði átti.Samkvæmt upplýsingum þá var það Íslandsbanki sem gekk að fyrirtækinu dauðu til að tryggja sig fyrir veðkröfum sem það átti í umræddu fyrirtæki frá hruni,sem var vegna gengistryggða lána á sínum tíma,sem mörg voru dæmd ólögleg af dómstólum eins og allir muna vel eftir. Hverjir skyldu nú hafa yfirtekið umræddan kvóta með leyfi Íslandsbanka frá íbúum í Grímsey. Hverjum dettur ykkur það í hug,jú auðvita loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði sem yfirtóku kvótann. Verð fæst ekki uppgefið vegna viðskipaleyndar mála, Ha Ha er ekki allt í lagi. Hvað er verið að fela?

 Eru fiskveiðiheimildir ekki í eigu þjóðarinnar?

Hvernig er hægt að selja aflaheimildir sem eru ekki í eigu útgerðar sem ég hélt að þjóðin ætti?, sem nú er notuð enn og aftur sem söluvara. Kvótanum er hinsvegar úthlutaða frá ári til árs eins og stendur í lögunum. Þrátt fyrir það er hann leigður út til útgerða fyrir miljónir eða miljarða og útgerðamaðurinn sem leigir umræddan kvóta, þarf ekki einu sinni að hafa fyrir hlutunum. Eina sem hann gerir er að fá sér sé sveran vindill og glas af bjór eða víni, eina sem hann þarf að gera. Er kanna hvort miljarðarnir séu komnir inn á reikning hans?. þetta ástand er geggjað og verður að stöðva tafarlaust, það er ekki nokkur spurning að Alþingismenn verða að bregðast við þessu hörmulega ástandi, með því að stöðva með öllum tiltækum ráðum slíka háttsemi. Eftir sitja íbúar í Grímsey atvinnulausir og hafa jafnframt ekki í önnur hús að vernda. Aflaheimildir og atvinnu-tækifæri fólksins fóru burtu á einni nóttu án þess að íbúar voru hafðir í ráðum. Slík eru fanta brögðum sem eru stunduð af mönnum sem hafa ekki neina samvisku fyrir einum né neinum, nema sjálfum sér sem við köllum græðgi af verstu gerð. .

            Íslandsbanki

Samkvæmt gögnum skulduðu þrjú útgerðafélög Í Grímsey rúmar 3 miljarða króna í upphafi ársins 2015. Stuttu áður afskrifaði Landsbankinn árið 2011. 20 þúsund miljónir af útgerðamanninum Guðmundi kenndur við Brim niður, já afskrifaðar,það gerði hinsvegar ekki Íslandsbanki hann gekk hart fram og kom fyrirtækinu í þrot, stað þess að fá tekjur reglulega af þessu fyrirtæki. Enn hann var hinsvegar fljótur að vina væða söluna til stóra viðskipaaðila á Fáskrúðsfirði. Ég legg það til að allar aflaheimildir verði innkallaðar með lögum og frjálsa framsalið verði stöðvað án tafar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, Það var varað við þessari þróun. Ég viðurkenni alveg að hvað ég var vantrúaður, ég hélt að viðskiptafólk væri ekki svona miklir mannhatarar, en raunin er önnur!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.10.2019 kl. 21:08

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi Þór Gunnarsson.Þetta er staðreynd sem útgerðamenn fela. Þekkur útgerðamaður sem ég spurði og sagði við hann þið eigið ekki kvótann. Jú við eigum hann sama hver segir. Guðmundur í Brimi er kominn inn í kvóta hjá smábáta, sjómönnum sem eru líka að selja. Jú að græða og skila síðan fólkið eftir. Frjálsa framsalið taka það og setja ný lög um bann að framselja kvótann

Jóhann Páll Símonarson, 31.10.2019 kl. 21:44

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já Jóhann, ég hef oft velt því fyrir mér hvort það væri ekki alveg eins gott að vera í Evrópusambandinu!

Svo fannst mér það grátlegt að geta ekki sem ungur maður stofnað útgerð, en ég og bróðir minn reyndum það. :-(

Helgi Þór Gunnarsson, 1.11.2019 kl. 19:39

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Sæll Helgi Þór Gunnarsson. Evrópusambandið myndi taka allan kvótann af okkur. Því þeir myndu hafa sama rétt og við að veiða besta fisk í heiminum. Með hryllilegum afleiðingum. Við munum útfærslu á landhelginni og allt það stríð sem við hófum gegn Bretum.Og breskir sjómenn urðu  atvinnulausir Nei takk segi ég. Sama sagan það kemst ekki neinn inn í kvótakerfið eins og það er uppbyggt núna. Skil það vel að menn séu ekki sáttir að geta ekki farið til veiðar án þess að spyrja um leyfi.

Jóhann Páll Símonarson, 4.11.2019 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband