Krafist er opinberar rannsóknar.

Ég fagna skrifum Morgunblaðsins og sérstaklega faglegri umfjöllun Egils Ólafssonar sem fjallar með fagmannlegum hætti um starfsemi Eirar. Þar sem Sigurður Hólm Guðmundsson íbúi lýsir alvarlega stöðu sinni, hvernig fyrrverandi stjórnendur Eirar hafa leikið á hann með því að veðsetja eignir Eirar án samþykkis íbúa sem höfðu greitt sinn íbúðarrétt. Enn ég sakna sem áskrifandi að ekki skuli þessi umfjöllun verið í blaðinu . það má vel vera að Morgunblaðið sé að bregðast við nútíma tækni, enn eftir situr fólk sem hefur ekki aðgang að tölvum og missir þar af leiðandi af þessari umræðu.

 Fulltrúaráðið hvar voru þeir?

Fulltrúar Eirar skipa 34 menn og eru þeir þannig valdir: Aðilar að stofnuninni skipa hver um sig 3 menn og 2 menn til vara til setu í fulltrúaráði, nema Reykjavíkurborg sem velur 7 fulltrúa og 4 varafulltrúa. Skipunartími fulltrúa er fjögur ár, en aðilar er jafnan heimilt að skipta um fulltrúa sína.

Hlutverk fulltrúa ráðsins er að:

a) fylgjast með rekstri og vera tengiliður á milli stjórnar og þeirra aðila sem standa að stofnunni,

b) kjósa stjórn og 2 skoðunarmenn reikninga til tveggja ára,

c) setja stofnuninni þær reglur sem nauðsyn krefur,

d) ákvarða þóknun stjórnar.

a) fylgjast með rekstri og vera tengiliður á milli stjórnar og þeirra aðila sem standa að stofnuninni.

Samkvæmt .

Nú vil ég varpa þeirri spurningu fram. Fengu þessir fulltrúar allar þær upplýsingar sem voru til staðar.

Vissu þessir fulltrúar að vanda Eirar?

Er þeim kunnugt um 350 miljóna króna veðsetningar Eirar á 2 veðrétti að Hlíðarhúsum 7. 112 Reykjavík sem voru samþykktar af stjórn Eirar sem var veðsett hjá Sýslumanninum á Sauðakrók árið 2010.  Þessum spurningum er ósvarað enn.

 Nauðarsamningar.
Nú fer ný stjórn framá að gerðir verði nauðarsamningar sem eru tilbúnir til undirritunar og fyrirhugað er að láta fólkið hafa skuldabréf til 30 ára með 3,5% vöxtum með tryggingu fyrir því sem fólkið hafði greitt fyrir sinn íbúðarrétt. Vextir af skuldabréfunum eiga að greiðast 2 sinnum ári. Enn þessi skuldabréf eru í raun verðlaus, því ekki neinn fjárfestir vill kaupa skuldabréf sem eru í raun handónýtt því þau eru aftast í veðröð. það verður að segjast svona hugmyndir að reyna með öllum tiltækum ráðum að valtra yfir þá sem ekki geta varið sínar hendur með óbilgjörnum skuldabréfa útgáfu, sem eru verðlausir pappírar og til skammar, fyrir þá sem tóku þessa ákvörðun. Kröfuhafar eru 5 lífeyrissjóðir, einn af kröfuhöfum er Virðing hluthafa Virðingar eru Friðjón Rúnar Sigurðsson með 11,15%, Lífeyrissjóður Verslunarmanna með 9,99%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn með 9,83% Stafir lífeyrissjóður með 9,83% Akkur SI með 8,50% Lífeyrissjóður Verkfræðinga með 7,28% Sigurður Sigurgeirsson með 6,82% Rafiðnaðarsamband Íslands með 6,35%. Kaupþing Íbúðarlánasjóður sem lítið dæmi.

Rannsóknarefni.

Ekki var gefinn mikill tími  fyrir Deloitte að fara ofan í reikninga og bókhald og annað fyrir mörg ár, jú 50 tímar hugsið ykkur, þessi tímamörg eru ekki næg fyrir fjölda ára að mínu áliti. Margt er enn sem þarf að skoðað ýtarlega sem ég nefni hér í stuttu máli. Bleiukaup eru ekki í samræmi við lög. Síðan þarf að rannsaka flugferðir Sigurðar Helga Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra, Emils T Guðjónssonar fyrrverandi fjármálastjóra Eirar. Veðsetningar þáttinn og samskipti við Sýslumanninn á Sauðarkrók. Eins þarf að rannsaka fundagerðir frá 2006 - 2012. sem lítið dæmi, því ótaldæmi eru enn hægt að benda á fjölda atriða. Hvers vegna var ekki fjallað um málið í borgarstjórn þegar málið kom upp í fréttamiðlum? Er borgarfulltrúum ekki kunnugt um málið? fengu þeir ekki gögn um slæma og vonlausa stöðu Eirar ?. Enn málið var rætt í fjárlaganefnd Alþingis fyrir ári síðan þar sem formaður þessara nefndar var Björn Valur Gíslason. Þá kom í ljós að skuldar staða Eirar við íbúðarlánasjóð og lífeyrissjóði voru sex miljarðar króna og við íbúa 2 miljarðar króna. Það vekur furðu mína, að ekki neinn fjölmiðill tekur að sér að fjalla um svona viðamikið mál. Ekki einu sinni Eygló Harðardóttir sem fer með málefni Eirar. Hún er svo merkileg að Sigurður Hólm hefur reynt ítrekað að fá viðtal við hana um málefni Eirar enn hún vill ekki talað við hann sem ég skil ekki að fulltrú okkar þjóðar skuli ekki tala við fólk sem hefur áratuga reynslu af lífinu. Já Eygló Harðardóttir lítur niður á fólk sem hefur skilað ævistarfi sínu með stæl. Nema Morgunblaðið á netinu, þeir eiga það sem þeir eiga.

Jóhann Páll Símonarson.

 

 


mbl.is „Það versta sem ég hef lent í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband