1.7.2011 | 21:28
Lokun Laugavegar vekur upp reiði kaupmanna.
Fram kom í fréttum í kvöld að nú ætti að loka hluta Laugavegar. Sýningin tókst fullkomlega þar sem borgarstjórinn stökk upp í loftið af fögnuði og kallaði eins og hálviti út í loftið því honum vantaði athygli manna. Með honum í för voru starfsmenn Reykjavíkurborgar þar á meðal framkvæmdarstjóri miðborgarinnar sem er í 70% starfi og fær í laun um 1 miljón króna í laun á mánuði fyrir 70% prósenta vinnu. Á sama tíma er ekki hægt að halda uppi eðlilegu leikskólastarfsemi fyrir smáborgara sem eiga sinn rétt. Það er ekki hægt að halda uppi að slá grass nema 3 sinnum yfir sumartímann í Reykjavíkurborg. Hugsið ykkur áhyggjur verslunarmannsins í Brynju sem hafði áhyggjur af ofbeldi myndi aukast, rúðubrot mundu færast í vöxt undir þessi orð taka kaupmenn við laugarveg sem hafa orðið fyrir barðinu á skemmdaverkum manna.
Vínmenning í miðborg Reykjavíkur hefur aukist stórlega með lokun gatna við laugarveg. Þessu hefur fylgt sóðaskapur, hávaði, ónæði. hróp og köll sem líðst ekki í stórborgum erlendis. Þetta hefur gengið svo langt að menn hafa verið staðnir að gera þarfir sínar í húsagörðum vegna þess að það vantar salernisaðstöðu. Ónæðið er mikið í Austurstræti þar sem hótel eru í nánd, þar líðst sú ómenning sem færist upp og niður laugaveg þar sem þvagkast hefur aukist í húsasundum og villimennskan hefur náð hámælum. Enda enginn furða því lögreglan hefur tekið sig saman og sést ekki á götum miðborgarinnar þess vegna geta menn komist upp með hvað sem er.
Maður spyr sig hvað er þarna í gangi? Ætlar borgarstjóri og formaður borgarráðs að ganga frá kaupmönnum við laugarveg? Enda er Landsbankinn við laugaveg 77 að hverfa burtu eftir áratuga þjónustu við borgarbúa. Íbúar við þessar götur þurfa nú að sækja lengra til að fá sína þjónustu og í staðinn hefur þetta hægláta hverfi breyst í villimanna hverfi sem ætlar ekki neinn endir að taka. Jú það er hægt að borga miðborgastjóra Jakobi Frímanni nær miljón á mánuði fyrir 70% starf fyrir að halda uppi skemmtana lífi við laugaveg. Er þá nokkur hissa á því að kaupmaðurinn í Brynju leist ekki á blikuna og framhaldið er óljóst. Þar sem Dagur B Eggertsson og Jón Gnarr fara með völdin í Reykjavík og hver vitleysan og skrípaleikurinn heldur áfram.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.