Hverjir komu í veg fyrir rannsókn á lífeyrissjóðnum Gildi?

Það er með ólíkindum hvernig stjórnendur í lífeyrissjóðnum Gildi fái að starfa þar áfram óáreittir án þess að þurfa að gera grein fyrir því gífurlega tapi sjóðsins og ekki verður séð fyrir endanum á því tapi. Tapið sem hér um ræðir er eitt það stærsta sem um getur í sögu lífeyrissjóða landsmanna, þrátt fyrir skellinn vilja stjórnarmenn ekki víkja, þrátt fyrir að vantraust tilaga hafi komið fram á síðasta ársfundi sjóðsins. Þar stóðu verkalýðsforingjar og atvinnurekendur saman og greiddu atkvæði gegn mér það fór svo að mín tilaga var fellt með öllum greiddum atkvæðum þeirra sem hafa atkvæðisrétt á þessum fundi, fulltrúar Sjómannafélags Íslands gengu af fundinum og tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, þess skal getið að fulltrúar atvinnurekenda hafa 80 fulltrúa það sama gildir um verkalýðsforystunnar þeir hafa 80 fulltrúa.

Hugsið ykkur að það skuli 160 manna hópur manna úr hópi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda sem skipta með sér valdinu á sama tíma og nær 40 þúsund sjóðsfélagar hafa ekkert um það að segja hvað stjórnendur í Gildi fjárfesta án veða. Nær öll hlutabréf í bönkunum töpuðust skuldabréfa safn fyrirtækja og banka standa höllum fæti, margt er enn óljóst nóg er að taka því sjóðfélagar fá ekkert að vita. Ég hef til dæmis beðið um skýrslu endurskoðenda þrátt fyrir það er mér neitað um skýrsluna. Sjóðsfélagar í Gildi spyrja sig aflverju fæst hún ekki? Hvað er verið að fela ég spyr? Af hverju eru löginn svona óskýr um afhendingu gagna?.

Árið 2008 tapaði Gildi 59,6 miljörðum króna, árið 2009 tapaði Gildi rúmum 52 þúsund miljónum króna. Neikvætt eigið fé var-11,6% það vantaði rúmar 52 þúsund miljónir króna til þess að sjóðurinn gæti staðið undir sýnum skuldbindingum, ekki er enn komið allt fram í reikningum varðandi tapið. Ég var í bréfaskriftum við framkvæmdarstjóra Gildis sem varð til þess að ég ákvað að kæra háttsemi lífeyrissjóðsins Gildi hinn 22 september. Sendi ég erindi til ríkissaksóknarar sem áframsendi það til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Því ég taldi tap sjóðsins hefði verið langt umfram það sem gæti eðlilegt og í samræmi við almenna og löglega viðskiptahætti. þann 30 september hafði verið tekið ákvörðun að málið skyldi sæta rannsókn, enn málið hefði ekki verið úthlutað til rannsóknar. Opinber umfjöllun hófst síðan um miðjan október mánuð enn hún snerist ekkert um rannsókn málsins og hefur ekki enn verið gerð af fjölmiðlum enn þrátt fyrir að ég sent þeim öll gögn nýlega varandi þetta mál. Ég taldi það skyldu mína að dreifa þessum gögnum í anda gagnsæis og þessa gagnrýna hugafars sem einkenna hið nýja Ísland.

Það var hinn 11 nóvember þegar lögmaður Gildis Þórarinn V Þórarinsson ritar bréf til Ríkislögreglustjóra þar sem hann krefst að lok á rannsóknasóknar máls no. 17 nóvember barst embætti Ríkislögreglustjórans svarbréf frá Fjármálaeftirlitinu þar sem segir efni bréfsins þyki ekki gefa tilefni til að hefja rannsókn af hálfu Fjármálaeftirlitsins á Gildi lífeyrissjóð. Í framhaldi telur ríkislögreglustjóri hvorki tilefni né grundvöll til að halda áfram rannsókn málsins. Undir bréf þetta skrifar Alda Hrönn Jóhannsdóttir settur saksóknari efnahagsbrotadeildar. Hugsið ykkur settur saksóknari spyr fjármálaeftirlitið hvort ekki sé í lagi með Gildi. Það má spyrja hvernig ætlar embætti efnahagsbrotadeildar að verja sitt sjálfstæði eftir þetta. 

Í framhaldi sem sjóðsfélagi í lífeyrissjóðnum Gildi hef ég ákveðið að kæra ákvörðun setts saksóknara efnahagsbrota að hætta rannsókn á háttsemi stjórnar og starfsmanna Gildis, en sjóðurinn hefur tapað gríðarlegum fjármunum undanfarið og kemur við sögu í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, enn þetta var tilefnið kærunnar. Sérstök athygli er vakin á því að Fjármálaeftirlitið, sem lögum samkvæmt á að hafa eftirlit með lífeyrissjóðum landsmanna, virðist líka hafa ráðið mestu um að settur saksóknari efnahagsbrota ákvað að hætta þeirri rannsókn sem stóð til að gera. Það tvöfalda hlutverk Fjármálaeftirlitsins sem fram kemur í þessu máli er í raun furðulegt og ætti í sjálfum sér að vera rannsóknarefni.

Jóhann Páll Símonarson.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, þetta er góð færsla hjá þér og þú átt heiður skilið fyrir að hafa þolinmæði og þrek til að berjast við þetta lið sem virðist geta gert hvað sem er  gagnvart þeim sem eiga lífeyrissjóðina. En það er því miður með þetta mál eins og svo mörg önnu. Að skrattinn sér um sína

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.12.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar Þór Sveinbjörnsson.

Ég vil þakka þér þann hlýhug og kraft sem þú sendir mér.

Það sem alvarlegast er í þessu máli hvernig embætti Ríkislögreglustjóra og Fjármálaeftirlitið handleika þetta mál sem er í raun mjög alvarlegt að mínu áliti. Ég hef notað minn rétt og kært þennan útskurð til embætti Ríkissaksóknara sem hefur krafist upplýsinga af hverju rannsókn var hætt.

Sigmar eitt skulu sjóðsfélagar hafa hugfast tapið er ekki búið og ekki búið að sýna fram á það enn? Frekar skulu menn muna næsta ársfund á næsta ári hvað skeður þá?  Síðan hafa tekjur minkað og sjóðfélögum fækkað og þeim sem búnir eru að skila sínu ævistarfi fer fjölgandi þetta eitt verða menn að hafa í huga.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 19.12.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, já því miður hafa alltof fáir menn áhuga á að fylgjast með sínum líeyrissjóðum, finnst kannski langt í að þeir fari á lífeyrir. En vakna svo við vondann draum þegar þeir fá smánarlífeyri þegar að því kemur. Ég hef sjálfur áhuga á þessum málum og er því þakklátur þegar einhver hefur kjark og þor til að berjast  fyrir betri ávöxtun á lífeyrissjóðusjóðum landsmanna, því það sem þú ert að gera hefur áhrif langt út fyrir þann sjóð sem þú ert í. Það eru örugglega margir áhugasamir sem fylgjast með því sem þú ert að gera Jóhann og ekki síst þeir sem nú sitja nú í stjórnum lífeyrissjóða.

Að endingu óska ég þér gleðilegra jóla og farsælt nýtt ár, með þökk fyrir allt gamalt og gott, ekki hvað síst þinn áhuga og árangur í bættu öryggi sjómanna. 

Hátíðarkveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.12.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband