Varúð framundan segir Arnar Þór Jónsson.


Kæru Íslendingar.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna, atvinnurekenda, fjármálamanna hafa verðið að dreifa út áróðir sérstaklega fyrir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem skiptast í 3 fylkingar, fremstur í flokki er Andrés Magnússon blaðamaður á mbl sem hefur stundað það með skrifum sínum að ganga í berhögg við þjóðarvilja að villa fyrir kjósendum með sínum málstað. Gerir það með samþykki stjórnenda og eigenda mbl.

Ég hvet alla þá að lesa hans greinar um ákveðna frambjóðendur sem hann hefur hampað í greinum og skýringum hans á mbl. Ég þarf ekki einu sinni að nefna þá. Það eitt er augljós hverjir eru efstir. Ekki einu orði minnst á þá sem hafa ekkert fé undir höndum. Sagt er að einn aðili hafi eitt 163 krónum sem er ekki einu sinni verð fyrir appelsín á plastflösku með plasttappa. Síðan er talan kominn í 100 miljónir núna. Sem er verð fyrir 4 herbergja íbúð í nýju íbúðahverfi með öllu saman. Skildi það vera 2 íbúðir sem liggja undir með öllu þegar dæmið verður uppgert.?

Ekki fjalla eigendur MBL og blaðamaðurinn um þá skelfilegu hugsun að kaupa sér völd á Bessastöðum. Ég spyr hvar er? þjóðin sem liggur undir feldi,sem á ekki fé til að fæða og klæða fjölskylduna!!. Finnst ykkur þetta samgjarn að fjármálamenn, atvinnurekendur stjórnmálaflokkar skuli í raun ráða hver verður næsti forseti Íslands.? Finnst ykkur öllum þetta ekki vera spillingarbandalag sem er að sölsa undir sig eigur Íslendinga!!.

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi hefur mætt hrikalegu aðförum að lýðræðinu, þar sem hann hefur ítrekað!! Varnaðarorð til þjóðarinnar. Tökum dæmi ASG Alþjóða bankinn er kominn aftur með klærnar á íslensku þjóðlífi eins og var í fjármálahruninu árið 2008. Af hverju skyldi það nú vera? Jú vegna sukk á vegum stjórnenda Íslenska lýðveldisins. Sama á við Raforkuna. Búið að selja hana. Nú skulu stjórnvöld aðlaga sig að Evrópskum reglum.

Brennivínið þær reglur eru komnar undir reglur Evrópubandalagsins. Sama á við vatnið, ár og lækir, hafa verið seldar í stórum stíl. Fiskimiðinn og reglur eru að fara undir Evrópusambandið?. Ég rétti upp hönd eins og forsetaframbjóðandinn Arnar Þór Jónsson sem varar fólkið við!! Hefur verið öryggisventill þjóðarinnar í í þessu framboði. Slagorðinn vantaði ekki frá fv ráðherra hér á mbl bloggi í dag þar sem gamli ráðherran Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að þeir sem næðu ekki kjöri væru fallnir um deild.

Hverskonar framkoma er þetta og vanvirðing við frambjóðendur. Er lýðræðið ekki í gildi?. Veit ráherran ekki að því að hér gildir lýðræði án þess að spyrja hann um leyfi til að tjá sig með sínum hætti. Honum hefði verið nær að hugsa um hættur sem eru framundan á Íslandi. Arnar Þór Jónsson og hans eiginkona hafa varað við þeirri hættu. Tökum mark á frambjóðenda sem hefur reynslu og þekkingu. Kjósum Arnar Þór Jónsson sem næsta forseta Ísland, næsta laugardag. Um leið verður Kross settur á Bessastaði eins og lofað var.
Jóhann Páll Símonarson.


Bloggfærslur 28. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband