Nú eru stjórnendur í vanda.

Stjórn lífeyrissjóð Gildi bregst við með ótrúlegum hætti þegar Sjómannafélag Íslands krafðist þess að stjórn, framkvæmdarstjóri, og sjóðstjóra beri að víkja. Nú koma þessir sömu menn og varpa allir ábyrðinni á hendur fyrrverandi stjórnarmanni Birgir Hólm Björgvinssyni. Úr því að þeir hafa ekki haft þögn Birgis að leiðar ljósi er þá ekki tími til komin að breyta stefnunni. Birgir Hólm Björgvinsson sat í stjórn sjóðsins frá maí 2006 - til maí 2008 fyrir hrun bankana. Ég veit ekki annað enn að Birgir hafi komið í veg fyrir að sjóðurinn myndi fjárfesta í líftækni sjóði ekkert er minnst á þetta?. Ekki er heldur minnst á af hverju fjárfesti sjóðurinn meira í Kaupþingbanka enn öðrum bönkum? Hvers vegna juku þeir kaup á hlutabréfum í Glitnirbanka rétt fyrir hrun ekki var Birgir í stjórn sjóðsins þegar þessi kaup voru ákveðin.

Ég sjálfur sat þennan viðburðaríka ársfund lífeyrissjóðs Gildi og krafðist þess að atvinnurekendur færu úr stjórninni, þá lýsti ég yfir ábyrgð á tapi sjóðsins á hendur sjóðstjórnar og framkvæmdarstjóra lífeyrissjóðsins Gildi. Jafnframt áskiljum við sjóðfélagar þann rétt að að hefja málssókn á hendur stjórn sjóðsins vegna þess tjóns sem við höfum orðið fyrir vegna slappleika stjórnar við reksturssjóðsins sem er algjört ábyrðaleysi að reka sjóð með þessum hætti. Sem er framlag manna til þess eins að hafa það betra þegar menn ljúka vinnudegi sínum.

Það talar enginn um hvað þessi sjóður tapaði við hrun bankana. Landsbanki Íslands rúmar 27 þúsund miljónum króna. Exista 575 þúsund miljónir króna, Glitnir banki 864 miljónir króna. Síðan er þessi stóra spurning Kaupþings banki með rúmar 13 þúsund miljónir króna. Fl. Group. hf. rúmar 950 miljónir króna. Þetta gerir um 55 þúsund miljónir króna Tap. Fyrir utan allt annað tap, og það tap sem verður á næsta ársfundi hvað skildi tapið þá verða?

Ég tel það virðingavert að Sjómannafélag Íslands skuli hafa þann kjark fyrir hönd sinna manna að krefjast afsagnar stjórnar, framkvæmdarstjóra, og sjóðsstjóra lífeyrissjóðsins Gildi. Hinsvegar er ósamgjarnt að kíla Birgir Hólm Björgvinsson fyrir þessa ályktun frá Sjómannafélagi Íslands því Birgir Hólm Björgvinsson var nefnilega staddur erlendis þegar þessi ályktun var samþykkt af stjórn félagsins og greiddi þess vegna ekki atvæði með þessari ályktun.

Jóhann Páll Símonarson.

 


mbl.is Sat í stjórn Gildis í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband