Dómara Skandall.

Það verður að segjast að Eyjólfur M Kristinsson dómari missti tök á leiknum og ekki voru línuverðir burðugir þegar átti að flagga þegar brotið var á leikmönnum, ekki einu sinni þegar var um peysu tog að ræða og sást greinilega. Þessi leikur var arfa slakur að hálfu Frammara sem voru mjög lélegir og pirraðir út í sjálfan sig. Samspil manna var ekkert, leikmenn sendu boltann framá völlinn þar sem Breiðabliksmenn náðu boltanum og spiluðu Frammara sundur og saman í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var þó skárri enn pirringur hélt áfram og varð til þess að undir lok leiksins að menn voru komir í slagsmál út af engu. Sem varð til þess að stuðningsmenn Framara urðu vonviknir yfir leikaðferðum sinna manna.

Dómari leiksins og línuverðir eyðilögðu leikinn með sinni arfa slöku dómsgæslu, og væri nú ágætt að þetta dómara sett færi nú í endurmenntun. Það er mín skoðun að Þorvaldur Örlygsson skoði sinn gang og láti þessa ungu drengi sem hafa verið á varamanna bekknum hjá honum spila meira því þeir hafa sannað sitt gildi að vera í fremstu röð leikmanna.

Það ólíðandi hjá mínum mönnum leikmönnum Frammara að koma svona fram eins og þeir gerðu í kvöld með að fá gul spjöld út af tómri þvælu. Það er lámarks krafa sem ég geri til ykkar að þið séuð prúðir leikmenn og félaginu til sóma, þótt dómara tríó hafi misst tók á þessum leik.

Ég legg það til að öll slagsmál sem verða á leikvelli verði skoðuð af aganefnd. það gengur ekki upp að leikmenn taki völdin á vellinum þótt dómari leiksins Eyjólfur M Kristinnson og hann tríó hafi eyðilagt leikinn í heild. Það afsakar ekki það að slást út af engu. Leikmenn Fram hafið skömm mína fyrir ykkar leik þið voru lélegir og pirraðir.  Ég vil ekki sjá svona leik aftur.

Jóhann Páll Símonarson. 


mbl.is Fyrsta þrennan dugði ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Sæll Jóhann

 þetta var erfitt hjá okkur og mikið gekk á en ég get ekki alveg tekið undir það að strákarnir hafi ekki verið félaginu til sóma. Þeir jafna leikinn með gríðarlegri baráttu og notuðu öll trikkin í bókinni.Einhverjir fóru yfir strikið en nota bebe hinir voru ekkert skárri og ef við færum að vera inni á vellinum sem einhverjir skátar 3-0 undir hefðum við tapað þessum leik stærra. En það er rétt hjá þer að dómarinn missti tökin og menn verða að passa sig á því að láta skap sitt ekki hlaupa með sig í gönur. Að mínu mati gerðu Blikarnir það, þess vegna misstu þeir leikinn í jafnteflli og máttu þakka fyrir það að lélegur dómari leiksins bætti við 3 mínútum í stað 6 því þá hefðum við einfaldlega unnið.

Framkveðja.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 17.8.2009 kl. 01:28

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Það er mín skoðun að þetta hafi verið lélegasti leikur okkar manna, ég hélt að þeir væru farnir úr þessu gamla fari. Enn þeir komu illa undirbúnir í þennan leik pirraðir. Og koma sér í þá stöðu að fá spjöld að óþörfu finnst mér ólíðandi.

Dómarinn og allt hans föruneyti var til skammar þeir eyðilögðu leikinn.

Upp úr því byrjaði eitt sem leikmenn eiga ekki að gera að taka leikinn í sínar hendur og vilja stjórna hvernig á að dæma leik og brot.

Ekki síst þjálfari okkar sem á nú að vera andlit okkar hann sjálfur lét andstæðinginn teyma sig í sömu gildru.

Ég var stoltur af okkar mönnum í síðasta leik enn nú var hann ömurlegur, það er mitt mat á þessum leik sem fyrrverandi leikmaður Fram.

Þorvaldur verður að hleypa þessum ungu drengjum að. það hefur sannað sig í sumar að þeir hafa staðið undir sínu, þeir sem standa sig illa í leik eiga að byrja á bekknum.

Með Frammara kveðju

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.8.2009 kl. 06:10

3 Smámynd: sterlends

ég hélt að "óheflaðar og dónalegar persónulegar árásir" væru ekki leyfðar á þessari síðu!? Hvers á dómarinn að gjalda? Það er ekki honum að kenna ef Framarar skíta í brók

kv. Stefán Erlendsson, Keflavík

sterlends, 17.8.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán Erlendsson.

Ég er búinn að lýsa þessum leik með heiðarlegum hætti, það er rétt hjá þér Frammar voru arfa slakir undan verður ekki vikið.

Enn dómara tríóið á að fara í endurþjálfun því þeir geta ekki dæmt leiki því þeir valda ekki sínu hlutverki..

Eins og ég hef bent á leikmenn eiga ekki að taka leikinn í sínar hendur.

Mér leiðist þetta skíta tal. Stefán talaður bara frá þínu hjarta skíta tal skilar engu.

Málefnaleg rök skila því sem til er ætlast.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.8.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband