Glæsilegur árangur.

Það er ekki á hverjum degi þegar ungt fólk vinnur til silfurverðlauna í suður amerískum dönsum á Junior Dance Festival í Blackpool á Englandi í dag frábær árangur hjá þessum ungu pörum. Þess skal getið að lítið hefur verið fjallað um keppnir í dansi á undanförnum árum og virðist lítill áhugi fjölmiðla á því máli, nema ef það væri fótbolti eða handbolti þá stendur ekki á 365 miðlum eða RÚV að senda sína íþróttafulltrúa á staðinn og vera með beina útsendingar á staðnum frá þessum kappleikjum.

Sigurður Hólm fyrrverandi sjómaður og mikill áhugamaður um dans listina hefur ferðast víða um landið til að fræðast og sjá þessa listsköpun, þegar ungt fólk og þeir sem eldri eru að dansa. Hann segir sjálfur að dansinn sé hans áhugamál frá því að hann gat fyrst stigið í fæturna þvílíkur er áhuginn. Sigurður Hólm hefur barist í tugi ára fyrir að sjónvarpið sýni frá danskeppnum erlendis og hérlendis og meira segið gengið á fund útvarpstjóra Páls Magnússonar og bent honum á hvað óréttlætið er mikið þegar gert er upp á milli íþróttagreina þar á meðal er dansinn sem er útundan í umfjöllun um íþróttir. Þrátt fyrir allar ferðir og hringingar hefur honum orðið lítið ágengt í sinni baráttu, enn dropinn holar steininn segir máltækið.

Morgunnblaðið er eini fjölmiðill sem hefur fært Íslendingum fréttir af unglingum eða þeim sem hafa slitið barnskónum öll hafa þau keppt fyrir Íslands hönd og komið með verðlaunagripi heim hvort það sé gull, silfur, eða brons. Þessi árangur vekur mikla athygli erlendis og um leið góð landkynning fyrir Íslendinga. Það væri óskandi að sjónvarpstöðvar myndu ekki gera uppá milli íþróttagreina og færu nú að fjalla um þessa grein íþrótta.

Margrét Hörn Jóhannsdóttir, Höskuldur Jónsson til hamingju með ykkar frábæra árangur haldið áfram á ykkar braut. Þið eruð stolt okkar íslendinga, þjóðin hvetur ykkur áfram.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Hrepptu silfrið í suður-amerískum dönsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband