Kjósendur til Alþingis losum okkur við öfga þingmenn.

Þjóðin hefur fengið upp í kok af þingfulltrúum stjórnmálaflokka á Alþingi vegna ítrekaða mótmæla við atvinnuvegi landsmanna sem hafa skilað atvinnu og tekjum fyrir okkur öll sem þjóð. Það hefur færst í vöxt að þessir þingmenn hafa ítrekað haft afskipti af störfum lögreglumanna við starfs reglur þeirra, sem þeim ber að fylgja eftir. Það hefur ekki nægt hjá þeim að gera athugasemdir, heldur hefur slík erindi borist fyrir nefnd þingsins og í ræðustól Alþingis, slíkur er yfirgangur þessa fulltrúa. Ég vil sérstaklega nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur Vg, Kolbein Óttarsson Proppé Vg einu af mesta mótmælenda á Alþingi sem eru ekki að vinna að hag Íslendinga,Hanna Katrín Friðriksson,Þorsteinn Víglundsson, Þorgerði Karínu Gunnarsdóttur,Viðreisn, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu,hér hef ég nefnd nokkur nöfn sem vinna gegn þjóðarhag slíka aðila þurfum við ekki að hafa við gerð lagafrumvarpa á Alþingi.

Hvalveiðar voru enn og aftur til umræðu í dag. 

Þessir aðilar hafa ítrekað reynt að stöðva útgefinn leyfi með allskonar rökum að þeirra áliti, sem standast ekki skoðanir mínar. Nefnum dæmi þau færa þau rök að ekki hafi verið haft samband við hvalaskoðunarfyrirtæki? Hvað kemur fyrirtækjum í þessum þjónustu geira við hvað ráðherra gerir, Ekki hafa þessi fyrirtæki skilað öllum tekjum sem þau innbyrða? ekki eru stimplaðir aðgangsmiðar útgefnir af ríkisvaldinu og þeir númeraðir til að geta fylgt með hvað margir fara í slíkar ferðir á sjó. Skattayfirvöld framkvæma ekki eftirlit með þessum fyrir tækjum eins og erlendis. Síðan segja þau að rekstur hafi verið þungur vegna hátt gengis krónunnar. Bölvuð þvæla, því sumir af þessum bátum hafa brotið reglur um fjölda farþega um borð og yfirvöld hafa haft afskipti að bátum þeirra vegna fjölda farþega og öryggisþátta farþega. Fyrir utan greiðslur sem eru í íslenskum krónum, og erlendum gjaldeyri og hugsanlega væri vert að skoða betur hvort þessi gjaldeyri hafi skilað sér til Seðlabanka Íslands. 

Munum eitt hafið er yfirfullt af hval og öðrum hvala tegundum sem éta loðnu og aðrar fæði tegundir sem aðrar lífverur þurfa að éta til þess eins að geta vaxið og dafnað. Íslendingar þessir aðilar sem ég nefni hér eru ekkert að hugsa um hag ykkar né landsbyggðarinnar. Þessir umræddu aðilar eru tækifærissinnar á beitu hjá stórum aðilum sem halda þeim á floti. Burt Burtu af Alþingi þjóðin þarf ekkert á ykkur að halda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég er sammála þér með hvalveiðar og vanvita á þingi.

Svo skrifar þú um að téðir þingmenn vinni gegn þjóðarhag. Já ég er sammála þér í því, en mér finnst margir aðrir þingmenn gera það líka. ég hef bara skýrasta dæmið hvernig samgönguleysið hér í Eyjum er skelfilegt, og hvar er þjóðarhagurinn þá! Og svo er lengi hægt að telja.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.4.2019 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband