Framtíðarsýn Össurar Skarphéðinssonar.

Á landsfundi Samfylkingar fyrir 6 árum sagði Össur Skarphéðinsson að Samfylkingin  hefði haft forgöngu um að tekin væru upp auðlindargjöld enn sú stefna fengi nú stuðning úr öllum áttum: Meginregla á alltaf að vera sú að gjald verði greitt fyrir nýtingu allra takmarkaða auðlinda í sameign þjóðarinnar,hvort sem það eru fiskistofnar í hafi,fallvötn á landi eða fjarskiptarásir.

Annað dæmi Össur sagði að mesta ranglæti í íslenskum efnahagsmálum væri gjafakvótinn. Örfáir menn hafa náð yfirráðum yfir sameign okkar í sjónum. Það er ekki hægt að verja að fáeinir útvaldir geti rakað saman miljörðum með því að selja óveiddan fisk í sjónum sem þeir eiga ekki heldur þjóðin?

Það ranglæti þolum við aldrei. Kjarninn í auðlindastefnu okkar er stríðsyfirlýsing gagnvart gjafakvótanum. Við höfum leitt baráttuna fyrir afnámi hans" sagði Össur.

" Fljótvirkasta leiðin til að draga úr brottkastinu er því ekki að hringja á lögguna heldur lækka verðið á kvótanum. það er hægt með því að innleiða réttlæti og jafnræði, innkalla gjafakvótann í áföngum, bjóða hann til leigu á markaði og auka þannig framboðið. Um leið og framboðið eykst minkar þrýstingurinn á brottkastið. Þegar búið er að innkalla allan kvótann verður leigu gjaldið aðeins brot af orkuverðinu sem nú er við lýði. Um leið dregur stórlega úr þrýstinginum á brottkastinu sem er innbyggt í núverandi kerfi og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækjanna verður heilbrigðara". Þetta kom skýrt fram í ræðu hjá Össur Skarphéðinssyni.

Þetta var sagt árið 2001. nú er árið 2007 að ljúka ekkert hefur gerst á þessum 6 árum sem þingmaðurinn og ráðherra hefur haft til þess tíma að gera breytingar á þessu kerfi. Þrátt fyrir stór orð til sinna flokksfélaga það sama ekkert gerist? Má það vera að ekkert er að marka orð ráðherra Samfylkingar sem hefur uppi stór orð til þjóðarinnar um breytingar á kvótakerfinu.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband