Eru erlendir sérsveitamenn á leið til landsins?

Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna, segir lögreglunar óttast aðgerðaleysi stjórnvalda í kjölfar birtingar á rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segir að lögreglumenn muni hugsa sig tvisvar áður en þeir hætti lífi sínu til að verja dauða hluti verði önnur bylting enda sé mikill órói innan lögreglunar vegna lausa kjarasamninga. Hann segir kvíða viðbrögðum við rannsóknarskýrslunni. Búast megi við að umræðan í þjóðfélaginu verði þannig að fólk muni skiptast í tvær fylkingar. Þá krefjast menn meiri aðgerða en stjórnvöld boði og hina sem telji að aðgerðir í kjölfar skýrslunnar séu of miklar og jaðri við nornaveiðar.

Snorri óttast að aðgerðaleysi stjórnvalda geti leitt til viðlíkan ástands og uppi voru í samfélaginu þegar verst lét í búsáhaldabyltingunni, þegar lögreglumenn urðu fyrir ítrekuðum árásum við skyldustörf. Hann segir mikinn óróa fyrir á meðal lögreglumanna vegna lausra kjarasamninga og nú bætist við álag vegna rannsóknarskýrslunnar þar ofan á. Hætta sé fyrir hendi að lögreglumenn mæti ekki til starfa. Þeir muni sjálfsögu sinna starfskyldu sínum en þetta sé það sem menn ræða sín á milli. hann leyfi sér að efast um að margir gefi kost á sér í að verja með lífi og limum dauða hluti og þeir gerðu í búsáhaldabyltingunni meðan fjölskyldur heima höfðu áhyggjur:

 Getur það verið að stjórnvöld séu að undirbúa að sérsveitamenn frá erlendum ríkjum séu á leiðinni til landsins og muni ganga í löggæslustörf lögreglumanna sem nú eru samningslausir? Ef þetta er rétt, þá mun hér geysa upplausn í þjóðfélaginu, enda er búið að afnema verkfallsrétt á flugumferðastjóra sem dæmi flokkar verkalýðsins sem settu löginn. Reiðinn er mikill á meðal fólks í dag ekkert hefur verið gert til að laga samfélagið aftur þrátt fyrir loforð og efndir. Fjölmiðlar hafa hreinlega brugðist í öllu þessu máli sjálfsagt vegna ótta starfsmanna að missa atvinnu sína.

Það getur ekki verið stefna stjórnvalda á hverjum tíma að hafa löggæslumál í molum, og segja við lögreglumenn við ætlum ekki að semja við ykkur um kaup og kjör innan sviga haldið þið kjafti. Það eru ekki til peningar til að greiða ykkur. Þetta voru svipuð svör og flugumferðastjórar fengu beint í andlitið. Er það ekki alvarlegur hlutur þegar hellum er kastað í lögreglumenn þegar þeir eru að halda æstu fólki í skefjum að eyðilega til dæmis Alþingishúsið. Hver vill missa limi eða vera dauðans matur eftir slík átök? Er fólkið ekki sammála lögreglunni að hún verður að halda uppi lögum og reglum í landinu? Þetta eru spurningar sem þjóninn verður að svara.

Ég vil vara við ef þjóðin tekur valdið í sínar hendur, slíkt gerðist fyrir stuttu á erlendri grundu þar sem lögreglumenn réðu ekki við fólkið sem rak fulltrúa þjóðarinnar burtu úr sínu sætum og þeir flúðu burtu og hafa ekki sést síðan. Valdið fór í hendur þjóðarinnar sem skipaði sitt fólk í æðstu stöður. Þetta gæti gerst hér á landi og um leið væri fjórflokkakerfið liðið. Ég tel að þjóðin verði að hlusta á Snorra Magnússon formann lögreglumanna það sem hann bendir á alvarleika í samskiptum stjórnvalda og lögreglumanna.

Jóhann Páll Símonarson.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli þetta sé ekki jafn traust og sagan um að "Hvítliðar" hafi verið að smygla vopnum til landsins? Í hvaða tilgangi þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2010 kl. 12:53

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Axel Jóhann Hallgrímsson.

Mikið hafa mínar hugleiðingar farið illa í þig það sést á þínum skrifum.

Það er hinsvegar alvarlegur hlutur, ef hingað eru leiðinni sérsveita menn í boði stjórnvalda frá þínum flokki sem ætla að ganga hugsanlega í störf lögreglumanna ef kæmi til stimpinga á milli þjóðarinnar. Það eitt væri valdbeiting gagnvart lögreglumönnum sem hafa staðið sig með prýði í gegnum árinn.

Þess vegna þarft þú ekkert að reyna að snúa út  úr orðum mínum Axel Jóhann Hallgrímsson.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 10.4.2010 kl. 13:08

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki í neinum flokki, yfirgaf hann þegar hann lagðist undir íhaldið austur á Þingvöllum.

Svo er ég ekki að snúa út úr neinu hjá þér Jóhann, ekki vera svona hvumpin. Þú ert að hlaupa eftir einhverri gróusögu, ég bennti aðeins á aðra slíka og jafnaði máli út.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2010 kl. 00:34

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Axel.

Skrif mín hafa farið illa í þig það fer ekki á milli mála. Mér líkar vel ef málefnalega umræður eru í gangi þess vegna svarar ég þér.

Fyrir utan þú hefur þetta hjá þér sjálfum, ég hef yfirleitt hlustað á aðra það eitt er öllum holt og gott. Það eru háværar raddir að svo sé hvort þeim verður beitt verður að koma í ljós.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 11.4.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband