5.7.2010 | 22:16
Þeir hafa ekkert lært
Lífeyrissjóðurinn minn, lífeyrissjóðurinn Gildi, hefur tapað þúsundum miljóna króna á íslensku sparisjóðum og bönkunum. Nærtækasta er að minnast á víkjandi skuldabréf sem ábyrðarmenn sjóðsins keyptu af Glitni sem nam rúmum þremur miljörðum króna eða á mannamáli rúmum 30 þúsund miljónum króna. Það bréf var ekki virði pappírsins sem það var skrifað á nokkrum vikum fyrir hrun allra íslensku bankanna. Hér er aðeins tilfært eitt lítið dæmi um tap lífeyrissjóðsins á íslensku sparisjóðunum og bönkunum.
Rannsóknarskýrslan
Heil rannsóknarskýrsla er komin út um hrun bankakerfisins. Margan lærdóm má draga af lestri hennar,en tíðindi upp á síðkastið benda ekki til þess að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafi gefið sér tíma til þess að lesa, hvað þá læra. Það er stundum sagt að brennt barn forðist eldinn, en ekki íslenskir lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðirnir, þar með talin minn lífeyrissjóður, voru nefnilega að leggja bönkunum til meira fé. Þeir voru nefnilega að kaupa af Íslandsbanka og Landsbanka stóra hluti sem bankarnir eignuðust í kjölfar þess að þáverandi eigendur þeirra og rekstraraðilar tæmdu viðkomandi bankastofnanir af fé. þetta voru ekki hlutir sem bankarnir kusu sjálfir að kaupa, ekki voru þetta fjárfestingar til framtíðar, heldur voru þetta eignahlutir sem höfnuðu hjá nýju bönkunum þegar hinir fóru á hausinn. það eru þessir hlutir sem lífeyrissjóðirnir eru nú að kaupa í Icelander í gegnum framtaksjóð í eigu lífeyrissjóðanna, líka lífeyrissjóðurinn minn, lífeyrissjóðurinn Gildi.
Tap
Fyrst tapa lífeyrissjóðirnir á sparisjóðunum og bönkunum, Hannesi Smárasyni, Finni Ingólfssyni og Jóni Ásgeiri, svo bíta forsvarsmenn þeirra höfuðið af skömminni með því að losa bankana við hlutina sem þeir eignuðust vegna fjármálasnilli nokkra útrásavíkinga. Sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum Gildi hafa ekki verið spurðir hvort þeir hafi viljað fjárfesta í áhætturekstri flugfélags sem hér um ræðir og heitir Icelander sem á það til að ganga yfir sína starfsmenn á skítugum skónum. Sjóðfélagar eru ekki spurðir hvort þeir telji það arðvænlegt að greiða niður fargjöld og auglýsingarherferðir fyrir útlendinga sem ferðast vilja á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Væri lífeyrissjóðum veitt lýðræðislegt aðhald er óvíst að fjárfestingar af þessu tagi til nýju bankanna yrðu samþykktar. Hvert mannsbarn veit að SAS, British Airways og fjöldi flugfélaga um allan heim eiga í gríðarlegum rekstrarerfileikum. Við þessar aðstæður kjósa ábyrðamenn íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta yfir 30% hlut fyrir 3 miljarða króna eða 30 þúsund miljónir króna í flugrekstri. Menn hljóta að spyrja sig hvort skýringar á þessum fjárfestingum nú eigi það sammerkt með skýringum sem gefnar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á annars konar fjárfestingum ( 4. bindi, bls. 210 - 211). Forsvarsmenn lífeyrisjóða halda áfram að gera það sem þeir vilja - að sukka að mínu áliti - og halda áfram að vaða á skítugum skónum yfir sjóðsfélaga án þess að halda fundi um málið eða spyrja sjóðsfélaga um formlegt leyfi af þeirra hálfu þegar um er að ræða gífurlegar fjárfestingar úr sjóðum sjóðsfélaga sem eru hinir raunverulegu eigendur að fé sem þeir eiga í lífeyrissjóðum landsmanna. Þess skal getið að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna virðist ekkert hafa lært af þúsunda miljóna króna tapi, annars væru þeir nú að fjárfesta í Kína sem dæmi, ekki í flugfélagi sem ekki getur staðið í fæturna. Lýðræðislegt aðhald að stjórnendum lífeyrissjóðanna er lífspursmál fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Þess vegna þurfum við sjóðsfélagar að berjast saman að því að koma atvinnurekendum burtu út úr lífeyrissjóðum sem þeir sitja í, þeir hafa nefnilega ekkert þar að gera nema að tryggja sínum félögum aðgang að ódýru fé. Er ekki tími til komin að við sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum rísum upp og gerum alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð sem nú eru viðhöfð af hálfu þeirra 16 lífeyrisjóða sem eiga aðild að framtaksjóð Íslands?.
Þess skal getið þessi grein er í mbl í dag á bls 16.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má undir flest,sem þú skrifar.
Ég tek sannlega udir það,að það þurfi að vera þak á fjárfestingum sjóðanna.Stórar upphæðir til einstaka fyrirtæki,ber að stöðva.Samkvæmt lögum sjóðsins ber að dreifa fjárfestingum eða lánum til félaga eða verkefna.
Ég tek undir það að atvinnurekendur,eiga ekki að vera í stjórn lífeyrissjóðana.Allavega ekki í meirihluta.Þeir hafa lýst því yfir,að ef þeir væru ekki í stjórn,myndi þeir ekki greiða í sjóðinn,sem er ekkert nema brot á lögum,sem og launasamningum.Það mætti koma á móts við þá að þeir yrði í minnihluta í stjórn.Þannig að áhvarðannir yrðu aldrei gerðar,nema með fulltingi fulltrúum sjóðsfélaga.Atvinnurekendur yrðu þá frekar ráðgefendur,með tillögurétt.
Ingvi Rúnar Einarsson, 5.7.2010 kl. 23:04
Heill og sæll Ingvi Rúnar Einarsson.
Lífeyrissjóðir eiga ekkert með það að stofna framtaksjóði nema að sækja um leyfi til þess. Setja síðan fé sjóðsfélaga að niðurgreiða fargjöld fyrir útlendinga er óþolandi. Fyrir utan þetta flugfélag sem er búið að standa á brauðfótum í mörg ár.
Atvinnurekendur mega hóta ef þeir vilja. þeir segja sjálfir vilja fara burtu þá segi ég flott, Til að byrja með þurfa þeir borga hærri laun sem dæmi þá getum við ráðið þessu sjálfir.
Ég vil fá þetta fólk sem stjórnar Gildi í burtu nóg er tapið og skerðingar sem þú kannast vel við. Sjóðsfélagar þurfa að bindast saman að verkefninu sem nú er framundan.
Er að leita lögmanna á næstunni til að afla svara við mínum spurningum sem ég hef lagt fyrir stjórn enn hún neita mér um svör.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 5.7.2010 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.