Stjórnendur pakka í vörn.

Mikill umræða hefur verið um lífeyrissjóðinn Gildi og skyldi ekki neinum sjóðsfélaga undra sú umræða. Tap sjóðsins nemur nú um þúsundum miljóna króna og ekki er enn séð fyrir endanum á því tapi sem er stærsta tap sjóðsins frá stofnun sjóðsins. Samkvæmt skýrslu sem kom út nýlega frá Fjármálaeftirlitinu fyrir árið 2005- 2009, var raunávöxtun 1-7%, meðalávöxtun var -1%, neikvætt eigið fé -11,6% sem segir mínus - uppá rúmlega 52 þúsund miljónir króna til að geta staðið undir sínum skuldbindingum. Þetta var á gullárunum hjá snillingunum í Gildi.

Hugsið ykkur ef fyrrtæki sem væri í rekstri hefði svona umhverfi þá þyrfti að koma til aukið fjármagn frá hluthöfum til þess eins að fyrirtækið gæti haldið velli, ef ekki kæmi til aukin fjármagns þá færi viðkomandi fyrirtæki í greiðslustöðvun og yrði að óska eftir gjaldþrotameðferð. Enn aðrar reglur gilda um lífeyrissjóði þar greiða sjóðsfélagar þann kostnað með skerðingu réttinda eins og sjóðsfélagar hafa orðið fyrir á sl ári, án þess að geta haft áhrif á útlán sjóðanna eða kosningu sjóðsfélaga í stjórnir. Það gerir reglugerðaverkið í kringum lífeyrissjóði það að verkum að þeir sem ráða hafa völdin þessir 160 frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem skipa í stjórnir og stjórnar menn frá þeim ráða hverjum er lánað og öðrum ekki. Við sjóðsfélagar sem erum nær 4 þúsund höfum ekki neinn völd og getum ekki kosið okkar fólk í stjórnir sem er valdníðsla. Það er staðreynd að atvinnurekendur sækjast eftir að vera í stjórnum lífeyrissjóða til að þrýsta á að lífeyrissjóðir kaupi skuldabréf fyrirtækja. Tap sjóðsins á fyrirtækjaskuldabréfum, skuldabréfum banka, og fjármálafyrirtækja fyrir 2008 - 2009 nam 22, þúsund og 970 miljónir króna, sem er 10% af eignum sjóðsins. Þetta er ekki eina dæmið þau eru fleiri.

Afleiðusamningar sem nú eru enn óuppgerðir við föllnu bankana og óvíst er með uppgjör á þeim. Enda eru framkvæmdarstjórar lífeyrissjóða komnir til að hjálpa Árna Guðmundsyni sem var í því að semja við bankana um þessa afleiðusamninga, það er hann sem ber ábyrgð á þessum samningi ásamt fyrrverandi sjóðstjóra sem nú er hættur. Það vekur furðu að framkvæmdarstjóra sem eiga ekkert með lífeyrissjóðinn Gildi að gera skuli nú taka sér stöðu að pakka í vörn og tryggja það að enginn geti komist inn fyrir þessa vörn og auðvita til að skora mark. Þetta geta menn skoðað á heimasíðu lífeyrissjóðsins Gildi. Þess skal getið hér að afleiðusamningarnir sem eru óuppgerðir nema  20 þúsund 786 miljónum króna sem getur valdið sjóðnum miklum skaða sem ekki verður séð fyrir enn og nóg er komið að því líku rugli sem snillingarnir í Gildi hafa verið valdir af með því að kaupa skuldabréf án veða fyrir nær 4 þúsund miljónir króna.

Ég vill minna á að undirskriftasöfnun er í gangi fyrir rétthafa í Gildi um afsögn stjórnar og breytingar á regluverki sjóðsins. Vefur.   htt://it-con.com/gildi/index.php

Jóhann Páll Símonarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband