Morgunblaðið hefur breytt um skoðun.

Nú er farið að styttast í kjör forseta Íslands. Öll umræða hefur snúist um ákveðna frambjóðendur sem njóta verndar MBL. RUV, og þeirra sem framkvæma skoðana kannanir á fylgi frambjóðenda. Prósents er eitt af þeim skoðunarfyrirtækjum sem flestir taka ekki mark á. Sama á við Gallup sem er ekkert er tekið mark á vegna vinatengsla. Eftir sitja frambjóðendur sem hafa orðið fyrir því að sitja á hakanum, vegna hagsmunatengsla. Enda hafa þeir fengið litla athygli hjá þessum fjölmiðlum, nema að hafa sjálf farið sínar leiðir til að kynna sig fyrir kjósendum.

Síðan eru þau sem mælast mest hafa sett tugi þúsunda í auglýsingar, nú síðast í kvöld á RUV þar birtist Katrín Jakobsdóttir í Sjónvarps auglýsingu sem kostar sitt. Allir muna eftir hennar orðum þegar hún var spurð hvað hún myndi eyða miklu fé í þessa baráttu.Svarið var stutt. Aðeins því sem kemur inn í kassann!! Af hverju hefur hún ekki verið spurð ítarlega út í þessi orð!! Hvernig stendur á því? Sama konan sem veiti síðustu ríkistjórn brautagengi sem bruðlaði með fé þjóðarinnar. Sama á við þegar húm var spurð um laxeldi í sjó. Hún kom sér undan að svara þeim orðum. Enn fremur sami frambjóðandi sem neitar að fara í viðtal á sjónvarpstöðinni Samstöðinni þar sem frambjóðendum hafa verið boðið formlega að taka þátt í þeirri umræðu.

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi, hefur verið tekinn niður ítrekað að hagsmunaöflum sem segir fyrir stuttu í viðtali á Eyjan!! Við erum ekki sama krúttfélag og árið 1980. Það er gamli tíminn, úrelt hugmynd, að forseti eigi að sitja greiddur og strokinn og skrifa undir allt sem honum er rétt,, Hann heldur áfram í þessu viðtali þegar hann segir!! Spillinguna hér á landi blasa við,innviðir landsins á borð við heilbrigðiskerfi, menntakerfið og samgöngukerfið hangi á bláþræði segir Arnar Þór Jónsson forsetaframjóðandi í viðtali við Eyjuna.

Mikið er til í þessum orðum samfélagið á Íslandi er að koðna niður af spilltum aðilum sem eru ítrekað að grafa undan íslensku samfélagi í formi græðgi og samþjöppunar á valdi og yfirráðum sama hvert litið er. Dagurinn á morgun verður eftirteknaverður sökum þess að Arnar Þór Jónsson er boðaður til fundar kl 14,00 á morgun 24 maí til svara hjá blaðamanninum Stefáni Einari Stefánssyni. Það er í fyrsta skipið í hans baráttu að Morgunblaðið hafi gefið honum kost að standa fyrir stefnu sinni á Íslenska lýðveldinu og stöðu þess. Kjósum Arnar Þór Jónsson sem næsta forseta Íslands. Hann er miklu sterkari enn menn halda. Fyrir utan hann er Öryggisventill þjóðarinnar.
Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Boðar Arnar Þór til viðtals í Spursmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband