Nú á að græða á þjóðinni.

Nú ætla fyrirtækið Reykjavík Excursions eða öðru nafni Kynnisferðir sem hafa yfirburði á þessum markaði í formi þeirra tækja sem þeir hafa yfir að ráða. Eins og allir vita hefur þetta fyrirtæki tekið að sér að flytja farþega sem ætla í flug til Keflavíkurflugvallar ásamt fleiru sem þeir hafa tekið að sér, og meira að segja tekið að sér að fara með útlendinga í skoðunarferðir um Reykjavík fyrir 4,000 krónur á mann. Nú vill svo vel til að fenginn var bíll að láni hjá þeim fyrir samgjarnt verð til að bjarga málum í stuttan tíma. Þegar bifreiðin kom á staðinn þá urðu farþegar ánægðir að geta komist yfir Múlahvísl, enn þegar farþegar voru í þann mun að fara inn í þessa sér útbúnu bifreið, þá kom babb í bátinn. Því eigandinn vill fá hærra verð fyrir þessa þjónustu. Þess skal getið það er þjóðin sem borgar þetta frá okkur öllum, þess vegna eru þessir menn fésugur í skjóli þess vanda sem er gífurlegur og ætla að nýta sér neyð annar sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Ég hef fjallað um þetta sem sannar græðgi ferðaþjónustuaðila sem ætlar engan enda að taka, nema að ferðafólk hætti viðskiptum við þessa menn sem stunda okur á ferðamönnum sem koma til landsins.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Karpað um rútukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Er þetta rétt farið með hjá þér Jóhann að búið hafi verið að semja um verð sem þeir hafi síðan ætlað að hækka á síðustu stundu?

Landfari, 13.7.2011 kl. 23:30

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Landfari.

Ég hef ætíð ekki vilja leggja nafn við menn eins og þig eða aðra sem þora ekki að koma undir nafni. mér finnst það lámarks krafa sem ég geri til þín eða aðra að þeir skrifi undir fullu nafni.

Ég spyr af hverju komu síðan aðrir í verkið? Ekki komu Kynnisferðir sjálfviljugir í verkið er það?

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.7.2011 kl. 00:09

3 Smámynd: Landfari

Það er athyglisvert þegar menn leggja meira uppúr því hver segir hlutina en hvað þeir segja.

Var það ekki Jón Hrak sem hugði sannleik ei hóti betri hafðan eftir Sankti Pétri, heldur en sú hending tækist að húsgangurinn á hann rækist.

Mér finnst meira virði að menn séu málefnalegir en þú stjórnar náttúrulega þinni síðu, það er ekki spuring. Nafnið mitt er hinsvegar á minni síðu og er ekkert leyndarmál.

En þú hefur semsagt ekkert fyrir þér í því að þeir hafi einhliða hækkað verðið eftirá annað en að þeir mættu á svæðið, eða hvað?

Landfari, 14.7.2011 kl. 09:21

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Landfari það nafn sem þú gengur undir enn heitir öðru nafni sem þú gefur upp ofar á þinni síðu.

Fyrir það fyrsta þá ég haft það fyrir vana að fara rétt með staðreyndir og hef þær skoðanir fyrir mig, þótt aðrir séu ekki sáttir við þær skoðanir eins og þér sjálfum sem mér virðast fara fyrir brjóstið á þér.

þú svarar mér hinsvegar ekki þeim atriðum sem ég spyr þig um. Ég tel mig vita nokkuð um þetta tiltekna mál. Þér til fróðleiks þá var það góða fyrirtæki Sterna sem tók að sér að flytja fólk yfir ána. Eftir rútan hafði farið á hliðina og sjá um þá þjónustu þar til vegagerðin tók faratækið yfir af leiguaðilum.

Jóhann Páll Símonarson  

Jóhann Páll Símonarson, 14.7.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband