Barnalegt og frumstætt svar.

Fyrir stuttu var haldin í Reykjavík ársfundur, eða aðalfundur, lífeyrissjóðsins Gildi. Fundur hjá sjóði láglaunamanna sem hefur toppfígúrur í stjórn og hefur tapað yfir hundrað miljörðum króna. þetta er sjóður sem á ekki fyrir skuldbindingum neikvætt eigið fé er -8,1%. Það vantar nefnilega rúmar 36 þúsund miljónir króna til að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sínum við sjóðsfélaga. Hugsið ykkur hrein eign er -9,5% sem segir að það vanti enn rúmar 25 þúsund miljónir á árinu 2010, þrátt fyrir skerðingar á sjóðsfélögum um 17%. Það eru nefnilega sjóðsfélagar sem halda þessum sjóð uppi, ef ekki kæmi til greiðsla þeirra væri sjóðurinn gjaldþrota, svo einfalt er það. Fundur í samtökum sem tapa svo miklu af eignum lífeyrissjóðsfélaga ætti að vera fréttaefni fjölmiðla en er ekki, þótt undir kurteislegum deilum á fundi logi eldar óánægju sjóðsfélaga vegna þess gífurlegs taps og reksturs sjóðsins. Morgunblaðið er hér aftur undantekning fjölmiðla, þótt ekki sé kafað djúpt í stöðu Gildis.

Athugasemdir

Undirritaður gagnrýndi á fundinum rekstur sjóðsins og stöðu, og hnýtti í ábyrðarmenn hans, sem allir voru á góðum launum og þeir sem hækkuðu verulega á fundinum. Fyrir það uppskar ég rangláta reiði þeirra. Árni Guðmundsson framkvæmdarstjóri jós yfir mig svívirðingum og kallaði mig lygara! Ég bað um að fá að bera af mér sakir eftir ásakanir Árna Guðmundssonar. Var þá mælendaskrá umsvifalaust lokað og mér meinað að leiðrétta ummæli Árna þessa.

Upptaka.

Gildisfundurinn var tekinn upp á band. Vitandi þetta sendi ég fimmtudaginn 5 maí kl 12.02. Árna Guðmundsyni framkvæmdarstjóra lífeyrissjóðsins, sem er minn eigin lífeyrissjóður, svohljóðandi tölvuskeyti,, Góðan dag Árni Guðmundsson. Væri möguleiki að biðja um afrit af upptöku af ársfundi sjóðsins. Tilefni er að bera af mér sakir opinberlega. Með bestu kveðju Jóhann Páll Símonarson." Klukkan 13.36 þennan sama dag kom svar frá framkvæmdarstjóranum, sem ég og aðrir sjóðfélagar erum með í vinnu, og svar hans, það var einfalt: ,,Nei" var það eina sem framkvæmdarstjórinn taldi sig þurfa að skrifa í svarbréfið til sjóðfélagans. Barnalegt svar og frumstætt. Þessi litla grein er skrifuð til að vekja athygli almennings á því hvernig er komið fram við sjóðsfélaga í einum lífeyrissjóða landsins. Þessum sjóði sem hefur tekið upp stjórnunar stíl Leníns. Í stjórn sjóðsins árið 2010 voru þessir: Sigurður Bessason, formaður Eflingar, formaður stjórnar, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, tilnefndur af SA, varaformaður stjórnar; Friðrik J Arngrímsson, framkvæmdarstjóri Landsambands ísl; útvegsmanna, tilnefndur af SA; Sveinn Hannesson framkvæmdarstjóri Gámaþjónustunnar, tilnefndur af SA; Guðmundur Ragnarsson, formaður VM: Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar. Þetta er hluti af stjórn Gildis.

Þetta er fólkið sem ber ábyrgð á lýðræðisást og kurteisi framkvæmdarstjórans.

Þess skal getið að þessi grein birtist í MBL fimmtudaginn 12 maí 2011. Vegna þess hve margir sjómenn og sjóðsfélagar sem misstu af þessari grein þá ákvað ég að setja hana aftur inn, ykkur til fróðleiks. Er að bíða eftir svörum við spurningum sem ég lagði fram á þessum ársfundi. Svör við þeim hafa ekki enn borist mér í hendur þegar þetta er skrifað.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Ég vil byrja á því að þakka þeim öllum sem taka nú þátt í þessari umræðu á facebook. það virðist eins og þetta mál hafi komið umræðu af stað á því liggur ekki nokkur vafi. Sérstaklega ofbíður mönnum það tap sem sjóðurinn hefur tapað sem nemur yfir 100 þúsund miljónum króna og ekki enn sér fyrir endanum á því tapi. árið 2010 sem kemur fram í árskýrslu sjóðsins að afskriftir á árinu 2010 námu yfir 20 þúsund miljónum króna. Eins eru sjóðsfélagar æfir yfir að framkvæmdarstjóri sjóðsins Árni Guðmundsson hafði árið 2010 hátt í 20 miljónir í árslaun. Á sama tíma á sjóðurinn ekki fyrir skuldum samkvæmt árskýrslu Gildis lífeyrissjóðs.

Læt þetta duga í bili er að bíða eftir svörum frá Stjórn Gildis. Læt ykkur vita. Þakka faglega umræðu hún varpar hugsanlega að lífeyrissjóðir verði opinberlega rannsakaðir. Lilja Mósesdóttir ætlaði að láta sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum vita hvar þetta mál stæði hjá forseta Alþingis. Nú er að sjá hvort Lilja Mósesdóttir mun standa við sín orð.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 22.5.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband