22.6.2011 | 17:55
Yfirvinnubann háseta í Sjómannafélagi Íslands.
Nú í dag tók við tímabundið yfirvinnubann háseta í heimahöfn. Sem veldur miklum töfum skipafélagana að aferma og ferma skipin sín, því áætlunarskipin eru ætíð á ferðinni dag og nótt til að þjóna hagsmunum viðskiptamanna og neytanda skipafélagana. Þess vegna ríður á að allt gangi snurðulaust fyrir sig, og ekki neinn tími má fara forgörðum. Þess vegna mun þessi tíma bundna aðgerð valda auknum kostnaði skipafélagana sem gefur auga leið. Enn hásetar á skipunum hafa í áraraðir séð um lestun og losun þar sem ekki hefur verið hægt að fá vinnuafl til að sjá um lestun og losun innan hafna í Reykjavík.
Af hverju vinnum við ekki yfirvinnu í heimahöfn?
Því kaup háseta er mjög lágt og samningar hafa verðið lausir sem mánuðum skiptir og viðsemjendur hafa þverskallast við að koma til móts við samningarnefnd Sjómannafélags Íslands sem er í samningarviðræðum um kaup og kjör. Útgerðamenn kaupskipa vissu vel að félagið myndi taka til aðgerða ef ekki væri tekið í tilögur Sjómannafélags Íslands. Þess skal getið þetta voru ekki formlegar aðgerðir heldu skoðanir háseta sem vilja ekki vinna lengur enn til kl 17 og vildu frekar nýta sinn frítíma að vera í faðmi fjölskyldu sinnar stað þess að vinna yfirvinnu í heimahöfn. Það eru mörg atriði sem verður að taka til alvarlegar skoðunar.
Af hverju vilja útgerðamenn ekki skrá sín skip undir Íslenskum fána?
Þetta verða útgerðamenn að svara sjálfir. Þeir hafa lengi unnið að þessu að útríma farmannastéttinni það sést best hvað aðsókn í Stýrimannaskólann hefur mistekist sem styður þá skoðun hvað fáir stýrimenn með próf útskrifast með fullréttindi. Það er munur að sjá tímann frá árinu 1970 þegar flotinn var í blóma þá voru öll skip í eigu Íslendinga með Íslenskan fánan sem er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Rúmum 40 árum síðar eru öll skip nema eitt skráð undir þægindafána þar sem útgerðamenn lifa nú í skattaskjólum þar sem þau þrífast nú sem best með póst hólf sem enginn veit neitt. Á sama tíma missa hásetar tryggingarfræðileg réttindi sín sem þeir höfðu áður. Skildu nokkrum undra að menn séu búnir að fá sig fullsaddan af slíkri meðferð í áratugi. Ég tel það skildu alþingismanna að fara ofan í saumana á þessu máli, enn ég veit það fyrir víst að þeir munu ekki gera það. Ef við fengjum hinsvegar erlenda lögreglumenn eða erlenda Alþingismenn þá myndi heyrast hljóð úr horni.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann Páll. Þú gefur lög að mæla sem ávallt. Þetta er allt saman að verða eitt alsherjar grín. Og fer að verða tími komin að vinda ofan af því. Það hlýtur að fara að verða fínt um fína drætti hvað hafnsögumenn varðar. það ætti að flagga þessum helv.... ösnum í vissu húsi við vissan völl öllum út. Þá mundi kannske eithvað ske. Hvað um það, ég óska þér og ykkur sem "nennið" að vinna að þessum málum allra heilla í baráttunni. Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 22.6.2011 kl. 23:21
Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.
Þú sem reyndur farmaður víðsigldur um heimsins höf þekkir þetta manna best og veist hvað málið snýst um. Enn því miður skilur ekki neinn þetta vandamál fyrr enn það kemur af þeim sjálfum. Þessi kynslóð manna sem veit ekki muninn að vera burtu frá konu og börnum sem mánuðum skiptir.
Eða sú kynslóð sem hefur fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir hlutunum.
Ef menn tala um að fara inn í Evrópubandalagið þá er frjálst flæði á milli landa. Þá auðvita getum við fengið ódýra þræla til að vinna skítverkinn. Sem myndi leiða af sér atvinnuleysi okkar manna. Auðvita er hægt að fá ódýra kennara, lögreglumenn, lækna, fréttamenn, bílstjóra, sjómenn, verkamenn, þjónustufólk, og alþingismenn enn munur er þessi hvaða tungumál munu við þá tala? Sem myndi leiða til að við myndum ekki geta skilið hvern annan, þetta vandamál er það sem við farmenn búa við í dag. Þetta er í einu orði sagt ömurleg staða.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 23.6.2011 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.