Þjóðin hafði betur gegn óvinum.

Þjóðin hefur kveðið upp sinn útskurð þar kom fram að rúmlega helmingur er fylgjandi að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni sem er rétt ákvörðun. Þessi skoðun er afdráttarlaus og fer ekki á milli mála hvað þjóðin vill. Hins vegar þeir sem eru á móti í raun, ekki margir þegar málið er skoðað betur. Tökum dæmi með suma af Sjálfstæðismönnum, flesta ef ekki allir frá Samfylkingu þar á meðal Dag B Eggertsson sem er með skýran valkost burtu með flugvöllinn. Síðan komum við að Vinstri Grænum þau eru á móti. Framsóknarflokkurinn er á móti flugvellinum í Vatnsmýrinni. Ólafur F Magnússon er sá eini sem er með skýra stefnu í þessum málum. Þótt mér hafi fundist hann verið að bugast á sínum tíma í afstöðu sinni. Enn hann hrósar sigri með sinni afstöðu og hún verður ekki tekið frá honum.

Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn hefur barist fyrir því að hann verði færður á Löngusker eða upp á Hólmsheiði. það er með ólíkindum hvernig Framsóknarmenn standa að sínum málum, með þessum rökum að vilja flugvöllinn burtu hvað sem það kostar. Framsóknarflokkurinn var ekkert að hugsa um atvinnutækifærin, sem þarna lágu undir, eða hugsa um fólkið sjálft sem býr í Reykjavik, og stundar þar atvinnu og borga skatta til síns sveitarfélags sem er Reykjavík. Framsóknarflokkurinn var ekkert að hugsa um landsbyggðina, sem þarf að komast leiðar sinnar. Það sama á við Samfylkinguna, Vinstri Græna, og að síðustu hluti af Sjálfstæðismönnum sem vilja það sama og hinir flokkarnir í borgarstjórn. Því miður að borgarfulltrúar skuli ekki sjá að sér í þessum máli. Þrátt fyrir stöðug mótmæli þjóðarinnar þá virðist borgafulltrúar vera út og suður í sínu málflutningi. Eitt stendur uppi flugvöllurinn á að standa til 2016 hvað sem öðru líður. Það mun koma í ljós þegar þjóðin hefur kveðið upp sinn útskurð í kosningum á næstu árum því þessi baráta mun harðna hvað sem hver segir.

Af hverju vilja Sjálfstæðismenn, Samfylking, Vinstri Grænir, Og Framsóknarmenn ekki koma með þá tillögu að færa alla starfsemi Háskólans í Reykjavík upp á Hólmsheiði og byggja þar flott og gott Háskólatorg þar sem næg bílastæði væru til handa öllum og þeir gætu vel við unað. Stað þess að setja undir sig bestu staði í Reykjavík þar sem við íbúar viljum lifa með flugvöllinn í nánd. Flott hugmynd ef borgarbúar vilja færa sig um set í borgarkerfinu. Og láta síðan námsmenn njóta sín með fjöllin í baksýn af hverju ekki. Við getum ekki aukið umferð til Reykjavíkur lengur því vegakerfið mun ekki þolað það. Hins vegar ef við færum Háskólann burtu úr Reykjavík uppá Hólmsheiði er ég viss um að aðstaða þeirra mun batna og fólk úr nágranabæjum mundi fagna þessum hugmyndum.   

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi.Því miður skil ég ekki þessa sífeldu umræðu um flugvöllinn hann á að vera á sama stað til 2024 að minnsta kosti,er þetta til komið vegna skorts á fréttum því þetta er einhver þörf hjá stöð2 að rugla svona í fólki.Þú nefnir Ólaf Magnússon flokkslausa Borgarstjórann hefur hann eitthvað um málið að seigja hann verður löngu hættur í Borgarstjórn?Þegar til kasta kemur verður kominn hópur fólks sem leggur ekki sama mat á málin.Það sem ég verið mikið í útlöndum verð ég að keyra 25-40 mín til að komast á flugvöll og miða ég við miðbæinn t.d.Kaupmannahöfn,London,Osló,Stokkhólm Berlín,Muncen.Þannig að mér er sama hvar þessi flugvöllur er og það þarf ekki að segja að hann verði að vera þarna út af heilbrygðiskerfinu því það er hægt að setja þyrlupalla við spítalana eins og er í Fossvoginum við hjá Landhelgisgæslunni flytjum meiri hluta sjúklinga í dag.

Guðjón H Finnbogason, 26.5.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðjón.

Þá má vel vera að þú sjálfur sért orðin þreyttur á þessari umræðu. Enn það er stórhluti manna á landsbyggðinni sem er ekki sáttur með þessa afstöðu.

Hvort að Ólafur eða aðrir borgarfulltrúar verða hættir veit ég ekki um, enn sumir verða ekki lengi í borgarmálum eftir næstu kosningar..

Varandi þessa sífeldu umræðu. Þá vil ég benda þér á það er fullt af arkitektum sem vilja græða og vilja þennan flugvöll burtu. Og kaupa þessar skoðanakannanir, til að villa fyrir fólki. Þess vegna verður að taka á móti þessum öfga lýð sem ætlar að fótum troða þjóðinni. Það er gert með því að blogga og sýna andstöðu í málinu. Ég er nefnilega einn af þeim sem er á móti að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.

Ég mun ekki trúa því að þér sé sama um þessa hluti. Frekar ert á móti þessu rugli dag eftir dag.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.5.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband