7.4.2010 | 10:41
Reykjavík 6 apríl 2010.
Ég undirritaður Jóhann Páll Símonarson bauð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 23 janúar 2010 undir kjörorðunum: Að hlusta, ákveða og framkvæma. Fólkið raðaði mér í 14 sætið með 2293 atkvæði af 7193 sem kusu í þessu prófkjöri. Fyrir þetta er ég þakklátur öllum sem kusu mig. Nú hef ég hins vegar ákveðið að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa starfað þar frá því að Davíð Oddsson var að byrja í menntaskóla og áður enn núverandi formaður fæddist.
Ástæðan að ég segi mig úr Sjálfstæðisflokknum.
Í tvígang hefur flokkeigendafélag Sjálfstæðisflokksins beitt mig ofríki og hefur reynt ítrekað að koma í veg fyrir framgang minn á vegum Sjálfstæðisflokksins. Það virðist sem mínar stjórnmálaskoðanir henti ekki aðli flokksins. Það er mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst uppruna sinn, og sé ekki lengur sá flokkur sem almúginn getur hasla sér völd í svo sem áður var.
Mesta áhersla er nú lögð á að tengja flokkinn lögmönnum og sérfræðingum hvers konar. Sjálfstæðisflokkurinn gæti eins borið nafnið FÍL, félag íslenskra lögmanna. Það er með ólíkindum að flokkur sem kennir sig við stétt með stétt og virðingu fyrir öllum samfélagshópum skuli hafa breyst í sérhagsmunabandalag, dyggur varðhundur sérhagsmuna auðmuna og sérfræðinga á þeirra vegum.
Ég sendi þetta bréf til Sjálfstæðisflokksins í gær þar sem ég tilkynni formlega úrsögn mína úr Sjálfstæðisflokknum með formlegum hætti.
Jóhann Páll Símonarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæll; Jóhann Páll, æfinlega !
Það er full ástæða til; að fagna þessarri ákvörðun þinni.
Þín stétt; sjómenn, ásamt bændum og iðnaðarmönnum, eruð afgangs stærðir, í þessum flokki - og hafa verið; um nokkurt skeið.
Megináherzlan; er á utanumhald, hagsmuna ýmissa fræðinga og skriftlærðra, og er það fyllilega skiljanlegt, að þú takir þessa afstöðu, eins og málin hafa þróast.
Megi þér; sem þínu fólki öllu, vel farnast, á ókomnum árum, Jóhann Páll.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 11:42
Heill og sæll Óskar Helgi Helgason.
Það er ekki að ástæðulausu að ég gerði upp hug minn eftir öll þessi ár. Eins og ég hef lýst hér að ofan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægt uppruna sinn að öllu leiti.
Það eru margir sem hafa sömu skoðun og þú Óskar og ég tek undir þín sjónarmið.
Ég hef ætíð unnið heiðarlega að málum sem ég stend fyrir og mun halda þeirri stefnu áfram og læt ekki klíku manna hefta mín spor.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 7.4.2010 kl. 13:51
Til hamingju með þessa ákvörðun og velkominn í pólitískt frelsi gamli og heiðarlegi baráttujaxl!
Ég er lengi búinn að fylgjast með baráttu þinni inni í þessum klúbbi útvalinna eldisgripa og vissi að þetta var tímaspursmál.
Það er eitthvað mikið að þar sem skoðanir eru hreinsaðar og raðað.
Skólakrakkar í fallegum fötum og morfísþjálfaðir gera þjóðinni ekki gagn þegar til stykkisins kemur við að koma upp samfélagi handa fólki.
Ísland og höfuðborg þess á að vera góður staður og eftirsóknarverður fyrir fólkið sem þar býr fyrst og fremst en ekki tækifæri handa fjárfestum sem greiða í flokkssjóði.
Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 15:41
Ég hvet þig að vigta eigin gildi út frá stefnu Frjálslynda flokksins.
Ég mun sjálfur aldrei finna flokk sem dansar algerlega eftir mínu höfði (kannski sem betur fer), en í Frjálsynda flokknum er ég að finna þá stefnu sem mér stendur næst og nú með nýjum formanni vinn ég mér aukna tiltrú á fólkið.
Reynist mat þitt á stefnunni jákvætt, mælt með þínum eigin gildum, hvet ég þig því til að taka þátt í baráttunni með þessum ágæta flokk.
Haraldur Baldursson, 8.4.2010 kl. 19:26
Heill og sæll Árni Gunnarsson.
Ég vil þakka þér hlýhug til mín, varðandi þínar athugasemdir þá vil ég segja það. Ég ber ekkert haturs til fólks sem ég hef unnið með í áratugi þar á ég marga góða vini.
Hinsvegar er ég mjög ósáttur hvernig aðalinn hefur unnið skemmdaverk innan raða sjálfstæðismanna og komið flokknum í forina og meira að segja er Sjálfstæðisflokkurinn orðin ca 25% til 30% flokkur sem er mikið áfall.
Formaður flokksins mun ekki takast að koma honum úr þessum aur, þetta er svipað og Halldór Ásgrímsson eyðilagði Framsóknarflokkinn og hann hefur aldrei borið þær bætur síðan.
Síðan er það stefna flokksins og uppröðun á lista flokksins það er eitt mál. þegar flokkseigendafélagið beitir fólk ofríki í skoðunum og reynir ítrekað að koma í veg fyrir frama fólks innan flokksins vegna stjórnmálaskoðana. Það er mjög alvarlegur hlutur.
Árni Gunnarsson Þegar menn eru blautir á bak við eyrun og hafa ekki unnið með höndunum þá er ekki hægt að ætlast mikið af því fólki. Því reynsluna vantar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.4.2010 kl. 06:43
Heill og sæll Haraldur Baldursson.
Ég er að skoða mín mál, varandi Frjálslyndaflokksins þar er komin formaður sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn og stóð upp í hárinu á þessum fulltrúum fjórflokksins sem nú er á útleið í íslenskum stjórnmálum.
Það sem hann þarf er að fá til sín heiðarlegt fólk sem er hægt að treysta fyrir málefnum þjóðarinnar það er númer eitt. Síðan er að semja stefnu fyrir fólkið í landinu.
Haraldur Baldursson það eru margir búnir að bjóða mér og síðast í gær átti ég að mæta á fund sem ég fór ekki á. Enn sjálfsagt að skoða málefni Frjálslyndaflokksins og stefnu hans. Því hann er ekki kenndur við fjórflokkinn.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.4.2010 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.