10.1.2010 | 12:37
Undirbúningur að opnun kosningarskrifstofu.
Sjálfstæðismenn, sem hafa hug á því að styðja Jóhann Páll Símonarson til góðra verka í prófkjöri, sem lýkur þann 23. janúar næstkomandi, eru velkomnir á opnun fyrstu kosningarskrifstofu fyrir næstu vikulok. Nánari upplýsingar koma síðar.
Kosningarskrifstofan mín er til húsa á jarðhæð að Gylfaflöt 5, í Grafavogi, og þar er aðgengi til fyrirmyndar í alla staði. Þeir sem vilja hjálpa mér að ná í sem flesta, eru hjartanlega velkomnir. Ekki veitir af kröftum flokksbundinna manna til að koma manni að, sem hefur gífurlegan áhuga á að auka fylgi sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum sem nú eru framundan.
Áherslur mínar eru skýrar og hafa verið það frá fyrstu tíð. Ég tel Jóhann Pál Símonarson hafa verið leiðandi afl í að móta stefnu um hvert eigi að stefna í málefnum sjálfstæðismanna. Það eitt er góður vitnisburður um sjálfstæðismann sem hefur kjark og þor að hafa skoðanir. Ég tel það frumskyldu frambjóðenda, sem verða kjörnir, að þeir taki á móti borgarbúum og vinni Sjálfstæðisflokknum stærra hlutverk og fylgi en verið hefur.
Ég vil benda sjálfstæðismönnum á að fara inn á prófkjör.is og smella síðan á Reykjavík, þá birtast myndir og stefnur allra frambjóðenda. Eins vil ég benda sjálfstæðismönnum á að utankjörskrifstofa er í höfuðstöðvum flokksins í Valhöll. Þar geta sjálfstæðismenn greitt atkvæði frá 9 - 17 virka daga. Á næstunni verður auglýst kaffispjall við frambjóðendur. Þar geta sjálfstæðismenn talað við frambjóðendur, sem er glæsilegt framtak Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn, þeir sem vilja ganga í flokkinn og þeir sem hafa áhuga að segja sínar skoðanir eru hjartanlega velkomnir. Þeir geta gert það á skrifstofu tíma, en úrvalsfólk mun taka fagnandi á móti ykkur á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þá um leið getur viðkomandi tekið þátt í þessu mikilvæga prófkjöri. Þeir sem vilja efla styrk Sjálfstæðisflokksins hjartanlega velkomnir.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.