24.11.2010 | 07:08
Lífeyrissjóðurinn Gildi.
Þann 22 september 2010 sendi ég erindi til Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara áframsendi það til efnahagsbrotadeildar. Umrætt erindi mitt barst þann 23 september 2010. þann 30 september 2010 tók saksóknari efnahagsbrotadeildar ákvörðun að málið skildi sæta rannsókn,, enn Bíður rannsóknar í dag. Þetta var niðurstaða þann 30 september.
Eftir þessa tilkynningu fór að bera á titringi á meðal stjórnenda Gildis sem reyndu hvað þeir gátu að gera mig ótrúverðugan. Meira að segja einn af saksóknurum efnahagsbrotadeildar Helgi Magnús Gunnarsson sagðist ekkert kannast við frétt sem birtist á RÚV þann 17 október 2010 varandi rannsókn á Gildi. ákvörðun yrði tekin bráðlega hugsið ykkur ákvörðun tekin bráðlega? Þess skal getið ákvörðun sem hefur verið ákveðinn er ekki hægt að breyta. Helgi Magnús á að vita þetta, síðan birtist ein skýring enn,, Saksóknari sem tók þessa ákvörðun er hættur hjá efnahagsbrotadeild. Þetta voru rökin hjá efnahagsbrotadeild eftir að búið var að ákveða rannsókn, sem nú er lokið að þeirra hálfu segja þeir. Enn málið sætir bið hjá mér því ég á rétt að kæra málið, ég tel málsmeðferðin ekki fullnægja að því leiti að saksóknari leitaði til Fjármálaeftirlitsins um svör stað þess að fara að rannsaka málið, sem eru undarlegir starfshættir að mínu mati.
Ekki voru fréttastofur að kanna málið eða kynna sér ástæðuna hvers vegna rannsókn væri lokið?, Jú það var fréttaefni að rekstrarkostnaður lífeyrissjóða væri svimandi hár. Ég tek undir þessi orð því ég er búinn að benda á þetta rugl í mörg ár á fundum og með skrifum þetta var ekkert nýtt fyrir mér. Það sem er aðalatriðið í þessu máli er þetta gífurlega tap Gildis sem nemur mörg þúsundum miljóna króna. Það er ekki fréttaefni. Ekki gerðu fréttamenn neitt í því þegar þeir voru beðnir að hypja sig á brott af fundi Gildis.? Því þeir mættu ekki fylgjast með fundinum. Fóru síðan út með skottið á milli lappana, það eitt var í lagi. Þvílík niðurlæging fyrir fréttamenn, það virðist sem allt bit sé búið úr þessum fréttamönnum, ekki hægt að brúka kjaft lengur. Nú er það þögnin sem ræður ríkjum.
Nýlega birtist sú frétta í mbl að rannsókn væri hætt þetta var sl sunnudag, ekki var mér kunnugt um að rannsókn væri hætt? Hinsvegar var Morgunblaðið ekkert að hafa fyrir því að spyrja um um þessa frétt? Þetta er í raun glæsilegt fyrir mig, þarna sér maður hvernig áhrifavöldin í þessu þjóðfélagi vinna. Allt kerfið er samofið klíku manna sem reyna hvað þeir geta að koma í veg fyrir umfjöllun, með því að verja kerfið. Brésnef datt sér ekki í hug að setja upp þvílíkt reglukerfi sem nú er við líði. Rannsókn á Gildi krefst skýringar hvers vegna var hætt við rannsókn? Hvað varð til þess að þeir tóku málið að sér? Hvernig munu þeir verja sitt sjálfstæði eftir þessa ákvörðun? Mér er spurn?
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.