Sjómannafélag Íslands krefst afsagnar framkvæmdarstjóra og stjórnar.

Stjórn Sjómannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af stöðu lífeyrissjóðsins Gildis, þar sem tapast hafa gríðarlegir fjármunir. Tapið veldur því að réttindi sjóðsfélaga hafa verið skert nú í annað sinn á tveggja ára tímabili.

Ekki verður séð fyrir endann á tapi sjóðsins þar sem óvissa er um niðurstöðu margra mála er varandi fjármuni sjóðsins. Framkvæmdarstjóri og stjórn sjóðsins virðist ætla að axla ábyrgð á hörmungum sjóðsins með því að sitja sem fastast.

Fram til þessa dag hafa flestir félagsmenn Sjómannafélags Íslands verið með skildu aðild að Lífeyrissjóðnum Gildi áður Lífeyrissjóður Sjómanna. Í ljósi aðstæðna telur félagið rétt að skildu aðild að ákveðnum sjóðnum verði aflétt.

Félagið mun vinna að því að félagsmenn þess hafi frelsi til þess að velja sér lífeyrissjóð.

Stjórn Sjómannafélags Íslands krefst þess að framkvæmdarstjóri ásamt stjórn axli ábyrgð og segi af sér nú þegar.

Undir þetta ritar fyrir hönd stjórnar.

Helgi Kristinsson, formaður.

Þessu ber að fagna og þess er vænst að fleiri Sjómannafélög taki undir þessi orð. Sjómenn á hafi úti eru að fara á límingunni þar kraumar undir. Enda hef ég verið í stöðugu sambandi við þá á netinu. Það er einrómur að framkvæmdarstjóri, og stjórn segi af sér vegna vanrækslu í starfi. Það getur ekki verið eðlilegt hvernig þeir hafa komið fram við sjómenn og sjóðfélaga. Það vekur furðu framkvæmdarstjóra að segja nýlega að þeir hafi verið plataðir í sínum fjárfestingum. Og síðan ætla þeir að verja sig nú með því að bæta sig furðuleg rök. Burtu með þessa menn.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæll  jói en heldur þessi þjófnaður áfram fyrir framan augu fólks sem virðist vera varnarlaust fyrir þessum þjófum svo virðist vera enginn löggjöf nái yfir þessa þjófa með VILHJÁLM EIGILSON í broddi fylkingar kv óli skúla

Ólafur Th Skúlason, 4.5.2010 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband