STJÓRNARSLIT

Veiðar á Hrefnu í atvinnuskyni var heimilað í gær, leyft verður að veiða 40 dýr á þessu sumri. Það er eðlilegt að íslendingar nýti sér allar þær veiðar sem hafa skaðað íslenskan sjárvarútveg síðan hvalveiðar voru aflagðar. Enda hefur hvalastofninn margfaldast síðan og sér ekki högg á vatni þótt, 40 dýr séu veidd til sjálfbærar nýtingar. Við ættu frekar að hefja hvalveiðar sem fyrst áður enn þessi tegund verður búinn að éta okkur útá gaddinn þessi tegund étur þúsundir tonna af þorski sem lítið dæmi.

Enn það stendur ekki á mótmælum hvalaskoðunarmanna og annara öfgasamtaka, sem gera út á að villa fyrir fólki og komast upp með það vegna þekkingarleysis og upplýsingarskorts á þessum málum. Ég veit ekki betur þegar ferðafólk kom hingað fyrir nokkrum árum þá voru i boði skoðunarferðir upp í Hvalfjörð og var miklið aðsókn ferðamanna að kynna sér lifnaðarhætti Íslendinga.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar er andsnúinn þessum veiðum og í sama streng tekur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er óánægður með ákvörðun Einars K Guðfinnsonar sjávarútvegsráðherra að heimila veiðar á 40 Hrefnum. Samfylkingarfólk tekur undir orð formannsins að Einar hafi ekki haft heimild að gefa út þetta leyfi. Ég tel þetta vera töluverðan ágreining þegar formaðurinn er mjög ósáttur hvernig að þessu er staðið þannig lýsir hún því. Getur það verið að þetta sé leikaraskapur að hálfu Samfylkingarmanna, eða er þetta hrein og bein alvara?.

Ég tel að Sjálfstæðismenn geti ekki lengur staðið undir svona vinnubrögðum dag eftir dag. Það má ekkert gera Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra er á móti öllu. Berst gegn álveri í Helguvík með öllum tiltækum ráðum. Hugsanlega á Bakka gegn því að fólkið geti lifað í þessu landi vegna sinnar öfgastefnu. Það eru fleiri sem eru með sömu skoðun og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki starfað með þessum flokki lengur, sem er á móti framförum í þessu landi Sjálfstæðismenn munu ekki sætta sig við þessi vinnubrögð . 

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband