Sundabraut.

Undanfarna daga þá hafa sumir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna tekið undir stefnu mína og forgangsmál. Það hlýtur að sýna að ég sé leiðandi afl í að móta stefnu frambjóðanda Sjálfstæðismanna, sem er hið besta mál. Þeir voru með aðrar skoðanir, en breyttu af leið, þegar þeir áttuðu sig á því að fólkið er sammála mér.

Flugvallarmálið  er eitt af stóru málunum. Fólkið í landinu lætur ekki flokka, sem stjórnað hafa landinu og því síður alla borgarstjórnaflokkana, hafa sig að fíflum lengur. Frambjóðendur reyna af fremsta megni að koma sér undan að svara spurningunni um flugvöllinn og segja að árið 2016 eigi hann að vera farinn í burtu. Ef borgarfulltrúar vilja að það sé mark tekið á þeim, þá verða menn að hafa skýra stefnu í þessum málum. Flugvöllurinn á að vera á sínum stað þar til yfir lýkur.

Annað dæmi er hin svokallaða Sundabraut. Mál, sem ég barðist fyrir ásamt Bjarka Júlíussyni, Jóni V. Gíslasyni, Kolbeini Björgvinssyni. Við fjórmenningar börðumst með kjafti og klóm á móti verkefninu og söfnuðum undirskriftum meðal íbúa í Grafarvogi, sem hlut áttu að máli. Þetta var gert með því að ganga hús úr húsi og benda fólki á, að þjóðvegur ætti að koma í gegnum hverfið okkar, alltof nálægt heimilunum. Fólkið tók undir með okkur. Við félagarnir héldum fundi og héldum áfram að berjast. Þegar það fréttist að við værum í sóknarhug þá var hringt frá íbúasamtökunum í Grafarvogi og vildu þeir þá koma inn í málið. Þávorum við félagarnir búnir að ganga í hús kvöld eftir kvöld. En engum hafði  dottið í hug að skoða málið þegar það var í ferli. Hefðum við félagarnir ekki gert athugasemdir, áður enn tíminn rann út, þá hefði Sundabraut verið lögð inn í mitt hverfið okkar.

Þann 19. nóvember var kveðin upp útskurður sem var okkur í óhag. Sigríður Anna Þórðardóttir var umhverfisráðherra á þessum tíma og sagðist ekkert geta beitt sér í málinu. Ég hélt áfram með málið og fékk mér lögmann, sem ég bað um að fengi að sjá gögn um málið. Viti menn, þá birtust fleiri gögn en við höfðum áður fengið aðgang að, en það þótti okkur nokkuð einnkennilegt. Þegar ég og lögmaðurminn fórum yfir málið, þá settum við út á margt í þessum gögnum frá Umhverfisráðuneytinu, sem engin af okkur hafði fengið aðgang að fyrr.

Í sex ár hefur þetta mál beðið. Íbúar í Grafvarvogi vildu alltaf að Sundabraut færi í göng og við félagarnir voru með rök í málinu. Þetta var leið sem allir  íbúar voru hjartanlega sammála um og hefði verðið samþykkt í umhverfismati  strax. En snillingarnir vissu betur og komu með allskonar útfærslur. T.d. að  hafa steypta veggi fyrir framan gluggana hjá fólki, jafnvel upp á 2 metra og sumir veggirnir áttu jafnvel að vera enn hærri.

Ég  mun ekki sætta mig við það, að aðrir taki yfir mínar hugmyndir og hampi þeim sem sínum eigin í prófkjörslagnum, sem nú stendur yfir. Það var ég sem lagði út eigin peninga fyrir lögmannskostnaði í málinu um Sundabrautina en kostnaðurinn nam þúsundum króna. Það skal tekið fram að félagar mínir vildu ekki leggja út í þann kostnað, sem hefði getað orðið miljónir króna. Ég get rakið þetta mál ítarlega ef menn vilja. Þetta er okkar verk sem unnum að því með hag íbúa í Grafvarvogi að leiðarljósi. Ekki þeirra, sem nú vilja súpa rjómann af súpunni.

Jóhann  Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband