Út með þá.

Lífeyrissjóðurinn Gildi er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra enn málið sættir bið hugsanlega vegna manneklu. Í næstu vikur mun ég senda embætti Ríkislögreglustjóra ítrekun hvað líði rannsókn á máli sem efnahagsbrotadeildin hefur ákveðið að taka til rannsóknar. Frá því að ákveðið var þann 23 september 2010 hefur ekkert gerst í þessu máli. Ég hef skrifað bréf til Fjármálaeftirlitsins og fengið svör frá þeim að þeir væru bundnir þagnaskyldu, og hafa ekkert að hafst neitt í þessu máli. Þrátt fyrir að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið að taka málið til rannsóknar. Það er greinilegt að regluverkið í kringum lífeyrissjóði er betra fyrir þá sem ráða og fara með völdin enn nokkurn það kerfi sem Breznef lét sér detta í hug að setja.

Hinsvegar er hægt að benda fólki á í opinberi umræðu, virtist það þykkja eðlilegt og sjálfsagt, hversu absúrd sem það kann að hljóma, að stjórnendur á Íslandi sem gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning víki úr starfi tímabundið á meðan opinber rannsókn á meintum ólöglegu athæfi þeirra eru í gangi. Þrátt fyrir það sitja þessir sömu menn áfram í sínum sætum með samþykki Fjármálaráðherra og Fjármálaeftirlits sem beita sér ekkert í þessum máli. Það má vel vera að það sé vegna kaupa á Vestia þar sem sjóðurinn minn á hlut í gegnum Framtakssjóðs á meðal fyrirtækja eru Icelander og Húsasmiðjan sem dæmi. Þess skal getið hugsanlega hefur áreiðanleika könnun á stöðu þessar fyrirtækja ekki farið fram, sem er mjög alvarlegur hlutur ef svo er. Annað dæmi þar sem reynt er að þurrausa lífeyrissjóði okkar í að byggja upp vegakerfið okkar. Vegna þess að það má ekki styggja stjórnendur lífeyrissjóða við ótta að þeir neiti því að setja fé í þessa vegagerð sem eru fyrirhugaðar eru á næstunni. Hafa sjóðsfélagar verið spurðir hvort þetta sé í lagi. Svarið er einfalt nei.

 Það er greinilegt að laga- og regluverk í kringum lífeyrissjóði er hugsað með hagsmuni þeirra sem ráða yfir peningum okkar. Tökum dæmi með Gildi þar stjórna 80 fulltrúar frá atvinnurekendum og 80 fulltrúar frá aðildarfélögum verkalýðsins, sem fara með öll völd fyrir nær 40 þúsund sjóðsfélaga. Snillingarnir í Gildi hafa tapað þúsundum miljóna króna í snarvitlausum fjárfestingum, sem dæmi lánuð þeir nær 4 miljarða króna án veða til banka sem var í eigu útrásavíkinga. Megnið af hlutabréfa safni er tapað og afskrifað sem nemur miljörðum króna. Enn er óuppgert við bankana gjaldmiðlasamningar upp á rúma 20 miljarða króna. Á sama tíma er búið að skerða réttindi sjóðsfélaga um 17% hvað skildi næsta skerðing verða ef þessir rúmir 20 miljarðar tapast? og hver verður staðan þá? Samkvæmt skýrslu frá fjármálaeftirlitinu fyrir árið 2009. þá var raunávöxtun árana 2005 - 2009 - 1,7 % meðalávöxtun var -1%. heildarskuldbindingar voru -11,6% sem getur leitt til greiðslufalls ef ekki tekst vel til.

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun á meðal sjóðsfélaga sem vilja að stjórn og stjórnendur lífeyrissjóðsins víki til hliðar á meðan rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra stendur yfir og skipaður verði umsjónamaður á meðan rannsókn stendur yfir. Hér er vefur sem sjóðsfélagar geta skrifað undir. http://it-cons.com/gildi/index.php

Jóhann Páll Símonarson.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Sæll Jói !

   Það er líka eitt (af mörgu) sem ég stórefast um að sé löglegt að neita sjóðfélögum um að hafa kosningarétt á sjálfum aðalfundi . Þetta gæti verið daglegt brauð hjá örgustu mafíósum en í lýðræðisríki sem Ísland á að heita ?

Hörður B Hjartarson, 13.11.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Já og út með skítinn - þói fyrr hefði verið.

Hörður B Hjartarson, 13.11.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Jói ! Ég leitaði á Google og fékk litlar 24síður með leitarsíðum og fór yfir þær allar og fann ekkert .

Hörður B Hjartarson, 13.11.2010 kl. 21:46

4 Smámynd: Júlíus Kristjánsson

sæll Jóhann.

Þökk fyrir framtakið.en eg kemst ekki inn á þessa síðu,til að skrifa undir,,,svolítið ruglimgsleg

Júlíus Kristjánsson, 14.11.2010 kl. 00:46

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hörður B Hjartarson.

Varandi reglugerðakerfið þá er hann samningur sem var gerður á sínum tíma þar sem menn skipta með sér völdum. Þetta var samningur á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga innan vébanda ASÍ. Fjöldi þeirra sem mega kjósa fer eftir félagafjölda Efling stéttafélag hefur flesta fulltrúa, þess vegna hafa þeir formennsku annað hvert ár. Ef hinsvegar ASÍ myndi segja upp þessum samningi þá yrði staðan öðruvísi. Meðan þetta kerfi er við líði þá mun spillingin halda áfram.

 Hörður ég setti síðuna inn og fékk þetta upp. Ég mun skoða þetta þakka þér fyrir þína athugasemd.

 Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.11.2010 kl. 11:16

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Júlíus Kristjánsson.

Þakka þér fyrir hlýjar kveðjur. Ég fór eftir því sem ég gaf upp og komst inn á þessa síðu. Ég mun skoða þetta þakka þér þínar athugasemdir.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.11.2010 kl. 11:20

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Jói ! Ég reyndi aftur núna og eina sem ég fékk sem ég kannaðist við var síðan þín , en núna voru heimasíðusíðurnar orðnar 13 (voru 24 í gær)

Hörður B Hjartarson, 14.11.2010 kl. 16:42

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hörður B Hjartarson.

Ég bið þig að afsaka hvað það hefur dregist að svara þér. Er á fullu í þessum undirskriftum þátttaka fer vel af stað. Það er rétt hjá þér varandi vef sem fólk getur farið inn á. Er að reyna að laga þetta.

Þér til fróðleiks þá hafa stjórnendur lífeyrissjóðsins brugðist við og fengið til sín framkvæmdarstjóra lífeyrissjóða sem ætti að vera búið að segja upp störfum fyrir löng. Þessir sömu menn voru að kaupa hlutabréf meira í þessum banka frekar enn öðrum banka. Við þurfum að koma þessu aðilum frá. Farðu inn á vef Gildis lífeyrissjóð þá sérðu hvaða menn þetta eru.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.11.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband