28.6.2010 | 12:26
Hvernig fór mál við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar?
Rétt fyrir borgarstjórnar kosningar sl fór Dagur B Eggertsson forystumaður Samfylkingar og óskaði eftir skýringum á sexþúsund og fjögurhundruð miljóna króna sem ekki fer í útboð á vegum Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar þá er átt við að aðeins 14% fer í gengnum útboð og rammasamninga og restin 86% fer ekki í útboð, hér er um að ræða gífurlega peninga skattborgara Reykjavíkur. Mikil leynd hefur ríkt yfir þessu að hálfu allra flokka sem starfað hafa í borgarstjórna flokkunum til fjölda ára og ekkert hefur breyst síðan, ekkert hefur heyrst í Degi B Eggertssyni síðan hann bar þessa fyrirspurn fram í lok mars mánaðar 2010 sama leynimakkið heldur áfram ekkert hefur breyst síðan Dagur B Eggertsson hrópaði eftir að leyndinni yrði aflétt.
Borgarstjórnaflokkarnir hafa borið fyrir sig trúnaði við innkaup Reykjavíkurborgar á ýmsum aðföngum sem keypt eru. Það vekur undrun í stjórnkerfi borgarinnar að ekki sé allt upp á borðum varðandi að leita leiða til hagkvæmi í rekstri sem er vilji borgarbúar. Nú óska Íbúar í Reykjavík eftir skýringum og svörum hvernig málin standa þetta ætti að vera auðvelt fyrir Dag að upplýsa okkur borgarbúa í Reykjavík.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.