Hvaða skilaboð eru þetta til formanns Sjálfstæðisflokksins?.

Þessi saga sem hér kemur fram er ekki ný á nálinni. Samkvæmt lögum og samþykktum sjálfstæðismanna sem bjóða sig fram fyrir flokkinn skuldbinda þeir sig til að ganga að vissum reglum ef kosningarþátta flokksbundina manna er ekki næg þá er talað yfir 50 prósent atkvæðisbæra manna til þess að framboðið sé lögbundið samkvæmt reglugerð. Þá hefur kjörstjórn heimild til að ráðgast með framboðið, þessi nefnd er að hluta til kosin af félögunum sjálfum. Síðan koma flokksfélög með sína félaga og þá kemur þessi spurning hvað lagði formaður í þessu tilviki til og ýmsir aðilar sem vildu hreinlega losa sig við Sigurð Guðmundsson verslunarmann úr sínu sæti og setja vini sína í þetta sæti sem hann lenti í. Það kemur fram að hann hefur ekki haft sömu skoðun og sínir félagar það eitt kemur fram í viðtali við hann sjálfan.

Það verður að segjast að þessi gamli valda strúktúr er fallinn og þessi kjörnefnd á Akureyri og kjörnefnd í Reykjavík hafa valdið Sjálfstæðisflokknum miklum skaða og það mun koma í ljós þegar kosningar fara fram að vori. Eitt get ég sagt það er helvíti hart ef menn eru ekki á sama máli og samþjöppunar félagarnir ( klíkan ) þá eru menn straujaðir út án þess að Sigurður fái við það ráðið eða andmælt þeim gjörðum.

Nú hefur Sigurður Guðmundsson sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og fleiri eiga eftir að fylgja honum að máli á því liggur ekki nokkur vafi, því þeir sem þekkja til Sigurðar vita meira sem ekki kemur hér fram. Þessi tíðindi vekja upp óhug fyrir Sjálfstæðismenn segir Jóhann Páll Símonarson fyrrverandi frambjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hlaut svipuð örlög þegar hann var strokaður burtu af framboðlista sjálfstæðismanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sigurði Guðmundsyni var þó boðið að vera á lista enn til mála mynda að mínu áliti. Enn Jóhann Páll Símonarson var ekki einu sinni á blaði.

Það vekur undrun Sjálfstæðismanna sem kusu Sigurð Guðmundsson til góðra verka, séu tæklaðu með þessum hætti. Ekki má gleyma þeim kostnaði sem lagður er í þetta prófkjör vinnutap og bein útgjöld að hans hálfu og vanvirðinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram við félagsmenn sína sem fóru á kjörstað og tóku þátt í prófkjörinu og auðvita kusu samkvæmt sinni sannfæringu. Síðan kemur kjörnefnd og breytir afstöðu sjálfstæðismanna. Þessi skilaboð eru ekki góð fyrir flokkinn sjálfan.

Jóhann Páll Símonarson hefur ekki tekið afstöðu enn, hvað hann mun gera, þess skal getið að ég hef starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratugi og tekið þátt í prófkjörum fyrir sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum og hef verið á lista í framboði fyrir alþingiskosningar fyrir Sjálfstæðisflokkinn ekki má gleyma öllum hringingum smölun, vinnu og fleira sem ég hef lagt Sjálfstæðisflokknum í gegnum árin, þetta eitt eru kveðjurnar sem ég fæ nú. Nú vill svo vel til að ég hef verið þurrkaður út í annað skipti í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar með með rúm 2,293 atkvæði sem var samkvæmt eðlilegum reglum varamanns sæti ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá 7 menn kjörna í Reykjavík. Ég mun fjalla um mál mitt ýtarlega á næstunni, ég vil ekki blanda þessum málum saman. Vegna hringingar og reiði stuðningsmanna minn sem nú eru að hverfa á braut, þess vegna sé ég mig knúin að koma mínum málum á framfæri. Morgunblaðið hefur ætíð verið mér stoð og stytta í lífinu þegar ég hef þurft að koma mínum athugasemdum á framfæri það geri ég hér með og þakka eigendum blaðsins fyrir að geta tjáð mig með þessum hætti.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Segir sig úr flokknum og boðar sérframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband