Hverjir eiga Ísland

Fyrir um það bil 25 árum síðan varpaði Jón Baldvin Hannibalsson þessari setningu upp hverjir eiga Ísland. þá brá fólki ekki við, þótti ekkert óvenjulegt við þessi orð. Síðan hefur Seðlabankastjóri Davíð Oddsson líst sínum skoðunum og fjármálamennirnir hafa tekið þessu illa. Og sagt þetta vera árásir og öfund út í þá hvað þeim gengur vel í lífinu og þjóðinni komi þetta hreinlega ekkert við. Þeir hafa gengið sumir svo langt að auglýsa nafn persónu í  stjórnmálaflokki rétt fyrir kosningar í mbl. undir kjörorðinu að stroka viðkomandi út enn kjósa flokkinn sem hann var í. Mér sjálfum fannst þessi aðferð ógeðfeld og ekki í takt við lýðræðið sem við íslendingar kennum okkur við. Enn þrátt fyrir þessa auglýsingu gerðu fáir athugasemdir eða skrifuðu um þessa aðferð sem auðmaðurinn kennir sig við.

Það er gott að elska og þykkja vænt um vini sína það er gott að vita af því. Enn ekki ætla ég að gera athugasemd við veislu höld eða annað. Það sem þjóðfélagið er undrandi á umgjörðinni utan um þetta allt. Sem gengur fram að manni hrein og bein ögrun við íslensk samfélag. Íslensk lista kona Lísa Soffía Sæmundsdóttir sem hafði salinn á leigu til sýningar á sýnum verkum. Var sagt að taka verkin sín og víkja fyrir brúðkaupi aldarinnar. Fyrir utan er búið að reisa stóran skála sem þau tóku á leigu á hafnarbakkanum og öryggisverðir út um allt. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt að ögra þjóðinni. Þegar lista menn eru látnir víkja fyrir þeim sem eiga peninga.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Aðalsteinn.

Tek undir með þér hverjir eiga Ísland. það sem er orðið ógnvekjandi er að auðmenn eru farnir að stjórna þjóðfélaginu of mikið og Alþingismenn hafa hvorki kjark eða þor að takast á við málin.

Ég nefni lítið dæmi stórfyrirtæki hafa alla fundi á ensku þar sem móðurmálið er íslenska. Samtaka máttur hlutabréfa markaðarins er nú gerður upp í evrum og þeir vilja þvinga okkur í Evrópubandalagið án þess að þjóðin sé tilbúinn að takast á þau vandamál.

Mér er sama um alla auðjöfra svo framarlega að þeir fari að lögum og sýni okkur virðingu. Ef ekki þá mega þeir fara fjandans til. Og komi sér burtu sem fyrst til að losa fyrir öðrum sem myndu koma í staðin.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 14.11.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband