Varúð Grafarvogur þjófa gengi á ferð.

Íbúar í Grafarvogi og víðsvegar um borgina varúð vegna þjófagengis sem nú setur fyrir húsráðendum þegar þeir fara að heiman að morgni til vinnu sinnar. Þetta er allt skipulagt fyrirfram áður enn hafist er handa að rupla og ræna á heimilum fólks. Þetta þjófa gengi gengur enn lausum hala, og það skiptir ekki máli hvað verður á vegi þeirra. Þeir hafa allar græjur til að brjótast inn á heimili þar sem heimilisfólkið er ekki við látið. Hugsið ykkur innbrotþjófa sem brutust inn í einbýlishús í morgun og létu þar greipar sópa þar á meðal skartgripi, tölvur og ýmsan búnað sem þeir höfðu á brott. Þar var ekki fyrir enn þjófarnir opnuðu dyr þar sem uppkomið barn þeirra hjóna spratt upp og þjófurinn hljóp á brott og komst undan.

Hringt var strax í Lögregluna sem brást vel við og var ekki lengi á staðinn, biðin var ekki löng um 2 mínútur þegar lögreglumenn komu á staðinn þar sem innbrotið var framið. Blessað barnið var skelkað af hræðslu við svona uppákomu sem skiljanlegt er, og ígrundar nú vel þegar barið er að dýrum hver hugsanlega viðkomandi er. Enda er öll fjölskyldan í gífurlegu sjokki yfir þessum atburði. Þess skal getið að búið er að handtaka 1 meðlim þjófagengis og fleiri liggja undir grun sem Lögreglan er að rannsaka.

Íbúar í Reykjavík verið vel á verði ef til dæmis kemur maður og spyr hvort þetta sé ekki númer þetta eða hitt eða í öðrum klæðum til að villa á sér heimildum. Takið strax númer af bifreið ef hún er hugsanleg til staðar eða er að hringsóla í kringum hverfið ykkar. Hringið strax í 112 og látið lögregluna vita tafarlaust um ferðir manna. Skiljið ekki opna glugga, eða opna hurðir, mjög gott er að hafa öryggiskerfi frá viðurkenndum aðilum það eitt fælir þessa aðila frá.

Jóhann Páll Símonarson.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband