Siðleysi ríkir í borgarstjórn.

Sexþúsund og 400 hundruð miljónir króna er óskað er skýringa við Innkaupastefnu Reykjavíkurborgar. Upphæðinn sem hér er um að ræða er í heild sjöþúsund og fjögur hundruð miljónir króna og 14% fer í gegnum útboð og rammasamninga restin 86% fer ekki í útboð. Mikil leynd ríkir yfir þessu að hálfu sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sem bera fyrir sig trúnaði. Nú hefur Dagur B. Eggertsson farið framá að trúnaði verði aflétt. Það er slæm stjórnsýsla að bjóða ekki allt út sem borgaryfirvöld þurfa á að halda og borgarbúar geti fylgst með hvað er í gangi, því þetta er skattfé borgarbúa sem vilja að eigur þess sé vel varið. Hinsvegar virðist þessir flokkar láta embættismenn borginnar ráða för með samþykki þeirra sjálfra vegna vinavæðingar sem virðist þeim nú dýrkeypt ef þetta reynist rétt að 86 prósent fara ekki í útboð sem er stór upphæð í krónum talið.

Það vekur undrun að Degi B. Eggertssyni skuli ekki vera þetta ljóst miklu fyrr því hann er ekki að byrja í borgarstjórn það er ekki langt síðan hann var borgarstjóri og ætti þess vegna að vera málið ljóst undan því verður ekki komist. Mér finnst þessi rök fyrrverandi borgarstjóra vera hald lítill og virkar eins og hann viti ekki hvað hann er að gera í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar. Ekki komast fulltrúar Vinstri græna heldur undan þessu máli og ekki má gleyma Ólafi Magnússyni sem var fyrrverandi borgarstjóri, ættu þeim öllum að vera málið mjög hugleikið að viðhalda vinavæðingunni þar sem skattgreiðendur borga brúsann.

Það er ekki hægt að halda úti róluvöllum fyrir blessuð börnin okkar, hreinsa götur borgarinnar sem eru fullar af drullu sem kallað er svifrík. Það er ekki hægt að taka á móti jólatrjám frá borgarbúum. Meira að segja geta skólabörn ekki fengið vinnu hjá Reykjavíkurborg í sumar og verktakar fengnir í staðinn. Á sama tíma er verið að hygla þeim sem eru flokksmenn í flokkunum. Þetta er ekkert annað enn hrein og bein spilling sem verður að afnema strax. Það verður ekki gert með fjórflokkunum sem nú eru við líði, við þurfum heiðarlegt fólk sem er með allt sitt á hreinu og jafnframt upplýsir borgarbúa um stöðu mála undanbragðalaust. Það virðist vera víða pottur brotinn í stjórnkerfi borgarinnar það verður ekki gert nema að skipa þessu fólki út í næstu kosningum.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Segir keypt fyrir milljarða án útboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband