Þremenningarnir hjá Betri byggð fá á baukinn.

Gríðarleg gremja ríkir hjá borgarbúum og landsbyggðarfólki vegna stefnuleysis fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Skildi engum undra þau viðbrögð manna við greinarskrifum félaganna í Betri byggð að undanförnu í Morgunblaðinu. Enn ein greinin birtist í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni: ,,Samgöngumiðstöð allra landsmanna". Greinahöfundur er Önundur Jónsson lögreglumaður, sem gerir grein fyrir sínu máli með faglegum rökum og lætur þá félagana fá það svo um munar. Félagarnir hjá Betri Byggð hafa hinsvegar ekki fært fagleg rök fyrir sínum sjónarmiðum hingað til, sem er ekki máli þeirra til framdráttar. Fagleg umræða og rökfærsla er ekki til staðar hjá þeim félögum

Einn af þessum aðilum er Gunnar H. Gunnarsson, sem er í framboði fyrir Samfylkinguna og starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann vill flugvöllinn burtu eins og hinir borgarfulltrúar í borgarstjórn. Ég er eini aðilinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem er sammála greinarhöfundum um að hafa flugvöllinn áfram á sínum stað.

Á fundi í Iðnó á laugardaginn var, kom fram að borgarstjórinn í Reykjavík vill þétta byggð í Reykjavík. Hverskonar rugl er þetta hjá borgarstjóranum og borgarfulltrúum á meðan yfir 4000 íbúðir standa auðar og bíða eftir kaupendum? Fyrir utan þær lóðir sem Reykjavíkurborg á tilbúnar fyrir tugmiljóna króna. Hvað skildi vaxtakostnaður vera af þessum lóðum sem standa auðar? Höfum Reykjavíkurflugvöll á sínum stað! Ef ég verð kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég berjast með kjafti og klóm fyrir því að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað.

Ég hvet alla til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn og taka þátt í prófkjörinu laugardaginn 23. janúar. Ég óska eftir stuðningi ykkar í 7. sætið.

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

forréttindi að hafa flugvöllinn á þessum stað - mér finnst einnig að þetta sé kanski ekki beint einkamál Reykjavíkurfulltrúa hvar svo sem þeir standa í henni pólitík, heldur landsbyggðarfólks einnig

en gangi þér vel í prófkjörinu Jóhann Páll

Jón Snæbjörnsson, 18.1.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill Og sæll Jón Snæbjörnsson.

Það virðist samt að landsbyggðarfólki komi þessi mál ekkert við. Því andstæðingar vilja þétta byggð í Reykjavík. Hvaðan á þetta fólk að koma spyr ég. Nokkur þúsund íbúar hafa þegar flutt burtu.

Á sama tíma bíða 4000 íbúðir eftir kaupendum og Reykjavíkurborg á fullkláraðar lóðir í Reykjavík. Hverskonar rugl er þetta.

Reykjavíkurflugvöll á sínum stað.

Jón Snæbjörnsson kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.1.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband