27.4.2010 | 23:33
Ársfundur Gildis - lífeyrissjóðs 28. apríl 2010.
Ársfundur Gildis - lífeyrissjóðs verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 17. á morgun þann 28. apríl 2010. Sjóðsfélagar eru hvattir til að fjölmenna á fundin. Fyrir liggur bréf um afsögn framkvæmdarstjóra, sjóðstjóra og stjórnar lífeyrissjóðsins Gildi. umrædd bréf barst til Gildis 21 apríl 2010. Var móttekið hjá Fjármálaeftirlitinu sama dag kl 13,30. þess er óskað að Fjármálaeftirlitið taki yfir alla stjórn og starfsemi lífeyrissjóðsins á meðan farið verður í gegnum öll gögn og lánasöfn og rækilega úttekt fari fram á stöðu sjóðsins, tap sjóðsins verði skýrt á fullnægjandi hátt og gerð grein fyrir hagsmunagreiningu af hverju fór sem fór. Þetta er forsendan fyrir því að réttur sjóðsfélaga verði tryggður til lengri tíma. Það er komin tími á ábyrgð í stað eyðslu.
Það er ekki að ástæðulausu að sjóðsfélagar taka sig saman og vilja fulltrúa atvinnurekenda, og fulltrúa verkalýðhreyfingar burtu úr þessum sjóð vegna þess gífurlegt tap sem hér um ræðir sem mér reiknast um 100 miljarðar króna á tveimur árum. Rekstrarkostnaður var á síðasta ári 2009 rúmar 271 miljónir króna. Laun framkvæmdarstjóra rúmar 19 miljónir króna, laun sjóðstjóra rúmar 19 miljónir króna. Laun stjórnarmanns rúmar 12 hundruð þúsund krónur í vinnutímanum, varaformaður 12 hundruð þúsund í vinnutímanum, síðan eru stjórnarmenn með 710 þúsund krónur í vinnutímanum. Heildarlaun þessara manna eru rúmar 30 miljónir króna.
Við sjóðsfélagar erum búnir að fá nóg af þessum stjórnendum sjóðsins þó fyrr hefði verið. Að endingu sjóðsfélagar mætum á morgun á Grand- Hótel sýnum samstöðu og segjum þessu fólki upp störfum það getur ekki verið stefna sjóðsfélaga að eiga ekki fyrir skuldum.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Athugasemdir
Jóhann Páll Símonarson. Komdu sæll.
Stundum örvænti ég fyrir landsmenn að ,,Hrunið,, hafi ekki kent okkur nóg. Ég sem hélt að núna sæum við hversu siðspillt stjórnvald hefði búið um sig hérna á sl. árum. En spillingin virðist vera ennþá í algleymi. ,,Það er góðum þorsta sóað með því að drekka vatn,,...Það er góðu hruni sóað með aðgerðarleysi
Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.4.2010 kl. 02:28
Heil og sæl Guðrún Magnea Helgadóttir.
Takk fyrir innlitið tek undir með þér spillingin er í algleymingi hún er ekki hætt. Nú verðum við sem þjóð að taka til
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.5.2010 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.