7.6.2011 | 22:01
Þrælar vinna við uppskipun á fiskafurðum af Reykjaneshrygg.
Sjómannadeginum er lokið og skipin streyma á miðinn til að afla tekna fyrir þjóðarbúið. Á sama tíma búa útgerðamenn og sjómenn við það ömurlega ástand að mikill óvissa ríkir um fiskveiðistjórnina á komandi árum. Ríkistjórn Íslands hefur komið öllu í uppnám vegna hugsanlega breytinga á kerfinu sem samið er af fyrrverandi formanni Frjálslyndaflokksins og þingmanni Sjálfstæðismanna. Enn nú vill svo vel til að Rússneskir togarar umskipa sínum afla í stórum stíl, beint um borð í flutningaskip sín sem eru á þeirra vegum í Hafnarfirði sem togararnir hafa verið á veiðum á Reykjaneshrygg og jafnvel af flæmska hattinum. Aflinn er frosin karfi og rækjur í pokum. Þeir sem landa aflanum eru áhafnir skipana, sem mannaðar eru fátækum sjómönnum sem borguð eru smánarlaun fyrir þeirra störf. þetta eru sjómenn sem koma ekki til sín heima mánuðum saman. Þetta er kallað á nútímamáli þrælahald þar sem vinnulöggjöf er margbrotin trekk í trekk.
Sjóræningjaveiðar.
Það vekur furðu hvers vegna Íslensk stjórnvöld taka ekki á veiði Rússneska skipa sem hafa stundað sjóræningjaveiðar í mörg ár, fá síðan að landa aflanum á Íslandi með vitneskju stjórnvalda því þau líta fram hjá þessu. Er í lagi að brjóta íslensk lög með leyfi stjórnvalda?. Eins og allir vita neita Rússar að viðurkenna lög og reglur í þessu sambandi. Á sama tíma búa íslensk fiskiskip við lög og reglur þar sem afli er vigtaður og skoðaður og vel gætt að afli sé í samræmi við það sem uppgefið er og skráður er í afla dagbók og skýrslum skilað til fiskistofu reglulega til þess eins að aflamörk séu virt. Enn rússneskar útgerðir búa við önnur lögmál, þar tekur fiskistofa stykk prufur og kannar hvað fiskibrettið með aflanum er þungt ekki söguna meir, afskiptum hætt því þetta nægir að þeirra mati. Síðan er þetta sett um borð aftur og enginn veit í raun hvað aflinn er mikill sem veiddur er á Reykjaneshrygg. Hugsið ykkur hvernig þetta ósamræði er. Á sama tíma fá Rússar að veiða fiskafurðir ótakmarkað með vilja íslenskra stjórnvalda. Á sama tíma búa íslenskar útgerðir við takmörkun á veiðigetu og allur afli vigtaður. Flutningaskipin 3 sem sækja afla rússnesku togaranna heita Júpíter, Sunny Marca og Bauti Song sem nú er kyrrsett af Siglingarmálastofnun í Hafnarfjarðahöfn vegna skipið er ekki sjóhæft.
Hvar er Verkalýðsfélagið Hlíf.
Það er von að menn spyrji því atvinnuleysi í Hafnafirði er mikið og þess vegna er það skilda félagsins að gæta þess að menn fái vinnu ef það er hægt. Eins og allir vita er þetta vinnusvæði Verkalýðsfélagsins Hlífar og félagsmenn þess hafa forgang að allir vinnu sem tilfellur. Nú bregður svo við að Rússneskir sjómenn á smánarlaunum ganga í störf félagsmanna Hlífar og félagið gerir ekki athugasemdir að aðrir vinni störfin sem þeir eiga rétt á sem er í raun stórundarlegt að mínu mati. Ég veit til þess að ITF á íslandi sem eru Alþjóða samtök flutningaverkamanna sem nú eru að berjast að fá gerðan kjarasamning um borð í þessum skipum, hópur manna frá þessum samtökum voru um borð í gærkvöldi til að styðja meðbræður sýna að þeir fái umsaminn laun sem þeir eiga rétt á. Enn því miður er eitt skipana ekki búið enn að gera slíkan samning það heitir Bauti Song sem nú er kyrrsett í Hafnarfjarðahöfn. Er með magnaðar myndir sem sanna þetta.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.