Stýrihópur fellur á prófinu

Mbl í dag er opið bréf á bls 23 frá Alfreð Tulinius til Kristjáns Möller samgönguráðherra.

Þar bendir Alfreð á nokkra þætti sem hann telur ekki vera í lagi og samrýmast ekki reglum um stöðuleika skipa varðandi smíði á nýjum Herjólfi, sem á að sigla milli Bakkafjöru eða Landeyjarhöfn eins og greina höfundur bendir á. Mig langar að benda á það sem hann segir " Hér stig ég um það bil frá borði, og hætti mér tæpast í lengra ferðalag með þessari ferju; Ég tel þetta mjög alvarlegt mál þegar menntaður skipafræðingur bendir á þennan hlut málsins. Er hann að segja það að skipið sé ekki sjóhæft og ekki hafi verið farið eftir reglum Newton og Arkimedes sem er regla þyngda og særýmis Alfreð telur menn hunsa þau lögmál sem hafa verið við líði frá fyrstu tíð.  

Síðan bendir Alfreð á fyrirhugað hafnarstæði í Bakkafjöru hvort það sé heppilegt með tilliti til áhrifa til lands og sjávar." Síðar bendir hann á hvort hún sökkvi í sandinn eða ekki. Vona ég bara að þeir fagmenn séu ekki þeir hinu sömu og hlustuð ekki á þaulavana sjómenn Grímseyinga fyrir um 40 árum um hvar heppilegast væri að staðsetja varnagarðinn þar á sínum tíma.,,

"Enn þeir tóku athugasemdum sjómanna fálega og vitnuðu í sín líkön og rannsóknir máli sínu til stuðnings og fengu sínu framgengt gegn vilja heimamanna. Í þá daga hvarf varnagarðurinn í fyrstu vestanbrælu eins og sjómenn spáðu, þrátt fyrir líkön og rökfærslur. ,,

Eftir þessa fróðlegu grein þá tel ég þessi áform vera mjög alvarleg aðför að hinu réttláta ef þetta eru rétt rök sem Albert Tulinius Skipafræðingur bendir á í sinni grein. Og komi tími til þess að fréttamiðlar fari ofan í þessi mál með málefnalegum hætti og kanni sannleiksgildi þessarar greinar. Það getur ekki verið stefna samgönguráðuneytisins og samgönguráðherra Kristjáns Möller að stefna fólki í hætti með því að framkvæmdir í Bakkafjöru og smíði á nýjum Herjólfi hefjast. Fyrst þarf að liggja fyrir gögn sem staðfesta að þetta sé í lagi.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Verið að fara yfir ferjumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, væri ekki gott ef Sigmundur Ernir og félagar í Kompás á Stöð tvö taki málið upp? Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Helgi.

Tek undir það fjölmiðlar verða að fara ofaní þessi mál. Ég tel þetta vera mjög alvarlegt þegar menntaður og virtur skipafræðingur bendir á þessa vankanta. Þá verða menn að hugsa hvað er í gangi.

Þið íbúar í Vestmanneyjum verðið að fá botn í þetta mál, það verður ekki gert nema að fundur verður haldin með ykkur íbúum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.5.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Jóhann Páll,

Seint held ég að ráðamenn fari að taka upp á því að halda fund með okkur Eyjamönnum um þessi mál.



Grétar Ómarsson, 25.5.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Grétar.

Af hverju á ekki að halda fund með ykkur. Það eru þið að mínu áliti sem eigið að hafa áhrif á þetta. Þess vegna verðið þið að boða til opin fundar með íbúum um þessi mál. þá er ég viss um að þetta muni ganga.

Jóhann Páll Símonarson.°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Jóhann Páll Símonarson, 26.5.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband