7.5.2010 | 15:33
Laxveiði ferðir á vegum Kaupþings banka.
Nú liggur fyrir að 2 starfsmenn Kaupþings liggja nú undir grun að hafa hugsanlega brotið af sér í starfi? Það eitt mun koma í ljós þegar rannsókn málsins líkur. Það er hinsvegar alvarlegur hlutur þegar einstaka starfsmenn í eignastýringu lífeyrissjóðsins Gildi skuli hafa þegið boð um að fara í laxveiðiferðir á vegum bankans með vitneskju framkvæmdarstjóra sjóðsins. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. það vekur undrun að starfsmaður eignastýringar Gildis skuli hafa stundað verbréfa brask auðvita til að græða með leyfi þeirra sem stjórnuðu. Fjárfestingar íslensku lífeyrissjóðanna hafa farið illa, ekki síst skuldabréfa eign þeirra sem var gefin út af hinu föllnu félögum. Þessi bréf voru ekki tryggð með veðum. Ég spyr af hverju voru ekki tekin veð? Þarna er gerður greinamunur á sjóðsfélögum sem sitja ekki við sama borð, varðandi veðhæfni. Ég get ekki séð annað að sérstakur saksóknari verði að komast að hvers vegna voru ekki trygg veð tekin?
Vilhjálmur Egilsson er ósvífinn þegar hann vænir þá sem hafa gert athugasemdir við rekstur lífeyrissjóðsins Gildi í innlendum fréttum: mbl 6.5. þegar hann fullyrðir að gagnrýni á lífeyrissjóði ómálefnalega,, Hugsið ykkur hrokann í Vilhjálmi enn hann gleymir því að minnast á þegar hann sjálfur bað fundastjóra að vísa fréttamönnum á dyr þá spyrja sjóðsfélagar hvað er verið að fela? af hverju mega góðir fréttamenn og sjónvarpsmenn ekki upplýsa þjóðina um málefni lífeyrissjóðsins Gildi?.
Skrýtið í einu orði sagt. Enn hann sjálfur tók sér það vald með leyfi fundastjóra Þórarinn V. Þórarinssonar að tala í rúma 1 klst um ekki neitt. Auðvita til að þreyta sjóðsfélaga og lýsa hvað hann er snjall, enn því miður var þetta skot út í hafs auga. Vilhjálmur gengur svo langt að tala niður til sjóðsfélaga þegar hann segir þetta vera: Ómálefnalega, gaspur, eða beinlínis rógburður segir Vilhjálmur Egilsson í sömu grein,,. Vilhjálmur skal vara sig á því að tala um rógburð í 3 merkingu því hann þorir ekki annað að segja þetta með þessum hætti. Vegna þess að þessir fulltrúar eru komnir upp við vegg. Því nú er farið að hóta fólki, Það felst með þeim hætti að Vinnuveitendur með ASÍ og verkalýðsforkólfum munu snúa sér að lífeyriskerfinu auðvita til að verja sinn haga. Spillingin heldur áfram.
Það er skoðun margar sjóðsfélaga að sérstakur Saksóknari kalli nú Framkvæmdarstjóra, yfirmenn, fyrrverandi sjóðstjóra, Vilhjálm Egilsson og Sigurð Bessason á sinn fund og láta þá svara fyrir gríðlegt tap sem hefur orðið á undanförnum 2 árum sem nemur miljörðum króna, og hefur orðið til þess að lífeyrisréttindi hafa verið skert um 10% á síðasta ári og nú stendur fyrir dyrum að skerða um 7% í tveimur áföngum, samtals 17% eru menn ekki búnir að fá upp í kok á þessu fólki.
Þess skal getið að enn þarf ég að standa í stælum við framkvæmdarstjóra lífeyrissjóðsins Gildi vegna spurninga sem ég hef lagt fyrir þá. þeim hefur ekki verið svarað enn síðan á árinu 2009.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.