Höfuðborgarflugvöllur á besta staðnum

 

ÞREMENNINGAR, fulltrúarsvokallaðrar Betri byggðar, rituðu grein sem birtist í Morgunblaðinu 29.desember 2009 undir fyrirsögninni Borg í Vatnsmýri – allra hagur. Þar segjaþeir Einar Eiríksson, Gunnar H. Gunnarsson, og arkitektinn Örn Sigurðsson aðgreinaskrif mín hafi verið harðorð en þeir félagar haldi sig við málefnin ensvari ekki persónulegum árásum og dylgjum. Eitt skulu þessir fulltrúaryfirstéttar í Þingholtunum hafa í huga, að Jóhann Páll Símonarson hefur ekkiverið með árásir eða dylgjur á hendur fólki. Það hef ég ekki stundað ígreinaskrifum mínum, svo það sé á hreinu. Félagarnir ættu frekar að temja sérað setja fram sitt mál með rökum en ekki frösum af þessu tagi. Ég færði fyrirþví rök að kostirnir við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni væru slíkir fyrirReykjavík og landsbyggðina að óraunhæfar skýjaborgir um stórkostlegar byggingarþar væru bæði ótímabærar og úr öllu samhengi við stöðu mála á Íslandi um langtárabil.

Tómar íbúðir í Reykjavík
Skýjaborgir um uppbyggingu í Vatnsmýrinni byggið þið á að þar megi koma fyrirbyggð fyrir 45 þúsund manns. Hvaðan á þetta fólk að koma? Það er ekki til.Margir munu flytja úr landi og flýja aðgerðir Jóhönnu og Steingríms og yfir4000 íbúðir standa tómar í Reykjavík og bíða nýrra eigenda. Þær eru annað hvortí eigu ríkisins eða erlendra vogunarsjóða og verðlaginu er haldið uppi meðhandafli til að rústa ekki fjárhag bankanna. Af hverju á að fara að undirbúanýjar lóðir undir byggingu á sama tíma og við stöndum uppi með þann mikla vandasem blasir við þeim sem ekki ganga með dökk sólgleraugu? Reykjavíkurborg situruppi með fullkláraðar lóðir fyrir hundruð milljóna króna. Betri byggðar mennnefna að Reykjavíkurborg gæti selt lóðir fyrir 70 milljarða, hver ætti að verakaupandinn? Haldið þið að það verði Landsbankinn, Arion banki, eðaÍslandsbanki? Það er ekki til fé, hvorki hjá bönkunum né ríkinu, til aðframkvæma og síst svona hugmyndir, eða að byggja umferðarmannvirki fyrir tugimilljarða króna. Það er varla hægt að halda úti róluvöllum fyrir blessuð börninokkar.

Ranghugmyndir
Þetta eru dæmi um ranghugmyndir sem fulltrúar Betri byggðar færa fram í skrifumsínum um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þeim væri nær að kynna sér ástandið ogfara góðan bíltúr til dæmis um hafnarhverfið í Hafnafirði. Þar er útsýnið tilallra átta og margar tómar íbúðir sem seljast myndu á slikk ef ekki værubankar, ríki og vogunarsjóðir sem halda verðinu upp með handafli. Kjósendurvilja hafa flugvöllinn á sínum stað. Það er þeirra vilji og Betri byggðar mennættu að kynna sér málin betur, áður en þeir ráðast fram á ritvöllinn næst.Fólkið í landinu vill hafa flugvöllinn á sínum stað. Þetta sýna þau skrif sembirtust í grein í Morgunblaðinu 31. desember 2009 undir fyrirsögninni: Opiðbréf til allra borgarfulltrúa og væntanlegra frambjóðenda.

Þar kemur skýrt fram hvemikilvægur flugvöllurinn er þjóðinni. Þá má gleyma mikilvægi hans fyrirferðamennskuna og þeim hægðarauka sem hann er á þessum stað fyrir þá sem hingaðkoma, og nýta sér þann kost að fljúga daglega á milli staða á landinu. Alltskapar þetta tekjur og fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir okkur Reykvíkinga, aðekki sé minnst á þjónustuna sem Reykjavíkurflugvöllur veitir okkur öllum íformi öryggis við sjúkrahús og aðrar þjónustustofnanir höfuðborgarinnar. Íþessu ljósi eru flugvélahljóð sem stöku sinnum angra yfirstéttina íÞingholtunum smotterí.

Fái ég einhverju ráðiðeftir næstu kosningar þá mun flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verða á sínum stað umókomna tíð. Ég sem frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna mun verða meðþetta á stefnuskrá minni ásamt fleiru.

Höfundur býður sig fram í  7.-8. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fer fram laugardaginn 23. janúar,  2010. 

- Birt í Morgunblaðinu 15. janúar, 2010. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann , ég tek undir með þér auðvitað á flugvöllurinn að vera í Vatnsmyrinni og hvergi annarstaðar.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.1.2010 kl. 22:32

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar Þór Sveinbjörnsson.

Tek undir með þér, enda sína það skrif þessa daganna að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þarna. Ég tek það fram að Jóhann Páll Símonarson er sá fulltrúi sem stendur með þjóðinni hún vill nefnilega flugvöllinn á sínum stað.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.1.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband