Lýðræðið í Gildi.

Lengi hafa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum Gildi barist fyrir lýðræðinu í Gildi að sjóðsfélagar greiði sjálfir atkvæði á árfundum sjóðsins. Samkvæmt samkomulagi ASÍ og Atvinnurekenda á sínum tíma gerðu verkalýðsfélög innan vébanda ASÍ með sér samkomulag að helmings fulltrúa kæmu frá Atvinnurekendum og hinn helmingurinn kæmi frá verkalýðsfélögum. Samtals eru þetta 160 fulltrúar sem fara með valdið í Gildi 80 fulltrúar frá hverjum hluta. Stjórnarformennskan kemur frá atvinnurekendum annað hvert ár það sama gildir um verkalýðhreyfinguna. Finnst sjóðsfélögum þetta lýðræði þegar greiðendur sjóðsins voru árið 2009 39,672 félagar. það er ekki lýðræði þegar 160 fulltrúar skulu hafa yfirráð yfir nær 40 þúsund greiðendum í sjóðsins og hinir sitja á hakanum og verða að halda kjafti og standa eins og þeir segja.

Samkvæmt skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu sem er frá 31 desember 2009 þá kemur í ljós að raunávöxtun sjóðsins frá 2005 til 2009 var -1,7% meðalávöxtun var -1% hugsið ykkur þetta var á gullárunum þegar allt lék í lindi. Samkvæmt skýrslu Árna Guðmundssonar framkvæmdarstjóra sjóðsins sem fram kom á ársfundi sjóðsins árið 2010, varð lífeyrissjóðurinn að afskrifa 4,337 miljarða króna í Glitnisbanka banka stærsti liðurinn voru skuldabréf sem ekki voru með veðum hugsið ykkur ekki með veðum. Enn er óljóst með gjaldeyrisskiptasamninga uppá 20,786 miljarða króna sem getur haft veruleg áhrif á framtíð sjóðsins og ekki enn séð fyrir endanum á þeim hluta. Afskriftir af fyrirtækjaskuldabréfum, og skuldabréfum banka, og fjármálafyrirtækja á árinu 2008 - 2009 voru 22,970 miljarðar króna sem nemur 10% af eignum sjóðsins. Hugsið ykkur tapið.

Samkvæmt tryggingarfræðilegri úttekt þá var staðan - 11,6% sem mun leiða til greiðslufalls ef ekkert verður að gert. Auðvita það er búið þegar að skerða um 17% hjá sjóðfélögum sem komnir eru á aldur eða búa við skert kjör. Síðasta skerðinginn tekur gildi þann 1 nóvember hjá þeim sem hafa skilað sínu ævistarfi. Það er margt enn sem er óljóst sem ég ætla að láta bíða síðari tíma. Enn ég skil vel stjórn Landsambands Smábátaeigenda sem vill að stjórn og stjórnarmenn víki þá tillögu bar ég upp á síðasta ársfundi sjóðsins hún var felld með öllum greiddum atkvæðum þeirra sem hafa valdið í Gildi, fulltrúar Sjómannafélags Íslands gengu af fundi og tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni sem er ömurlegt að félagi sem á að vinna fyrir sjómenn.

Sjóðfélagar í Gildi. Jóhann Páll Símonarson er ekki hættur að berjast nú er sú staða uppi að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að sjóðurinn sæti rannsókn enn sættir bið. Fjármálaeftirlitið hefur fengið bréf frá mér, þar sem ég óska eftir að stjórnarmenn og stjórnendur verði leystir frá störfum á meðan sjóðurinn sættir rannsókn og sjóðnum verði skipaður umsjónarmaður. Sjáum hvað verður næst.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Telja stjórn Gildis eiga að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband